„Hagkvæm nýting skólahúsnæðis“ Dröfn Farestveit skrifar 13. september 2024 13:31 Áskoranir og vaxandi þörf Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir verulegum áskorunum vegna ört vaxandi fólksfjölgunar og þéttingu byggðar. Þrátt fyrir mikla uppbyggingu í mörgum sveitarfélögunum þá hefur ekki verið fylgt nægilega vel eftir með uppbyggingu leik- og grunnskóla, sem veldur miklu álagi á núverandi innviði. Fjárhagsleg geta sveitarfélaga til að stækka leik- og grunnskóla hefur verið takmörkuð þar sem ekki hefur verið lögð áhersla á fjárfestingar í málaflokknum. Óhagstætt vaxtaumhverfi gerir það enn erfiðara fyrir sveitarfélögin, sem þurfa því að leita allra leiða til að nýta núverandi innviði sem best og tryggja á sama tíma að hagsmunir barna og starfsfólks séu ávallt í forgrunni. Eru tækifæri í því að greina nýtingu rýma í grunn- og leikskólum landsins? Mikilvægt er leggja mat á húsnæði og skipulag sem er þegar til staðar í leik- og grunnskólum hjá sveitarfélögum og hvernig það er nýtt. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fyrir árið 2023 er heildar fermetrafjöldi í grunnskólum landsins um 1.065.798 sem gerir að meðaltali 20 fermetra á nemanda. Leikskólarnir eru með samtals 227.735 fermetra sem er um 10 fermetrar á nemanda. Þrátt fyrir að húsnæðið sé til staðar, er nýting þess mismunandi eftir sveitarfélögum; sumir skólar hafa færri nemendur en skólinn var hannaður fyrir, á meðan aðrir eru yfirfullir. Til að bæta heildarnýtingu húsnæðisins er nauðsynlegt að framkvæma stöðugreiningu og framtíðarspá á nýtingu leik- og grunnskólarýma. Slík greining ætti að vera með hag barna og starfsfólks að leiðarljósi og með það markmið að bæta skipulag og dreifingu nemenda. Þetta felur í sér að meta hvort rýmin séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt og að finna lausnir fyrir þá skóla sem eru annaðhvort of stórir eða of litlir miðað við nemendafjölda. Mögulega eru tækifæri fyrir einhver sveitarfélög að fækka fermetrum með sölu eða leigu rýma. Samhliða þarf að leggja mat á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sem þarf að uppfylla kröfur um fjárhagslega sjálfbærni samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Þetta getur verið krefjandi, þar sem fræðslu og uppeldismál eru fjárhagslega þyngsti málaflokkurinn, en til þeirra fara um 53% af skatttekjum sveitarfélaga. Mörg sveitarfélög standa frammi fyrir því að ekki er til fjármagn fyrir umfangsmiklar fjárfestingar eins og stækkun á á leik- og grunnskólum og einnig er vaxtaumhverfi óhagstætt og lántaka því oft ekki ákjósanlegur kostur. Fjárhagsáætlun A-hluta sveitarfélaganna fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir 52 milljarða fjárfestingu í málaflokknum en ekki er ljóst hve mikið af því fer í skólahúsnæði. Samkvæmt upplýsingum úr nýlegum framkvæmdum á vegum sveitarfélaga kostar nýbygging grunnskóla um 5 milljarða króna og leikskóli rúmlega 1 milljarð króna eftir því hve stórir þeir eru. Ráðist sveitarfélagið í frekari fjárfestingu við byggingu leik- og grunnskóla þarf að skoða hvort sú fjárfesting kalli á frekari lántöku hjá sveitarfélaginu og greina áhrifin hennar á helstu lykiltölur til þess að tryggja að farið sé eftir lágmarksviðmiðum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Ef sveitarfélög ætla í uppbyggingu sem krefst mikils fjármagns yfir langan tíma, hvernig er hægt að bregðast við til skamms tíma? Umbótatækifæri og sveigjanleiki í nýtingu rýma Mikilvægt er að leysa úr þessum bráðavanda sem mörg sveitarfélög standa frami fyrir en samhliða því huga að varanlegri lausnum með því að greina stærð árganga og þróun nemendafjölda bæði með tilliti til heimastofa sem og sérgreinastofa í grunnskólum. Til hliðsjónar eru viðmið reglugerða um gerð og búnað skólahúsnæðis nr. 657/2009 notuð þegar lagt er mat á það hvort að rými séu fullnýtt eða undir viðmiðum. Með þessu er hægt að spá fyrir um hvenær sveitarfélagið þarf að fara í frekari fjárfestingu á húsnæðinu miðað við þróun nemendafjölda og notkun rýma, og gera ráð fyrir þeim fjárfestingum í fjárhagsáætlun komandi ára og hver áhrif þeirra er á lykiltölur sveitarfélagsins. Þátttaka starfsfólks og stjórnenda er lykilþáttur í vinnu og greiningunni til þess að innleiða breytingarnar á skilvirkan hátt. Grunnþættir breytingastjórnunar eru hér hafðir að leiðarljósi í virkjun hagaðila, samskiptum, þjálfun og góðum undirbúningi. Með því að fylgja vegvísi breytingarstjórnunar og vinna náið með skólastjórnendum og starfsfólki er hægt að innleiða breytingar á árangursríkan og farsælan hátt og finna í sameiningu skammtímalausnir við vandamálinu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins Til að mæta þeim áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir varðandi leik- og grunnskóla er lykilatriði að markviss nýting á núverandi húsnæði og skýr áætlanagerð um framtíðar fjárfestingar sé í takt við íbúaspá. Með því að framkvæma stöðugreiningu, meta fjárhagsstöðu og þróa sveigjanlegar lausnir, er hægt að stuðla að því að húsnæði sveitarfélaganna þjóni sem best þörfum íbúa, bæði til skamms og langs tíma. Sveitarfélögin þurfa því að skoða og greina hvaða húsnæði er til staðar og spá fyrir um framtíðarþarfir til að tryggja fullnægjandi innviði. Með þessu er hægt að tryggja að hagsmunir barna og starfsfólks séu hafðir að leiðarljósi og að sveitarfélögin geti mætt vaxandi þörfum samfélagsins á hagkvæman hátt. Höfundur er sérfræðingur á ráðgjafarsviði KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir og vaxandi þörf Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir verulegum áskorunum vegna ört vaxandi fólksfjölgunar og þéttingu byggðar. Þrátt fyrir mikla uppbyggingu í mörgum sveitarfélögunum þá hefur ekki verið fylgt nægilega vel eftir með uppbyggingu leik- og grunnskóla, sem veldur miklu álagi á núverandi innviði. Fjárhagsleg geta sveitarfélaga til að stækka leik- og grunnskóla hefur verið takmörkuð þar sem ekki hefur verið lögð áhersla á fjárfestingar í málaflokknum. Óhagstætt vaxtaumhverfi gerir það enn erfiðara fyrir sveitarfélögin, sem þurfa því að leita allra leiða til að nýta núverandi innviði sem best og tryggja á sama tíma að hagsmunir barna og starfsfólks séu ávallt í forgrunni. Eru tækifæri í því að greina nýtingu rýma í grunn- og leikskólum landsins? Mikilvægt er leggja mat á húsnæði og skipulag sem er þegar til staðar í leik- og grunnskólum hjá sveitarfélögum og hvernig það er nýtt. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fyrir árið 2023 er heildar fermetrafjöldi í grunnskólum landsins um 1.065.798 sem gerir að meðaltali 20 fermetra á nemanda. Leikskólarnir eru með samtals 227.735 fermetra sem er um 10 fermetrar á nemanda. Þrátt fyrir að húsnæðið sé til staðar, er nýting þess mismunandi eftir sveitarfélögum; sumir skólar hafa færri nemendur en skólinn var hannaður fyrir, á meðan aðrir eru yfirfullir. Til að bæta heildarnýtingu húsnæðisins er nauðsynlegt að framkvæma stöðugreiningu og framtíðarspá á nýtingu leik- og grunnskólarýma. Slík greining ætti að vera með hag barna og starfsfólks að leiðarljósi og með það markmið að bæta skipulag og dreifingu nemenda. Þetta felur í sér að meta hvort rýmin séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt og að finna lausnir fyrir þá skóla sem eru annaðhvort of stórir eða of litlir miðað við nemendafjölda. Mögulega eru tækifæri fyrir einhver sveitarfélög að fækka fermetrum með sölu eða leigu rýma. Samhliða þarf að leggja mat á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sem þarf að uppfylla kröfur um fjárhagslega sjálfbærni samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Þetta getur verið krefjandi, þar sem fræðslu og uppeldismál eru fjárhagslega þyngsti málaflokkurinn, en til þeirra fara um 53% af skatttekjum sveitarfélaga. Mörg sveitarfélög standa frammi fyrir því að ekki er til fjármagn fyrir umfangsmiklar fjárfestingar eins og stækkun á á leik- og grunnskólum og einnig er vaxtaumhverfi óhagstætt og lántaka því oft ekki ákjósanlegur kostur. Fjárhagsáætlun A-hluta sveitarfélaganna fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir 52 milljarða fjárfestingu í málaflokknum en ekki er ljóst hve mikið af því fer í skólahúsnæði. Samkvæmt upplýsingum úr nýlegum framkvæmdum á vegum sveitarfélaga kostar nýbygging grunnskóla um 5 milljarða króna og leikskóli rúmlega 1 milljarð króna eftir því hve stórir þeir eru. Ráðist sveitarfélagið í frekari fjárfestingu við byggingu leik- og grunnskóla þarf að skoða hvort sú fjárfesting kalli á frekari lántöku hjá sveitarfélaginu og greina áhrifin hennar á helstu lykiltölur til þess að tryggja að farið sé eftir lágmarksviðmiðum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Ef sveitarfélög ætla í uppbyggingu sem krefst mikils fjármagns yfir langan tíma, hvernig er hægt að bregðast við til skamms tíma? Umbótatækifæri og sveigjanleiki í nýtingu rýma Mikilvægt er að leysa úr þessum bráðavanda sem mörg sveitarfélög standa frami fyrir en samhliða því huga að varanlegri lausnum með því að greina stærð árganga og þróun nemendafjölda bæði með tilliti til heimastofa sem og sérgreinastofa í grunnskólum. Til hliðsjónar eru viðmið reglugerða um gerð og búnað skólahúsnæðis nr. 657/2009 notuð þegar lagt er mat á það hvort að rými séu fullnýtt eða undir viðmiðum. Með þessu er hægt að spá fyrir um hvenær sveitarfélagið þarf að fara í frekari fjárfestingu á húsnæðinu miðað við þróun nemendafjölda og notkun rýma, og gera ráð fyrir þeim fjárfestingum í fjárhagsáætlun komandi ára og hver áhrif þeirra er á lykiltölur sveitarfélagsins. Þátttaka starfsfólks og stjórnenda er lykilþáttur í vinnu og greiningunni til þess að innleiða breytingarnar á skilvirkan hátt. Grunnþættir breytingastjórnunar eru hér hafðir að leiðarljósi í virkjun hagaðila, samskiptum, þjálfun og góðum undirbúningi. Með því að fylgja vegvísi breytingarstjórnunar og vinna náið með skólastjórnendum og starfsfólki er hægt að innleiða breytingar á árangursríkan og farsælan hátt og finna í sameiningu skammtímalausnir við vandamálinu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins Til að mæta þeim áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir varðandi leik- og grunnskóla er lykilatriði að markviss nýting á núverandi húsnæði og skýr áætlanagerð um framtíðar fjárfestingar sé í takt við íbúaspá. Með því að framkvæma stöðugreiningu, meta fjárhagsstöðu og þróa sveigjanlegar lausnir, er hægt að stuðla að því að húsnæði sveitarfélaganna þjóni sem best þörfum íbúa, bæði til skamms og langs tíma. Sveitarfélögin þurfa því að skoða og greina hvaða húsnæði er til staðar og spá fyrir um framtíðarþarfir til að tryggja fullnægjandi innviði. Með þessu er hægt að tryggja að hagsmunir barna og starfsfólks séu hafðir að leiðarljósi og að sveitarfélögin geti mætt vaxandi þörfum samfélagsins á hagkvæman hátt. Höfundur er sérfræðingur á ráðgjafarsviði KPMG.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun