„Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. september 2024 21:44 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að auðvelt sé að komast með launaþjófnað á Íslandi. Þeir sem stundi hann leggist á erlent verkafólk sem sé í veikri stöðu. Vísir/Arnar Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. „Við erum hér samankomin meðlimir í trúnaðarráði Eflingar og fólk sem hefur lent í klónum á Elvari Ingimarssyni sem rekur meðal annars veitingastaðinn Ítalíu,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar um mótmælin í samtali við fréttastofu. „Við erum hér vegna þess að Elvar Ingimarsson er launaþjófur. Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun.“ Sólveig segir að á síðustu tveimur árum hafi gríðarlegur fjöldi mála komið á borð Eflingar vegna launaþjófnaðar Elvars og annarra brota hans. „Við erum að tala um mörg hundruðir þúsunda, jafnvel yfir milljón af launum sem fólk hefur ekki fengið greitt,“ segir hún. Engar sektir eða raunverulegar refsingar Í tilkynningu Eflingar sem var send út fyrr í kvöld kom fram að alla jafna séu ekki gerðir skriflegir ráðningarsamningar við fólk sem hefur störf á veitingahúsum sem Elvar Ingimarsson rekur, það fái sjaldan eða ekki afhenta launaseðla og ítrekuð vanskil hafi verið á greiðslum iðgjalda til stéttarfélagsins. Fulltrúar Eflingar mótmæla fyrir utan veitingastaðinn Ítalíu á Frakkastíg fimmtudagskvöldið 12. september 2024.Vísir/Magnús „Vandinn sem fólkið sem lendir í klónum á honum og við stöndum frammi fyrir er sá að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Það eru engar sektir, það eru engar raunverulegar refsingar þannig að menn eins og Elvar Ingimarsson geta komið sér upp viðskiptamódeli sem bókstaflega gengur út á þetta.“ Sólveig segir Eflingarfélaga ekki lengur ætla að sitja þegjandi hjá. „Við erum hér komin til að mótmæla þeim aðstæðum sem að ríkja inni á þessum vinnustað, Ítalíu, sem og öðrum stöðum sem hann rekur og á öllum hinum stöðunum þar sem svona framferði viðgengst,“ segir hún. Menn leggist á aðflutt verkafólk Mótmæli sem þessi hljóta að vera örþrifaráð fyrst ekkert annað gengur. Hvað hefur leitt til þessa? „Ég ætla nú ekki að segja að þetta sér örþrifaráð heldur eðlileg aðgerð í lýðræðissamfélagi þar sem málfrelsi ríkir. Ástæðan er því miður sú að þrátt fyrir að fólk leiti til stéttarfélags, sendar séu út kröfur og að við notum allar þær leiðir sem við höfum skilar það ekki árangri vegna þess að það eru alltaf ný fórnarlömb sem birtast. Menn eins og Elvar leggjast sérstaklega á aðflutt verkafólk,“ segir Sólveig. Sólveig kallar eftir aðgerðum yfirvalda til að stöðva launaþjófnað.Vísir/Arnar Eins og sakir standa sé launaþjófnaður því ekki raunverulega refsivert athæfi. Það sé vandinn sem Efling krefst að sé leystur og kallar Sólveig eftir því að stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins standi með félaginu í baráttunni. Hvernig hafa samskipti ykkar við Elvar verið? „Samskipti okkar félagsfólks hafa verið satt best að segja ömurleg. Samskipti félagsins fara fram við hann með hefðbundnum hætti fram að þessu en við skulum sjá hvað gerist í kjölfar þessarar mótmælastöðu,“ segir Sólveig. Eru þetta hugsuð sem stök mótmæli eða ætlið þið að mótmæla frekar? „Það á eftir að koma í ljós. Við erum svo sannarlega tilbúin til þess að halda áfram að mótmæli ef þess þarf.“ Sviku loforð um að berjast gegn launaþjófnaði Sólveig segir launaþjófnað stórkostlegt vandamál sem þurfi að uppræta strax. Áhugaleysi stjórnvalda hafi leyft honum að grassera óáreittum. Er launaþjófnaður sem þessi víða í samfélaginu? „Launaþjófnaður er ein stærsta meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Við höfum verið að berjast gegn honum og berjast fyrir viðurlögum allt frá árinu 2018. Því miður hefur það verið svo að enginn áhugi hefur verið á málinu hjá stjórnvöldum,“ segir Sólveig. „Okkur var í raun lofað þegar við undirrituðum Lífskjarasamningana að barist yrði gegn launaþjófnaði. Það loforð var svikið, því miður. Þess vegna þurfum við að halda hér áfram,“ segir hún að lokum. Stéttarfélög Veitingastaðir Innflytjendamál Kjaramál Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira
„Við erum hér samankomin meðlimir í trúnaðarráði Eflingar og fólk sem hefur lent í klónum á Elvari Ingimarssyni sem rekur meðal annars veitingastaðinn Ítalíu,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar um mótmælin í samtali við fréttastofu. „Við erum hér vegna þess að Elvar Ingimarsson er launaþjófur. Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun.“ Sólveig segir að á síðustu tveimur árum hafi gríðarlegur fjöldi mála komið á borð Eflingar vegna launaþjófnaðar Elvars og annarra brota hans. „Við erum að tala um mörg hundruðir þúsunda, jafnvel yfir milljón af launum sem fólk hefur ekki fengið greitt,“ segir hún. Engar sektir eða raunverulegar refsingar Í tilkynningu Eflingar sem var send út fyrr í kvöld kom fram að alla jafna séu ekki gerðir skriflegir ráðningarsamningar við fólk sem hefur störf á veitingahúsum sem Elvar Ingimarsson rekur, það fái sjaldan eða ekki afhenta launaseðla og ítrekuð vanskil hafi verið á greiðslum iðgjalda til stéttarfélagsins. Fulltrúar Eflingar mótmæla fyrir utan veitingastaðinn Ítalíu á Frakkastíg fimmtudagskvöldið 12. september 2024.Vísir/Magnús „Vandinn sem fólkið sem lendir í klónum á honum og við stöndum frammi fyrir er sá að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Það eru engar sektir, það eru engar raunverulegar refsingar þannig að menn eins og Elvar Ingimarsson geta komið sér upp viðskiptamódeli sem bókstaflega gengur út á þetta.“ Sólveig segir Eflingarfélaga ekki lengur ætla að sitja þegjandi hjá. „Við erum hér komin til að mótmæla þeim aðstæðum sem að ríkja inni á þessum vinnustað, Ítalíu, sem og öðrum stöðum sem hann rekur og á öllum hinum stöðunum þar sem svona framferði viðgengst,“ segir hún. Menn leggist á aðflutt verkafólk Mótmæli sem þessi hljóta að vera örþrifaráð fyrst ekkert annað gengur. Hvað hefur leitt til þessa? „Ég ætla nú ekki að segja að þetta sér örþrifaráð heldur eðlileg aðgerð í lýðræðissamfélagi þar sem málfrelsi ríkir. Ástæðan er því miður sú að þrátt fyrir að fólk leiti til stéttarfélags, sendar séu út kröfur og að við notum allar þær leiðir sem við höfum skilar það ekki árangri vegna þess að það eru alltaf ný fórnarlömb sem birtast. Menn eins og Elvar leggjast sérstaklega á aðflutt verkafólk,“ segir Sólveig. Sólveig kallar eftir aðgerðum yfirvalda til að stöðva launaþjófnað.Vísir/Arnar Eins og sakir standa sé launaþjófnaður því ekki raunverulega refsivert athæfi. Það sé vandinn sem Efling krefst að sé leystur og kallar Sólveig eftir því að stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins standi með félaginu í baráttunni. Hvernig hafa samskipti ykkar við Elvar verið? „Samskipti okkar félagsfólks hafa verið satt best að segja ömurleg. Samskipti félagsins fara fram við hann með hefðbundnum hætti fram að þessu en við skulum sjá hvað gerist í kjölfar þessarar mótmælastöðu,“ segir Sólveig. Eru þetta hugsuð sem stök mótmæli eða ætlið þið að mótmæla frekar? „Það á eftir að koma í ljós. Við erum svo sannarlega tilbúin til þess að halda áfram að mótmæli ef þess þarf.“ Sviku loforð um að berjast gegn launaþjófnaði Sólveig segir launaþjófnað stórkostlegt vandamál sem þurfi að uppræta strax. Áhugaleysi stjórnvalda hafi leyft honum að grassera óáreittum. Er launaþjófnaður sem þessi víða í samfélaginu? „Launaþjófnaður er ein stærsta meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Við höfum verið að berjast gegn honum og berjast fyrir viðurlögum allt frá árinu 2018. Því miður hefur það verið svo að enginn áhugi hefur verið á málinu hjá stjórnvöldum,“ segir Sólveig. „Okkur var í raun lofað þegar við undirrituðum Lífskjarasamningana að barist yrði gegn launaþjófnaði. Það loforð var svikið, því miður. Þess vegna þurfum við að halda hér áfram,“ segir hún að lokum.
Stéttarfélög Veitingastaðir Innflytjendamál Kjaramál Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira