Mikilvægi vísinda í þróun endurhæfingarstarfs á Reykjalundi Marta Guðjónsdóttir skrifar 13. september 2024 09:45 Á fallegum stað í Mosfellsbæ er Reykjalundur endurhæfing ehf, stærsta endurhæfingarstöð landsins. Þar fá árlega 1400 einstaklingar með fjölþættan vanda, læknisfræðilega þverfaglega endurhæfingu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Reykjalundur hefur haft vísindarannsóknir í stefnu sinni um áratuga skeið og unnið markvisst að uppbyggingu innviða fyrir rannsóknir. Staða rannsóknarstjóra var sett á fót 1999, þriggja manna vísindaráð stofnað 2004 og vísindasjóður Reykjalundar úthlutaði fyrstu styrkjum 2006. Vísindadagur Reykjalundar hefur verið haldinn árlega síðan 2004, með kynningum á niðurstöðum rannsókna starfsmanna Reykjalundar og nemenda þeirra. Á sama tíma hefur verið mikill vöxtur og þróun í háskólastarfi á Íslandi þar sem fjöldi nemenda í meistara- og doktorsnámi hefur vaxið hratt. Því hefur þörf fyrir þekkingu og aðstöðu til að þjálfa nemendur bæði í verknámi og vísindum aukist mjög. Á Reykjalundi er meirihluti starfsmanna með háskólamenntun og vaxandi hluti þeirra með framhaldsmenntun (meistara- og doktorsgráður). Hátt menntunarstig og sú reynsla í vísindastarfi, sem margir starfsmenn Reykjalundar hafa, er forsenda þess að þeir eru í stakk búnir til að sinna kennslu og vísindalegri þjálfun háskólanema. Í gildi eru samningar milli Reykjalundar og Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri um kennslu og vísindi. Hvernig hefur svo tekist til, hver er vísindavirknin á Reykjalundi? Ef notaðir eru viðurkenndir mælikvarðar á vísindavirkni svo sem fjöldi nemenda sem hafa lokið rannsóknarverkefnum, birtar vísindagreinar og fjöldi verkefna sem fengið hafa styrki úr samkeppnissjóðum kemur í ljós að virknin á Reykjalundi er veruleg. Alls hafa 57 nemendur lokið meistaranámsverkefni á Reykjalundi, 26 nemendur bakkalárverkefni og einn nemandi lokið doktorsverkefni, allt undir leiðsögn starfsmanna Reykjalundar í nánu samstarfi við háskólana. Á vísindadegi Reykjalundar hafa undanfarin ár verið 6-8 erindi ár hvert um niðurstöður rannsókna á Reykjalundi. Síðastliðin 15 ár hafa ein til fjórar vísindagreinar verið birtar á ári í viðurkenndum ritrýndum vísindatímaritum. Þegar þetta er ritað eru nokkur verkefni í gangi í samstarfi við aðrar stofnanir innanlands og utan. Má þar nefna fýsileikarannsókn á ReDO® íhlutuninni, sem er hópíhlutun byggð á iðjuþjálfun með það markmið að gera fólki fært að snúa aftur til vinnu eða í aðra virkni. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Háskólana í Lundi og Halmstad í Svíþjóð, Háskólana í Osló og á Akureyri og hefur fengið styrki frá VIRK og Svíþjóð. Einnig er vert að nefna MicroFIBERgut, sem er rannsókn á áhrifum lífstílsbreytinga og kítósan fæðubótarefnis á þarmaflóru íslenskra kvenna. Rannsóknin er samstarfsverkefni Reykjalundar, Matís, Háskóla Íslands og Primex ehf og var styrkt af Tækniþróunarsjóði hjá Rannís. Nú er evrópskt rannsóknarverkefni í undirbúningi sem Reykjalundur tekur þátt í fyrir Íslands hönd. Verkefnið fjallar um langvinna öndunarfærasjúkdóma og er á vegum EU4Health Programme sem er styrkt af Evrópusambandinu. Mörg önnur rannsóknarverkefni eru í gangi á Reykjalundi sem ekki hafa verið talin upp hér. Um þau, nemaverkefnin, greinabirtingar og allt það sem tengist vísindum á Reykjalundi má lesa um á heimasíðu Reykjalundar, á slóðinni: https://www.reykjalundur.is/visindi-og-kennsla/ En til hvers vísindavinnu í endurhæfingu á Íslandi? Getum við ekki bara notað niðurstöður erlendra aðila sem stunda rannsóknir? Forstöðumaður vísinda á Landspítala, Magnús Gottfreðsson, svaraði seinni spurningunni í viðtali við Læknablaðið nýlega þar sem hann segir meðal annars: „Vísindastarfsemi hefur mikil menningarleg áhrif innan þeirrar stofnunar þar sem hún er stunduð…..þar sem verið er að búa til þekkinguna og starfsmenn eru gagnrýnir og mun færari um að taka upp nýjungar og kasta gömlum hugmyndum“ (Læknablaðið 6.tbl, 110 árg, 2024). Þetta kom heldur betur á daginn haustið 2020 þegar beiðnir fóru að berast á Reykjalund um endurhæfingu fólks með langvinn einkenni eftir Covid-19 veikindi. Þá reyndi svo sannarlega á klíníska reynslu starfsmanna, gagnrýna hugsun og vísindaleg vinnubrögð til að takast á við afleiðingar nýs sjúkdóms. Þverfagleg samvinna þvert á meðferðarteymi þar sem allir lögðu sitt á vogarskálarnar leiddi af sér meðferð, bæði almenna og sértæka, sem gaf mjög góðan árangur. Hvernig vitum við á Reykjalundi að árangurinn af meðferðinni var góður? Jú, við gerðum á því vísindarannsókn með leyfi vísindasiðanefndar, því það er leiðin til að svara slíkri spurningu. Ekki leikur nokkur vafi á gildi vísinda í starfsemi Reykjalundar á þeirri vegferð að vera leiðandi afl í endurhæfingu á Íslandi. Vísindi á Reykjalundi skapa grundvöll fyrir áframhaldandi þróun í læknisfræðilegri þverfaglegri endurhæfingu og gera Reykjalundi jafnframt kleift að leggja sitt af mörkum í góðri menntun og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Höfundur er rannsóknarstjóri á Reykjalundi og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Á fallegum stað í Mosfellsbæ er Reykjalundur endurhæfing ehf, stærsta endurhæfingarstöð landsins. Þar fá árlega 1400 einstaklingar með fjölþættan vanda, læknisfræðilega þverfaglega endurhæfingu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Reykjalundur hefur haft vísindarannsóknir í stefnu sinni um áratuga skeið og unnið markvisst að uppbyggingu innviða fyrir rannsóknir. Staða rannsóknarstjóra var sett á fót 1999, þriggja manna vísindaráð stofnað 2004 og vísindasjóður Reykjalundar úthlutaði fyrstu styrkjum 2006. Vísindadagur Reykjalundar hefur verið haldinn árlega síðan 2004, með kynningum á niðurstöðum rannsókna starfsmanna Reykjalundar og nemenda þeirra. Á sama tíma hefur verið mikill vöxtur og þróun í háskólastarfi á Íslandi þar sem fjöldi nemenda í meistara- og doktorsnámi hefur vaxið hratt. Því hefur þörf fyrir þekkingu og aðstöðu til að þjálfa nemendur bæði í verknámi og vísindum aukist mjög. Á Reykjalundi er meirihluti starfsmanna með háskólamenntun og vaxandi hluti þeirra með framhaldsmenntun (meistara- og doktorsgráður). Hátt menntunarstig og sú reynsla í vísindastarfi, sem margir starfsmenn Reykjalundar hafa, er forsenda þess að þeir eru í stakk búnir til að sinna kennslu og vísindalegri þjálfun háskólanema. Í gildi eru samningar milli Reykjalundar og Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri um kennslu og vísindi. Hvernig hefur svo tekist til, hver er vísindavirknin á Reykjalundi? Ef notaðir eru viðurkenndir mælikvarðar á vísindavirkni svo sem fjöldi nemenda sem hafa lokið rannsóknarverkefnum, birtar vísindagreinar og fjöldi verkefna sem fengið hafa styrki úr samkeppnissjóðum kemur í ljós að virknin á Reykjalundi er veruleg. Alls hafa 57 nemendur lokið meistaranámsverkefni á Reykjalundi, 26 nemendur bakkalárverkefni og einn nemandi lokið doktorsverkefni, allt undir leiðsögn starfsmanna Reykjalundar í nánu samstarfi við háskólana. Á vísindadegi Reykjalundar hafa undanfarin ár verið 6-8 erindi ár hvert um niðurstöður rannsókna á Reykjalundi. Síðastliðin 15 ár hafa ein til fjórar vísindagreinar verið birtar á ári í viðurkenndum ritrýndum vísindatímaritum. Þegar þetta er ritað eru nokkur verkefni í gangi í samstarfi við aðrar stofnanir innanlands og utan. Má þar nefna fýsileikarannsókn á ReDO® íhlutuninni, sem er hópíhlutun byggð á iðjuþjálfun með það markmið að gera fólki fært að snúa aftur til vinnu eða í aðra virkni. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Háskólana í Lundi og Halmstad í Svíþjóð, Háskólana í Osló og á Akureyri og hefur fengið styrki frá VIRK og Svíþjóð. Einnig er vert að nefna MicroFIBERgut, sem er rannsókn á áhrifum lífstílsbreytinga og kítósan fæðubótarefnis á þarmaflóru íslenskra kvenna. Rannsóknin er samstarfsverkefni Reykjalundar, Matís, Háskóla Íslands og Primex ehf og var styrkt af Tækniþróunarsjóði hjá Rannís. Nú er evrópskt rannsóknarverkefni í undirbúningi sem Reykjalundur tekur þátt í fyrir Íslands hönd. Verkefnið fjallar um langvinna öndunarfærasjúkdóma og er á vegum EU4Health Programme sem er styrkt af Evrópusambandinu. Mörg önnur rannsóknarverkefni eru í gangi á Reykjalundi sem ekki hafa verið talin upp hér. Um þau, nemaverkefnin, greinabirtingar og allt það sem tengist vísindum á Reykjalundi má lesa um á heimasíðu Reykjalundar, á slóðinni: https://www.reykjalundur.is/visindi-og-kennsla/ En til hvers vísindavinnu í endurhæfingu á Íslandi? Getum við ekki bara notað niðurstöður erlendra aðila sem stunda rannsóknir? Forstöðumaður vísinda á Landspítala, Magnús Gottfreðsson, svaraði seinni spurningunni í viðtali við Læknablaðið nýlega þar sem hann segir meðal annars: „Vísindastarfsemi hefur mikil menningarleg áhrif innan þeirrar stofnunar þar sem hún er stunduð…..þar sem verið er að búa til þekkinguna og starfsmenn eru gagnrýnir og mun færari um að taka upp nýjungar og kasta gömlum hugmyndum“ (Læknablaðið 6.tbl, 110 árg, 2024). Þetta kom heldur betur á daginn haustið 2020 þegar beiðnir fóru að berast á Reykjalund um endurhæfingu fólks með langvinn einkenni eftir Covid-19 veikindi. Þá reyndi svo sannarlega á klíníska reynslu starfsmanna, gagnrýna hugsun og vísindaleg vinnubrögð til að takast á við afleiðingar nýs sjúkdóms. Þverfagleg samvinna þvert á meðferðarteymi þar sem allir lögðu sitt á vogarskálarnar leiddi af sér meðferð, bæði almenna og sértæka, sem gaf mjög góðan árangur. Hvernig vitum við á Reykjalundi að árangurinn af meðferðinni var góður? Jú, við gerðum á því vísindarannsókn með leyfi vísindasiðanefndar, því það er leiðin til að svara slíkri spurningu. Ekki leikur nokkur vafi á gildi vísinda í starfsemi Reykjalundar á þeirri vegferð að vera leiðandi afl í endurhæfingu á Íslandi. Vísindi á Reykjalundi skapa grundvöll fyrir áframhaldandi þróun í læknisfræðilegri þverfaglegri endurhæfingu og gera Reykjalundi jafnframt kleift að leggja sitt af mörkum í góðri menntun og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Höfundur er rannsóknarstjóri á Reykjalundi og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun