Rannsóknarleit Selfossveitna heldur áfram að skila árangri Sveinn Ægir Birgisson skrifar 9. september 2024 09:31 Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi samfélag sem hefur tekist á við talsverðar áskoranir á undanförnum árum. Selfossveitur sjá sveitarfélaginu fyrir heitu vatni og hafa svo sannarlega fundið fyrir vextinum. Veitan hefur þurft að stækka í takt við aukna eftirspurn og var því aukinn kraftur settur í rannsóknarleit eftir heitu vatni strax í upphafi kjörtímabilsins, árið 2022. Þessi áhersla á aukna rannsóknarleit hefur nú þegar skilað árangri. Veitan var kominn að þolmörkum Þegar nýr meirihluti tók við vorið 2022 var veitan kominn að þolmörkum. Samþykkt byggingaráform voru orðinn meiri en geta Selfossveitna og því þurfti að takmarka útgáfu byggingarleyfa tímabundið. Veturinn 2022-2023 var veitunni þungbær þar sem löng kuldatíð og eldsvoði í dæluhúsi varð til þess að orkuöflun hitaveitunnar skertist um tíma. Viðbragðsáætlun Selfossveitna var því virkjuð. Fyrsta stig viðbragðsáætlunar var að biðja íbúa um að fara sparlega með heitt vatn og lækka í snjóbræðslum á gervigrasvöllum. Því miður þurfti að grípa til næsta stigs sem var að loka sundlaugum og var útisvæði Sundhallar Selfoss lokað í 5 vikur ásamt því var hitinn lækkaður í öllum skóla- og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu. Á þessu tímabili var hámarksálag hjá Selfossveitum á afhendingu af heitu vatni, þó búið væri að grípa til fyrrgreindra aðgerða. Mesta afhendingargeta síðustu ára var um 300 lítra á sekúndu. Árangur í orkuöflun og breytt staða Jákvæðar fréttir bárust síðan í febrúar 2023 þegar vinnanlegt magn af um 85 gráðu heitu vatni fannst við rannsóknarleit á norðurbakka Ölfusár. Borholan ber nafnið SE-40 og gefur um 30 lítra á sekúndu. Framkvæmdir hófust strax við byggingu á dæluhúsi og lagningu nýrrar stofnlagnar undir Ölfusárbrú ásamt öðrum lögnum til að tengjast núverandi dreifikerfi. Þessi nýja vinnsluhola eykur afköst Selfossveitna um 10% en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun á næstu vikum. Aftur bárust jákvæð tíðindi í mars á þessu ári þegar jarðhitaleit á suðurbakka Ölfusár við Hótel Selfoss skilaði árangri. Þar fannst hola sem ber nafnið SE-45 og skilar um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Hönnun á dæluhúsi er hafin og gert er ráð fyrir að hola verði kominn í notkun eftir um eitt ár. Í byrjun ágúst skilaði jarðhitaleitin aftur árangri við bakka Ölfusár. Í þetta sinn við enda götunnar Sóltúns þar sem holan, SE-46 gæti skilað um átta lítrum á sekúndu af yfir 80 gráðu heitu vatni. Fyrir ört vaxandi samfélag eru þetta góðar fréttir. (loftmynd af staðsetningu verðandi vinnsluhola) Rannsóknarleit og orkuöflun hvergi nærri hætt Staðsetning á þessum nýju vinnsluholum er mjög hagkvæm. Það er dýrmætt að hafa orkuöflunarsvæði svona nálægt byggð þar sem stutt er í dreifikerfið. Starfsmenn Selfossveitna vinna hörðum höndum að virkjun á þessum nýju holum sem tekur um 1-2 ár að koma inn á dreifikerfið. Leit eftir heitu vatni getur verið tímafrek, kostnaðarsöm og, því miður, ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Það er því virkilega ánægjulegt að rannsóknarleit Selfossveitna síðustu tvö ár sé að skila aukinni afkastagetu sem nemur um 53 lítrum á sekúndu, sem er góð viðbót við þá 300 lítra á sekúndu sem fyrir eru í kerfinu. Vinnunni er þó hvergi nærri lokið enda þurfum við að horfa mörg ár fram í tímann til að geta annað eftirspurn til framtíðar. Það er stefna núverandi meirihluta að rannsóknarleit Selfossveitna haldi áfram til að tryggja íbúum og fyrirtækjum heitt vatn til framtíðar í Árborg. Höfundur er formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi samfélag sem hefur tekist á við talsverðar áskoranir á undanförnum árum. Selfossveitur sjá sveitarfélaginu fyrir heitu vatni og hafa svo sannarlega fundið fyrir vextinum. Veitan hefur þurft að stækka í takt við aukna eftirspurn og var því aukinn kraftur settur í rannsóknarleit eftir heitu vatni strax í upphafi kjörtímabilsins, árið 2022. Þessi áhersla á aukna rannsóknarleit hefur nú þegar skilað árangri. Veitan var kominn að þolmörkum Þegar nýr meirihluti tók við vorið 2022 var veitan kominn að þolmörkum. Samþykkt byggingaráform voru orðinn meiri en geta Selfossveitna og því þurfti að takmarka útgáfu byggingarleyfa tímabundið. Veturinn 2022-2023 var veitunni þungbær þar sem löng kuldatíð og eldsvoði í dæluhúsi varð til þess að orkuöflun hitaveitunnar skertist um tíma. Viðbragðsáætlun Selfossveitna var því virkjuð. Fyrsta stig viðbragðsáætlunar var að biðja íbúa um að fara sparlega með heitt vatn og lækka í snjóbræðslum á gervigrasvöllum. Því miður þurfti að grípa til næsta stigs sem var að loka sundlaugum og var útisvæði Sundhallar Selfoss lokað í 5 vikur ásamt því var hitinn lækkaður í öllum skóla- og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu. Á þessu tímabili var hámarksálag hjá Selfossveitum á afhendingu af heitu vatni, þó búið væri að grípa til fyrrgreindra aðgerða. Mesta afhendingargeta síðustu ára var um 300 lítra á sekúndu. Árangur í orkuöflun og breytt staða Jákvæðar fréttir bárust síðan í febrúar 2023 þegar vinnanlegt magn af um 85 gráðu heitu vatni fannst við rannsóknarleit á norðurbakka Ölfusár. Borholan ber nafnið SE-40 og gefur um 30 lítra á sekúndu. Framkvæmdir hófust strax við byggingu á dæluhúsi og lagningu nýrrar stofnlagnar undir Ölfusárbrú ásamt öðrum lögnum til að tengjast núverandi dreifikerfi. Þessi nýja vinnsluhola eykur afköst Selfossveitna um 10% en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun á næstu vikum. Aftur bárust jákvæð tíðindi í mars á þessu ári þegar jarðhitaleit á suðurbakka Ölfusár við Hótel Selfoss skilaði árangri. Þar fannst hola sem ber nafnið SE-45 og skilar um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Hönnun á dæluhúsi er hafin og gert er ráð fyrir að hola verði kominn í notkun eftir um eitt ár. Í byrjun ágúst skilaði jarðhitaleitin aftur árangri við bakka Ölfusár. Í þetta sinn við enda götunnar Sóltúns þar sem holan, SE-46 gæti skilað um átta lítrum á sekúndu af yfir 80 gráðu heitu vatni. Fyrir ört vaxandi samfélag eru þetta góðar fréttir. (loftmynd af staðsetningu verðandi vinnsluhola) Rannsóknarleit og orkuöflun hvergi nærri hætt Staðsetning á þessum nýju vinnsluholum er mjög hagkvæm. Það er dýrmætt að hafa orkuöflunarsvæði svona nálægt byggð þar sem stutt er í dreifikerfið. Starfsmenn Selfossveitna vinna hörðum höndum að virkjun á þessum nýju holum sem tekur um 1-2 ár að koma inn á dreifikerfið. Leit eftir heitu vatni getur verið tímafrek, kostnaðarsöm og, því miður, ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Það er því virkilega ánægjulegt að rannsóknarleit Selfossveitna síðustu tvö ár sé að skila aukinni afkastagetu sem nemur um 53 lítrum á sekúndu, sem er góð viðbót við þá 300 lítra á sekúndu sem fyrir eru í kerfinu. Vinnunni er þó hvergi nærri lokið enda þurfum við að horfa mörg ár fram í tímann til að geta annað eftirspurn til framtíðar. Það er stefna núverandi meirihluta að rannsóknarleit Selfossveitna haldi áfram til að tryggja íbúum og fyrirtækjum heitt vatn til framtíðar í Árborg. Höfundur er formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar í Sveitarfélaginu Árborg.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun