Hvernig komum við í veg fyrir uppfærslu á afbrotaforritinu hjá ungum afbrotamönnum? Davíð Bergmann skrifar 6. september 2024 14:02 Ég á til með að hrósa Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir dómsuppkvaðningu yfir ungum manni sem var dæmdur fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og uppsöfnuð mál á dögunum. Þessi dómur hefur verið á milli tannanna á fólki og margir hafa látið í ljós í kommentakerfum netmiðlanna óánægju sína með dóminn og eru ekki sáttir með þessa dómsuppkvaðningu og telja hana ekki nógu harða. Ég fagna svona nálgun ef orðum fylgja efndir, þá er ég að tala um að það fari fram alvöru fræðsla á afplánunartíma og það sé gerð áætlun og unnið markvisst eftir henni þannig að þessi ungi maður átti sig á sínum gjörðum og hann sýni fram á alvöru iðrun. Líkur á að hann geri það eru ef hann þarf að horfast í augu við gjörðir sínar og fá fræðslu sem gefur honum raunveruleikasýn inn í hverjar afleiðingar ofbeldis eru og afbrota. Ég hef sjálfur barist fyrir svona nálgun í málefnum ungra afbrotamanna til margra áratuga og hef bent á vinnubrögð eins og Bretar hafa notað heiti sem heitir YOT „youth offending team“ og nota til þess 57. grein almennra hegningarlaga. Eins og gert er í þessu máli. Tekið úr dómnum: Samkvæmt öllu framangreindu og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Þegar litið er til þess að ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög, skýlausrar játningar, ungs aldurs og stöðu hans að öðru leyti þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Frestun á fullnustu refsingarinnar er jafnframt bundin sérstökum skilyrðum samkvæmt 1., 2. og 4. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Skal ákærði sæta umsjón í þrjú ár, í fyrstu umsjón og fyrirmælum af hálfu barnaverndaryfirvalda allt að 18 ára aldri en eftir það umsjón og fyrirmæli Fangelsismálastofnunar. Þá skal ákærði gangast undir dvöl á meðferðarheimili eftir frekari ákvörðun barnaverndaryfirvalda, að hámarki þar til 18 ára aldri er náð. Orðum skulu fylgja efndir Þegar ég er að tala um efndir þá er ég ekki að tala um að hann sitji fyrir framan sálfræðinga og kafi ofan í naflann á sér allan tímann. Það er hægt að samtvinna sálfræðimeðferð með íhlutun eins og „Learning by doing“, fara á vettvang og fræðast af alvöru. Ef ég ætti að koma með tillögu að fræðslu þá ætti þessi drengur þar sem hann beitir hníf að fá fræðslu hjá læknunum á Grensásdeildinni því þeir vinna oftast eftir á með afleiðingar alvarlegra ofbeldisbrota og geta afruglað bíómyndaveröldina í hausnum á honum. Eins ætti hann að fara og hitta sjúkraflutningamenn sem koma á vettvang svona mála, sem geta gert honum grein fyrir því hvað er stutt á milli lífs og dauða. Eins eigum við að nota mann eins og Tolla og strákana hans sem honum hefur tekist að gera að nýjum þjóðfélagsþegnum og nýtum. Tölum við menn sem hafa ákveðið að snúa sínu lífi við af alvöru. Það eru endalausir möguleikar. Það eina sem þarf er viljinn. Ég kalla eftir samstarfi með svona mönnum til að takast á við afbrot ungmenna. Ég er ekki talsmaður harðra refsinga en ég er talsmaður þess að fræða og byggja upp einstaklinga með alvöru vinnubrögðum. Svo er ég líka þeirrar skoðunar að ef menn haldi ekki skilorði með skilyrðum eigi að fylgja því eftir af fullum þunga og það eigi ekki að bíða heldur láta það gerast strax. Þá eigi að vera til viðunandi úrræði til að taka á móti honum ef þannig fer. Ég hef talað um það áður að mér hefur blöskrað að sjá menn snúa sér í myndavélina og gefa samfélaginu fuck-merki eftir dóma og jafnvel inni í dómsal. Ég vil gera þetta eins og Bretarnir gera, þegar ungir afbrotamenn koma fyrir dóm eiga þeir að bera bindi og eiga að vera vel til hafðir og þeir eiga að bera virðingu fyrir dómsvaldinu og sinni kurteisi um fram allt. Svona einstaklingi á að vera skipaður tilsjónarmaður sem framfylgir því að dómnum sé fylgt og hann á jafnframt að vera ábyrgur fyrir því á afplánunartíma. Ég er líka þeirrar skoðunar, eins og í Bretlandi, að ef viðkomandi sýnir raunverulega iðrun og vinnur í sínum málum af alvöru eigi þessi dómur aldrei að þvælast fyrir honum í framtíðinni. Hann á þá að fara í tættarann með viðhöfn sem útskrift og lífið á að halda áfram því það að refsa bara skilar takmörkuðum árangri, að koma því á framfæri hvað hann er vondur og hvað hann er andfélagslegur er ekki svarið í mínum huga heldur eigum við að nota tækifærið til að betra menn með öllum ráðum. Að lokum af því að við erum í þjóðarátaki gegn hnífaburði þá langar mig að skora á stjórnvöld að halda ráðstefnu eins og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlaði að gera hérna um árið sem mistókst hrapalega vegna þess að þeir sem voru boðaðir létu ekki sjá sig. Ekki bara með fólki í Fílabeinsturninum heldur með fólki sem hefur unnið vettvangsvinnu með góðum árangri eins og Tolli og fyrrverandi deildarstjóri Stuðla, Grétar Halldórsson, sem hefur hitt olnbogabörn og unnið með þeim síðan 1992. og fleirum og öllum þeim aðilum sem koma að þessum málaflokki. Annars eigum við að marka okkur þannig stefnu að við eigum ekki að þurfa að fara í átaksverkefni heldur á þetta að vera viðfangsefni hvers tíma fyrir sig. Höfundur er áhugamaður um að bæta samfélagið okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ég á til með að hrósa Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir dómsuppkvaðningu yfir ungum manni sem var dæmdur fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og uppsöfnuð mál á dögunum. Þessi dómur hefur verið á milli tannanna á fólki og margir hafa látið í ljós í kommentakerfum netmiðlanna óánægju sína með dóminn og eru ekki sáttir með þessa dómsuppkvaðningu og telja hana ekki nógu harða. Ég fagna svona nálgun ef orðum fylgja efndir, þá er ég að tala um að það fari fram alvöru fræðsla á afplánunartíma og það sé gerð áætlun og unnið markvisst eftir henni þannig að þessi ungi maður átti sig á sínum gjörðum og hann sýni fram á alvöru iðrun. Líkur á að hann geri það eru ef hann þarf að horfast í augu við gjörðir sínar og fá fræðslu sem gefur honum raunveruleikasýn inn í hverjar afleiðingar ofbeldis eru og afbrota. Ég hef sjálfur barist fyrir svona nálgun í málefnum ungra afbrotamanna til margra áratuga og hef bent á vinnubrögð eins og Bretar hafa notað heiti sem heitir YOT „youth offending team“ og nota til þess 57. grein almennra hegningarlaga. Eins og gert er í þessu máli. Tekið úr dómnum: Samkvæmt öllu framangreindu og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Þegar litið er til þess að ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög, skýlausrar játningar, ungs aldurs og stöðu hans að öðru leyti þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Frestun á fullnustu refsingarinnar er jafnframt bundin sérstökum skilyrðum samkvæmt 1., 2. og 4. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Skal ákærði sæta umsjón í þrjú ár, í fyrstu umsjón og fyrirmælum af hálfu barnaverndaryfirvalda allt að 18 ára aldri en eftir það umsjón og fyrirmæli Fangelsismálastofnunar. Þá skal ákærði gangast undir dvöl á meðferðarheimili eftir frekari ákvörðun barnaverndaryfirvalda, að hámarki þar til 18 ára aldri er náð. Orðum skulu fylgja efndir Þegar ég er að tala um efndir þá er ég ekki að tala um að hann sitji fyrir framan sálfræðinga og kafi ofan í naflann á sér allan tímann. Það er hægt að samtvinna sálfræðimeðferð með íhlutun eins og „Learning by doing“, fara á vettvang og fræðast af alvöru. Ef ég ætti að koma með tillögu að fræðslu þá ætti þessi drengur þar sem hann beitir hníf að fá fræðslu hjá læknunum á Grensásdeildinni því þeir vinna oftast eftir á með afleiðingar alvarlegra ofbeldisbrota og geta afruglað bíómyndaveröldina í hausnum á honum. Eins ætti hann að fara og hitta sjúkraflutningamenn sem koma á vettvang svona mála, sem geta gert honum grein fyrir því hvað er stutt á milli lífs og dauða. Eins eigum við að nota mann eins og Tolla og strákana hans sem honum hefur tekist að gera að nýjum þjóðfélagsþegnum og nýtum. Tölum við menn sem hafa ákveðið að snúa sínu lífi við af alvöru. Það eru endalausir möguleikar. Það eina sem þarf er viljinn. Ég kalla eftir samstarfi með svona mönnum til að takast á við afbrot ungmenna. Ég er ekki talsmaður harðra refsinga en ég er talsmaður þess að fræða og byggja upp einstaklinga með alvöru vinnubrögðum. Svo er ég líka þeirrar skoðunar að ef menn haldi ekki skilorði með skilyrðum eigi að fylgja því eftir af fullum þunga og það eigi ekki að bíða heldur láta það gerast strax. Þá eigi að vera til viðunandi úrræði til að taka á móti honum ef þannig fer. Ég hef talað um það áður að mér hefur blöskrað að sjá menn snúa sér í myndavélina og gefa samfélaginu fuck-merki eftir dóma og jafnvel inni í dómsal. Ég vil gera þetta eins og Bretarnir gera, þegar ungir afbrotamenn koma fyrir dóm eiga þeir að bera bindi og eiga að vera vel til hafðir og þeir eiga að bera virðingu fyrir dómsvaldinu og sinni kurteisi um fram allt. Svona einstaklingi á að vera skipaður tilsjónarmaður sem framfylgir því að dómnum sé fylgt og hann á jafnframt að vera ábyrgur fyrir því á afplánunartíma. Ég er líka þeirrar skoðunar, eins og í Bretlandi, að ef viðkomandi sýnir raunverulega iðrun og vinnur í sínum málum af alvöru eigi þessi dómur aldrei að þvælast fyrir honum í framtíðinni. Hann á þá að fara í tættarann með viðhöfn sem útskrift og lífið á að halda áfram því það að refsa bara skilar takmörkuðum árangri, að koma því á framfæri hvað hann er vondur og hvað hann er andfélagslegur er ekki svarið í mínum huga heldur eigum við að nota tækifærið til að betra menn með öllum ráðum. Að lokum af því að við erum í þjóðarátaki gegn hnífaburði þá langar mig að skora á stjórnvöld að halda ráðstefnu eins og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlaði að gera hérna um árið sem mistókst hrapalega vegna þess að þeir sem voru boðaðir létu ekki sjá sig. Ekki bara með fólki í Fílabeinsturninum heldur með fólki sem hefur unnið vettvangsvinnu með góðum árangri eins og Tolli og fyrrverandi deildarstjóri Stuðla, Grétar Halldórsson, sem hefur hitt olnbogabörn og unnið með þeim síðan 1992. og fleirum og öllum þeim aðilum sem koma að þessum málaflokki. Annars eigum við að marka okkur þannig stefnu að við eigum ekki að þurfa að fara í átaksverkefni heldur á þetta að vera viðfangsefni hvers tíma fyrir sig. Höfundur er áhugamaður um að bæta samfélagið okkar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar