Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 11. september 2024 15:01 Þegar félagi í hóp greinist með krabbamein getur stuðningur hópsins skipt miklu máli. Rannsóknir sýna að góður stuðningur hefur meðal annars áhrif á jákvæðara viðhorf og betri lífsgæði hjá þeim sem greinist með krabbameinið. Það getur þó reynst erfitt að bjóða fram aðstoðina ef þið eruð ekki viss hvað er best að gera. Hér koma fimm ráð til að hjálpa ykkur að taka skrefið. 1) Hagnýt atriði. Það er yfirleitt nóg af erindum sem þarf að sinna á flestum heimilum og þeim fækkar ekki þegar krabbameinsveikindi koma upp. Hópurinn getur því boðist til að versla inn, útbúa kvöldmáltíðir, brjóta saman þvottinn, fara með bílinn í dekkjaskipti, vökva blómin, bjóða í mat og skutla í læknisheimsóknir. Ef börn eru á heimilinu má bjóða fram pössun eða sækja og skutla þeim í skóla og tómstundir. 2) Sálrænn stuðningur. Gott samtal getur gert gæfumuninn. Ef þið eruð ekki viss hvað sé best að segja er óþarfi að hafa áhyggjur af því. Hér snýst hlutverkið um að vera góður hlustandi. Leyfðu þeim krabbameinsgreinda að segja líðan síðan, hlæja og gráta án þess að koma með lausnir við áhyggjum hans, tilfinningum eða vangaveltum. Reyndu að gefa ekki gefa óumbeðin ráð, hvorki við mögulegum meðferðarúrræðum, bætiefnum eða bættari líðan. Létt snerting, bros og að kinka kolli bendir til þess að þú sért að hlusta af einlægni. 3) Félagsleg virkni. Ein af afleiðingum krabbameinsveikinda er félagsleg einangrun. Geta og úthald breytist og þátttakan þar af leiðandi líka. Reynið að sýna þessum breyttu þörfum skilning. Mikilvægt er að hópurinn haldi áfram að vera í sambandi, bæði til að spjalla um daginn og veginn og til að láta vita af viðburðum og hittingum hjá hópnum. 4) Andleg heilsa. Krabbameinsferlið er krefjandi og hefur mikil áhrif á andlega heilsu. Að sýna breyttum þörfum skilning, skipuleggja hluti sem veita gleði, henta betur og stuðla að uppbyggilegu og jákvæðu umhverfi skiptir máli. Þetta getur verið að njóta náttúrunnar í formi göngutúra, hugleiðslur eða slökun og eiga skemmtilega samræður um allt annað en veikindin. 5) Hreinskilin samskipti. Þarfir einstaklinga eru misjafnar og það á líka við um þörfina fyrir stuðning. Hópurinn getur komið með hugmyndir að stuðningi en best er að taka samtalið um hvernig aðstoð hentar hverju sinni. Við höfum ólíka eiginleika og til að hver og einn í hópnum geti nýtt sína eiginleika sem best er ekki síður mikilvægt að samtöl innan hópsins séu virk og hreinskilin. Svo má ekki gleyma að ferlið getur verið langt og þörfin fyrir stuðning er ekki minni þó lengra sé liðið frá krabbameinsgreiningunni. Í dag hrindum við af stað verkefni sem sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þjónustuþegarnir okkar tilheyra. Með verkefninu viljum við efla hópana í kringum fólkið okkar svo að þau sem greinast með krabbamein fái sem mestan stuðning í gegnum sitt ferli. Á sama tíma hvetjum við vinahópa, saumaklúbba, gönguhópa, sjósundsgrúbbur, kóra, fjölskylduhópa og alla hina hópana til að sjá hag sinn í því að gerast Ljósavinir. Þannig tryggjum við að endurhæfingarstarfið geti áfram tekið á móti þeim sem greinast með krabbamein, án kostnaðar eða biðlista. Nánast öll þjónusta Ljóssins er veitt án endurgjalds og tryggir mánaðarlegt framlag Ljósavina meðal annars ókeypis námskeið og fræðslu, líkamlega endurhæfingu og viðtöl hjá fagaðilum eins og iðjuþjálfa, sálfræðingi, sjúkraþjálfa og fjölskyldumeðferðarfræðingi. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar félagi í hóp greinist með krabbamein getur stuðningur hópsins skipt miklu máli. Rannsóknir sýna að góður stuðningur hefur meðal annars áhrif á jákvæðara viðhorf og betri lífsgæði hjá þeim sem greinist með krabbameinið. Það getur þó reynst erfitt að bjóða fram aðstoðina ef þið eruð ekki viss hvað er best að gera. Hér koma fimm ráð til að hjálpa ykkur að taka skrefið. 1) Hagnýt atriði. Það er yfirleitt nóg af erindum sem þarf að sinna á flestum heimilum og þeim fækkar ekki þegar krabbameinsveikindi koma upp. Hópurinn getur því boðist til að versla inn, útbúa kvöldmáltíðir, brjóta saman þvottinn, fara með bílinn í dekkjaskipti, vökva blómin, bjóða í mat og skutla í læknisheimsóknir. Ef börn eru á heimilinu má bjóða fram pössun eða sækja og skutla þeim í skóla og tómstundir. 2) Sálrænn stuðningur. Gott samtal getur gert gæfumuninn. Ef þið eruð ekki viss hvað sé best að segja er óþarfi að hafa áhyggjur af því. Hér snýst hlutverkið um að vera góður hlustandi. Leyfðu þeim krabbameinsgreinda að segja líðan síðan, hlæja og gráta án þess að koma með lausnir við áhyggjum hans, tilfinningum eða vangaveltum. Reyndu að gefa ekki gefa óumbeðin ráð, hvorki við mögulegum meðferðarúrræðum, bætiefnum eða bættari líðan. Létt snerting, bros og að kinka kolli bendir til þess að þú sért að hlusta af einlægni. 3) Félagsleg virkni. Ein af afleiðingum krabbameinsveikinda er félagsleg einangrun. Geta og úthald breytist og þátttakan þar af leiðandi líka. Reynið að sýna þessum breyttu þörfum skilning. Mikilvægt er að hópurinn haldi áfram að vera í sambandi, bæði til að spjalla um daginn og veginn og til að láta vita af viðburðum og hittingum hjá hópnum. 4) Andleg heilsa. Krabbameinsferlið er krefjandi og hefur mikil áhrif á andlega heilsu. Að sýna breyttum þörfum skilning, skipuleggja hluti sem veita gleði, henta betur og stuðla að uppbyggilegu og jákvæðu umhverfi skiptir máli. Þetta getur verið að njóta náttúrunnar í formi göngutúra, hugleiðslur eða slökun og eiga skemmtilega samræður um allt annað en veikindin. 5) Hreinskilin samskipti. Þarfir einstaklinga eru misjafnar og það á líka við um þörfina fyrir stuðning. Hópurinn getur komið með hugmyndir að stuðningi en best er að taka samtalið um hvernig aðstoð hentar hverju sinni. Við höfum ólíka eiginleika og til að hver og einn í hópnum geti nýtt sína eiginleika sem best er ekki síður mikilvægt að samtöl innan hópsins séu virk og hreinskilin. Svo má ekki gleyma að ferlið getur verið langt og þörfin fyrir stuðning er ekki minni þó lengra sé liðið frá krabbameinsgreiningunni. Í dag hrindum við af stað verkefni sem sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þjónustuþegarnir okkar tilheyra. Með verkefninu viljum við efla hópana í kringum fólkið okkar svo að þau sem greinast með krabbamein fái sem mestan stuðning í gegnum sitt ferli. Á sama tíma hvetjum við vinahópa, saumaklúbba, gönguhópa, sjósundsgrúbbur, kóra, fjölskylduhópa og alla hina hópana til að sjá hag sinn í því að gerast Ljósavinir. Þannig tryggjum við að endurhæfingarstarfið geti áfram tekið á móti þeim sem greinast með krabbamein, án kostnaðar eða biðlista. Nánast öll þjónusta Ljóssins er veitt án endurgjalds og tryggir mánaðarlegt framlag Ljósavina meðal annars ókeypis námskeið og fræðslu, líkamlega endurhæfingu og viðtöl hjá fagaðilum eins og iðjuþjálfa, sálfræðingi, sjúkraþjálfa og fjölskyldumeðferðarfræðingi. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun