Mannréttindabarátta í fimmtíu ár Anna Lúðvíksdóttir skrifar 13. september 2024 08:31 Íslandsdeild Amnesty International fagnar því að 50 ár eru liðin frá stofnun deildarinnar í Norræna húsinu þann 15. september 1974. Rétt eins og aðrar deildir Amnesty International hefur Íslandsdeildin allt frá stofnun beitt sér fyrir auknum mannréttindum um heim allan, auk þess að stuðla að aukinni þekkingu almennings á mannréttindum. Deildin hefur einnig barist fyrir því íslensk lög og framkvæmd þeirra séu með þeim hætti að mannréttindi allra hópa sér virt og vernduð í hvívetna. Fyrstu árin voru áherslumál deildarinnar barátta fyrir lausn samviskufanga og gegn dauðarefsingunni, pyndingum og mannshvörfum. Það má segja að þessi baráttumál hafi verið óumdeilanleg hér á Íslandi bæði þá og nú. Vinnulag einkenndist strax af mikilli vandvirkni og rammi var settur um hvernig deildin skyldi vinna að baráttumálunum. Á upphafsárum Íslandsdeildarinnar var eitt af meginmarkmiðum alþjóðasamtakanna afnám dauðarefsingarinnar og nýtti deildin sér að Ísland gæti talað í krafti verknaðar. Þannig að strax á fyrstu árum starfseminnar var ljóst að Íslandsdeildin gat vísað til laga og framkvæmdar í eigin landi til þess að sýna öðrum ríkjum jákvætt fordæmi. Á tímamótum sem þessum er eðlilegt að líta um farinn veg, gamlar fundargerðabækur hafa verið skoðaðar, myndaalbúmum flett og rykið dustað af gömlum fréttabréfum og rætt hefur verið við fólk sem að starfinu hefur komið í gegnum tíðina. En hvað er það sem raunverulega stendur upp úr á þessari 50 ára sögu deildarinnar og hverju ber að fagna? Auðvitað má líta til þess árangurs sem starfið hefur borið, við getum þakkað fyrir að fyrir tilstuðlan þrýstings frá fólki eins og þér og mér hefur fjöldi samviskufanga um heim allan verið leystur úr haldi, ríkjum sem beita dauðarefsingunni hefur fækkað, réttindi kvenna hafa víða aukist sem og hinsegin fólks þó að enn sé mikið óunnið verk. Amnesty International hefur barist ötullega fyrir réttinum til að mótmæla og þó að enn sé á brattann að sækja í baráttunni fyrir því að fólk um heim allan geti óttalaust tjáð skoðanir sínar með friðsamlegum hætti sem eru í andstöðu við yfirvöld trúi ég því að það finni að það stendur ekki eitt. Amnesty International stendur með þeim. Já, Amnesty hefur átt þátt í og komið til leiðar jákvæðum breytingum í lífi þolenda mannréttindabrota og með því að fá lögum og framkvæmd breytt hefur líka verið komið í veg fyrir frekari brot. Því ber sannarlega að fagna. En ég spyr aftur, hvað er það raunverulega sem stendur upp úr í söguskoðuninni? Það sem kemur upp í huga minn er fyrst og fremst þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt deildinni og mannréttindabaráttunni lið með einum eða öðrum hætti allt frá upphafi, sumt jafnvel áratugum saman. Þetta er fólkið sem hefur mætt og skrifað bréf til yfirvalda, fólkið sem pakkaði jólakortum ár eftir ár sem fóru svo í sölu til fjáröflunar fyrir deildina, fólkið sem hefur haldið viðburði víða um land í herferðinni sem nú kallast Þitt nafn bjargar lífi (áður Bréfamaraþon), fólkið sem hefur setið í stjórn deildarinnar og lagt línurnar, fyrrum aðgerðahópar og ungliðar sem mæta og mála á skilti, koma með skapandi hugmyndir að aðgerðum og mæta í hvaða veðri sem er til að láta í sér heyra til að vekja athygli á brotum hér heima eða erlendis, velviljaðir einstaklingar sem hafa skotið skjólshúsi yfir deildina þegar hún var á hrakhólum og hafði lítið á milli handanna, listamenn, fyrirtæki og fólk sem vill veita okkur betri kjör en ella til þess að styðja deildina til áframhaldandi verka. Svo er það auðvitað grunnur okkar, Vonarljósin okkar sem styðja við deildina með reglulegum styrkjum ár eftir ár og þau sem greiða stakan styrk og þegar allt þetta kemur saman myndast ákveðinn kraftur og seigla sem gerir okkur kleift að sinna því starfi sem okkur ber. Síðast en ekki síst vil ég minnast á það starfsfólk sem hefur gengið til liðs við deildina til lengri eða skemmri tíma, sem hefur allt á sinn einstaka hátt lagt deildinni lið með metnað, elju og trú á málstaðinn rétt eins og allir aðrir og gert það að verkum að deildin hefur stækkað, blómstrað og haldið í þá áratugagömlu vandvirkni sem lagt var af stað með í upphafi til þess að tryggja trúverðugleika og heilindi deildarinnar og samtakanna allra. Á þessum tímamótum vill núverandi stjórn og starfsfólk þakka ykkur sem stutt hafa við deildina og fyrir að gera hana að því sem hún er í dag. Við þökkum fyrir þann árangur sem við höfum náð saman og því bjóðum við ykkur til afmælisveislu nú um helgina 13.-15. september. Ókeypis er á alla viðburðina og þeir opnir almenningi. Við hlökkum til að sjá ykkur. Föstudagurinn 13. september: Málþing í Norræna húsinu kl. 12-13 Laugardagurinn 14. september: Stuðningsaðgerð og mannréttindajóga á Austurvelli kl. 14. Sunnudagurinn 15. september: Skrúðganga og afmælisfögnuður í Iðnó kl. 14-15. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Anna Lúðvíksdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International fagnar því að 50 ár eru liðin frá stofnun deildarinnar í Norræna húsinu þann 15. september 1974. Rétt eins og aðrar deildir Amnesty International hefur Íslandsdeildin allt frá stofnun beitt sér fyrir auknum mannréttindum um heim allan, auk þess að stuðla að aukinni þekkingu almennings á mannréttindum. Deildin hefur einnig barist fyrir því íslensk lög og framkvæmd þeirra séu með þeim hætti að mannréttindi allra hópa sér virt og vernduð í hvívetna. Fyrstu árin voru áherslumál deildarinnar barátta fyrir lausn samviskufanga og gegn dauðarefsingunni, pyndingum og mannshvörfum. Það má segja að þessi baráttumál hafi verið óumdeilanleg hér á Íslandi bæði þá og nú. Vinnulag einkenndist strax af mikilli vandvirkni og rammi var settur um hvernig deildin skyldi vinna að baráttumálunum. Á upphafsárum Íslandsdeildarinnar var eitt af meginmarkmiðum alþjóðasamtakanna afnám dauðarefsingarinnar og nýtti deildin sér að Ísland gæti talað í krafti verknaðar. Þannig að strax á fyrstu árum starfseminnar var ljóst að Íslandsdeildin gat vísað til laga og framkvæmdar í eigin landi til þess að sýna öðrum ríkjum jákvætt fordæmi. Á tímamótum sem þessum er eðlilegt að líta um farinn veg, gamlar fundargerðabækur hafa verið skoðaðar, myndaalbúmum flett og rykið dustað af gömlum fréttabréfum og rætt hefur verið við fólk sem að starfinu hefur komið í gegnum tíðina. En hvað er það sem raunverulega stendur upp úr á þessari 50 ára sögu deildarinnar og hverju ber að fagna? Auðvitað má líta til þess árangurs sem starfið hefur borið, við getum þakkað fyrir að fyrir tilstuðlan þrýstings frá fólki eins og þér og mér hefur fjöldi samviskufanga um heim allan verið leystur úr haldi, ríkjum sem beita dauðarefsingunni hefur fækkað, réttindi kvenna hafa víða aukist sem og hinsegin fólks þó að enn sé mikið óunnið verk. Amnesty International hefur barist ötullega fyrir réttinum til að mótmæla og þó að enn sé á brattann að sækja í baráttunni fyrir því að fólk um heim allan geti óttalaust tjáð skoðanir sínar með friðsamlegum hætti sem eru í andstöðu við yfirvöld trúi ég því að það finni að það stendur ekki eitt. Amnesty International stendur með þeim. Já, Amnesty hefur átt þátt í og komið til leiðar jákvæðum breytingum í lífi þolenda mannréttindabrota og með því að fá lögum og framkvæmd breytt hefur líka verið komið í veg fyrir frekari brot. Því ber sannarlega að fagna. En ég spyr aftur, hvað er það raunverulega sem stendur upp úr í söguskoðuninni? Það sem kemur upp í huga minn er fyrst og fremst þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt deildinni og mannréttindabaráttunni lið með einum eða öðrum hætti allt frá upphafi, sumt jafnvel áratugum saman. Þetta er fólkið sem hefur mætt og skrifað bréf til yfirvalda, fólkið sem pakkaði jólakortum ár eftir ár sem fóru svo í sölu til fjáröflunar fyrir deildina, fólkið sem hefur haldið viðburði víða um land í herferðinni sem nú kallast Þitt nafn bjargar lífi (áður Bréfamaraþon), fólkið sem hefur setið í stjórn deildarinnar og lagt línurnar, fyrrum aðgerðahópar og ungliðar sem mæta og mála á skilti, koma með skapandi hugmyndir að aðgerðum og mæta í hvaða veðri sem er til að láta í sér heyra til að vekja athygli á brotum hér heima eða erlendis, velviljaðir einstaklingar sem hafa skotið skjólshúsi yfir deildina þegar hún var á hrakhólum og hafði lítið á milli handanna, listamenn, fyrirtæki og fólk sem vill veita okkur betri kjör en ella til þess að styðja deildina til áframhaldandi verka. Svo er það auðvitað grunnur okkar, Vonarljósin okkar sem styðja við deildina með reglulegum styrkjum ár eftir ár og þau sem greiða stakan styrk og þegar allt þetta kemur saman myndast ákveðinn kraftur og seigla sem gerir okkur kleift að sinna því starfi sem okkur ber. Síðast en ekki síst vil ég minnast á það starfsfólk sem hefur gengið til liðs við deildina til lengri eða skemmri tíma, sem hefur allt á sinn einstaka hátt lagt deildinni lið með metnað, elju og trú á málstaðinn rétt eins og allir aðrir og gert það að verkum að deildin hefur stækkað, blómstrað og haldið í þá áratugagömlu vandvirkni sem lagt var af stað með í upphafi til þess að tryggja trúverðugleika og heilindi deildarinnar og samtakanna allra. Á þessum tímamótum vill núverandi stjórn og starfsfólk þakka ykkur sem stutt hafa við deildina og fyrir að gera hana að því sem hún er í dag. Við þökkum fyrir þann árangur sem við höfum náð saman og því bjóðum við ykkur til afmælisveislu nú um helgina 13.-15. september. Ókeypis er á alla viðburðina og þeir opnir almenningi. Við hlökkum til að sjá ykkur. Föstudagurinn 13. september: Málþing í Norræna húsinu kl. 12-13 Laugardagurinn 14. september: Stuðningsaðgerð og mannréttindajóga á Austurvelli kl. 14. Sunnudagurinn 15. september: Skrúðganga og afmælisfögnuður í Iðnó kl. 14-15. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun