Mikilvægi vísinda í þróun endurhæfingarstarfs á Reykjalundi Marta Guðjónsdóttir skrifar 13. september 2024 09:45 Á fallegum stað í Mosfellsbæ er Reykjalundur endurhæfing ehf, stærsta endurhæfingarstöð landsins. Þar fá árlega 1400 einstaklingar með fjölþættan vanda, læknisfræðilega þverfaglega endurhæfingu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Reykjalundur hefur haft vísindarannsóknir í stefnu sinni um áratuga skeið og unnið markvisst að uppbyggingu innviða fyrir rannsóknir. Staða rannsóknarstjóra var sett á fót 1999, þriggja manna vísindaráð stofnað 2004 og vísindasjóður Reykjalundar úthlutaði fyrstu styrkjum 2006. Vísindadagur Reykjalundar hefur verið haldinn árlega síðan 2004, með kynningum á niðurstöðum rannsókna starfsmanna Reykjalundar og nemenda þeirra. Á sama tíma hefur verið mikill vöxtur og þróun í háskólastarfi á Íslandi þar sem fjöldi nemenda í meistara- og doktorsnámi hefur vaxið hratt. Því hefur þörf fyrir þekkingu og aðstöðu til að þjálfa nemendur bæði í verknámi og vísindum aukist mjög. Á Reykjalundi er meirihluti starfsmanna með háskólamenntun og vaxandi hluti þeirra með framhaldsmenntun (meistara- og doktorsgráður). Hátt menntunarstig og sú reynsla í vísindastarfi, sem margir starfsmenn Reykjalundar hafa, er forsenda þess að þeir eru í stakk búnir til að sinna kennslu og vísindalegri þjálfun háskólanema. Í gildi eru samningar milli Reykjalundar og Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri um kennslu og vísindi. Hvernig hefur svo tekist til, hver er vísindavirknin á Reykjalundi? Ef notaðir eru viðurkenndir mælikvarðar á vísindavirkni svo sem fjöldi nemenda sem hafa lokið rannsóknarverkefnum, birtar vísindagreinar og fjöldi verkefna sem fengið hafa styrki úr samkeppnissjóðum kemur í ljós að virknin á Reykjalundi er veruleg. Alls hafa 57 nemendur lokið meistaranámsverkefni á Reykjalundi, 26 nemendur bakkalárverkefni og einn nemandi lokið doktorsverkefni, allt undir leiðsögn starfsmanna Reykjalundar í nánu samstarfi við háskólana. Á vísindadegi Reykjalundar hafa undanfarin ár verið 6-8 erindi ár hvert um niðurstöður rannsókna á Reykjalundi. Síðastliðin 15 ár hafa ein til fjórar vísindagreinar verið birtar á ári í viðurkenndum ritrýndum vísindatímaritum. Þegar þetta er ritað eru nokkur verkefni í gangi í samstarfi við aðrar stofnanir innanlands og utan. Má þar nefna fýsileikarannsókn á ReDO® íhlutuninni, sem er hópíhlutun byggð á iðjuþjálfun með það markmið að gera fólki fært að snúa aftur til vinnu eða í aðra virkni. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Háskólana í Lundi og Halmstad í Svíþjóð, Háskólana í Osló og á Akureyri og hefur fengið styrki frá VIRK og Svíþjóð. Einnig er vert að nefna MicroFIBERgut, sem er rannsókn á áhrifum lífstílsbreytinga og kítósan fæðubótarefnis á þarmaflóru íslenskra kvenna. Rannsóknin er samstarfsverkefni Reykjalundar, Matís, Háskóla Íslands og Primex ehf og var styrkt af Tækniþróunarsjóði hjá Rannís. Nú er evrópskt rannsóknarverkefni í undirbúningi sem Reykjalundur tekur þátt í fyrir Íslands hönd. Verkefnið fjallar um langvinna öndunarfærasjúkdóma og er á vegum EU4Health Programme sem er styrkt af Evrópusambandinu. Mörg önnur rannsóknarverkefni eru í gangi á Reykjalundi sem ekki hafa verið talin upp hér. Um þau, nemaverkefnin, greinabirtingar og allt það sem tengist vísindum á Reykjalundi má lesa um á heimasíðu Reykjalundar, á slóðinni: https://www.reykjalundur.is/visindi-og-kennsla/ En til hvers vísindavinnu í endurhæfingu á Íslandi? Getum við ekki bara notað niðurstöður erlendra aðila sem stunda rannsóknir? Forstöðumaður vísinda á Landspítala, Magnús Gottfreðsson, svaraði seinni spurningunni í viðtali við Læknablaðið nýlega þar sem hann segir meðal annars: „Vísindastarfsemi hefur mikil menningarleg áhrif innan þeirrar stofnunar þar sem hún er stunduð…..þar sem verið er að búa til þekkinguna og starfsmenn eru gagnrýnir og mun færari um að taka upp nýjungar og kasta gömlum hugmyndum“ (Læknablaðið 6.tbl, 110 árg, 2024). Þetta kom heldur betur á daginn haustið 2020 þegar beiðnir fóru að berast á Reykjalund um endurhæfingu fólks með langvinn einkenni eftir Covid-19 veikindi. Þá reyndi svo sannarlega á klíníska reynslu starfsmanna, gagnrýna hugsun og vísindaleg vinnubrögð til að takast á við afleiðingar nýs sjúkdóms. Þverfagleg samvinna þvert á meðferðarteymi þar sem allir lögðu sitt á vogarskálarnar leiddi af sér meðferð, bæði almenna og sértæka, sem gaf mjög góðan árangur. Hvernig vitum við á Reykjalundi að árangurinn af meðferðinni var góður? Jú, við gerðum á því vísindarannsókn með leyfi vísindasiðanefndar, því það er leiðin til að svara slíkri spurningu. Ekki leikur nokkur vafi á gildi vísinda í starfsemi Reykjalundar á þeirri vegferð að vera leiðandi afl í endurhæfingu á Íslandi. Vísindi á Reykjalundi skapa grundvöll fyrir áframhaldandi þróun í læknisfræðilegri þverfaglegri endurhæfingu og gera Reykjalundi jafnframt kleift að leggja sitt af mörkum í góðri menntun og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Höfundur er rannsóknarstjóri á Reykjalundi og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Á fallegum stað í Mosfellsbæ er Reykjalundur endurhæfing ehf, stærsta endurhæfingarstöð landsins. Þar fá árlega 1400 einstaklingar með fjölþættan vanda, læknisfræðilega þverfaglega endurhæfingu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Reykjalundur hefur haft vísindarannsóknir í stefnu sinni um áratuga skeið og unnið markvisst að uppbyggingu innviða fyrir rannsóknir. Staða rannsóknarstjóra var sett á fót 1999, þriggja manna vísindaráð stofnað 2004 og vísindasjóður Reykjalundar úthlutaði fyrstu styrkjum 2006. Vísindadagur Reykjalundar hefur verið haldinn árlega síðan 2004, með kynningum á niðurstöðum rannsókna starfsmanna Reykjalundar og nemenda þeirra. Á sama tíma hefur verið mikill vöxtur og þróun í háskólastarfi á Íslandi þar sem fjöldi nemenda í meistara- og doktorsnámi hefur vaxið hratt. Því hefur þörf fyrir þekkingu og aðstöðu til að þjálfa nemendur bæði í verknámi og vísindum aukist mjög. Á Reykjalundi er meirihluti starfsmanna með háskólamenntun og vaxandi hluti þeirra með framhaldsmenntun (meistara- og doktorsgráður). Hátt menntunarstig og sú reynsla í vísindastarfi, sem margir starfsmenn Reykjalundar hafa, er forsenda þess að þeir eru í stakk búnir til að sinna kennslu og vísindalegri þjálfun háskólanema. Í gildi eru samningar milli Reykjalundar og Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri um kennslu og vísindi. Hvernig hefur svo tekist til, hver er vísindavirknin á Reykjalundi? Ef notaðir eru viðurkenndir mælikvarðar á vísindavirkni svo sem fjöldi nemenda sem hafa lokið rannsóknarverkefnum, birtar vísindagreinar og fjöldi verkefna sem fengið hafa styrki úr samkeppnissjóðum kemur í ljós að virknin á Reykjalundi er veruleg. Alls hafa 57 nemendur lokið meistaranámsverkefni á Reykjalundi, 26 nemendur bakkalárverkefni og einn nemandi lokið doktorsverkefni, allt undir leiðsögn starfsmanna Reykjalundar í nánu samstarfi við háskólana. Á vísindadegi Reykjalundar hafa undanfarin ár verið 6-8 erindi ár hvert um niðurstöður rannsókna á Reykjalundi. Síðastliðin 15 ár hafa ein til fjórar vísindagreinar verið birtar á ári í viðurkenndum ritrýndum vísindatímaritum. Þegar þetta er ritað eru nokkur verkefni í gangi í samstarfi við aðrar stofnanir innanlands og utan. Má þar nefna fýsileikarannsókn á ReDO® íhlutuninni, sem er hópíhlutun byggð á iðjuþjálfun með það markmið að gera fólki fært að snúa aftur til vinnu eða í aðra virkni. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Háskólana í Lundi og Halmstad í Svíþjóð, Háskólana í Osló og á Akureyri og hefur fengið styrki frá VIRK og Svíþjóð. Einnig er vert að nefna MicroFIBERgut, sem er rannsókn á áhrifum lífstílsbreytinga og kítósan fæðubótarefnis á þarmaflóru íslenskra kvenna. Rannsóknin er samstarfsverkefni Reykjalundar, Matís, Háskóla Íslands og Primex ehf og var styrkt af Tækniþróunarsjóði hjá Rannís. Nú er evrópskt rannsóknarverkefni í undirbúningi sem Reykjalundur tekur þátt í fyrir Íslands hönd. Verkefnið fjallar um langvinna öndunarfærasjúkdóma og er á vegum EU4Health Programme sem er styrkt af Evrópusambandinu. Mörg önnur rannsóknarverkefni eru í gangi á Reykjalundi sem ekki hafa verið talin upp hér. Um þau, nemaverkefnin, greinabirtingar og allt það sem tengist vísindum á Reykjalundi má lesa um á heimasíðu Reykjalundar, á slóðinni: https://www.reykjalundur.is/visindi-og-kennsla/ En til hvers vísindavinnu í endurhæfingu á Íslandi? Getum við ekki bara notað niðurstöður erlendra aðila sem stunda rannsóknir? Forstöðumaður vísinda á Landspítala, Magnús Gottfreðsson, svaraði seinni spurningunni í viðtali við Læknablaðið nýlega þar sem hann segir meðal annars: „Vísindastarfsemi hefur mikil menningarleg áhrif innan þeirrar stofnunar þar sem hún er stunduð…..þar sem verið er að búa til þekkinguna og starfsmenn eru gagnrýnir og mun færari um að taka upp nýjungar og kasta gömlum hugmyndum“ (Læknablaðið 6.tbl, 110 árg, 2024). Þetta kom heldur betur á daginn haustið 2020 þegar beiðnir fóru að berast á Reykjalund um endurhæfingu fólks með langvinn einkenni eftir Covid-19 veikindi. Þá reyndi svo sannarlega á klíníska reynslu starfsmanna, gagnrýna hugsun og vísindaleg vinnubrögð til að takast á við afleiðingar nýs sjúkdóms. Þverfagleg samvinna þvert á meðferðarteymi þar sem allir lögðu sitt á vogarskálarnar leiddi af sér meðferð, bæði almenna og sértæka, sem gaf mjög góðan árangur. Hvernig vitum við á Reykjalundi að árangurinn af meðferðinni var góður? Jú, við gerðum á því vísindarannsókn með leyfi vísindasiðanefndar, því það er leiðin til að svara slíkri spurningu. Ekki leikur nokkur vafi á gildi vísinda í starfsemi Reykjalundar á þeirri vegferð að vera leiðandi afl í endurhæfingu á Íslandi. Vísindi á Reykjalundi skapa grundvöll fyrir áframhaldandi þróun í læknisfræðilegri þverfaglegri endurhæfingu og gera Reykjalundi jafnframt kleift að leggja sitt af mörkum í góðri menntun og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Höfundur er rannsóknarstjóri á Reykjalundi og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun