Hvernig komum við í veg fyrir uppfærslu á afbrotaforritinu hjá ungum afbrotamönnum? Davíð Bergmann skrifar 6. september 2024 14:02 Ég á til með að hrósa Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir dómsuppkvaðningu yfir ungum manni sem var dæmdur fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og uppsöfnuð mál á dögunum. Þessi dómur hefur verið á milli tannanna á fólki og margir hafa látið í ljós í kommentakerfum netmiðlanna óánægju sína með dóminn og eru ekki sáttir með þessa dómsuppkvaðningu og telja hana ekki nógu harða. Ég fagna svona nálgun ef orðum fylgja efndir, þá er ég að tala um að það fari fram alvöru fræðsla á afplánunartíma og það sé gerð áætlun og unnið markvisst eftir henni þannig að þessi ungi maður átti sig á sínum gjörðum og hann sýni fram á alvöru iðrun. Líkur á að hann geri það eru ef hann þarf að horfast í augu við gjörðir sínar og fá fræðslu sem gefur honum raunveruleikasýn inn í hverjar afleiðingar ofbeldis eru og afbrota. Ég hef sjálfur barist fyrir svona nálgun í málefnum ungra afbrotamanna til margra áratuga og hef bent á vinnubrögð eins og Bretar hafa notað heiti sem heitir YOT „youth offending team“ og nota til þess 57. grein almennra hegningarlaga. Eins og gert er í þessu máli. Tekið úr dómnum: Samkvæmt öllu framangreindu og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Þegar litið er til þess að ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög, skýlausrar játningar, ungs aldurs og stöðu hans að öðru leyti þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Frestun á fullnustu refsingarinnar er jafnframt bundin sérstökum skilyrðum samkvæmt 1., 2. og 4. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Skal ákærði sæta umsjón í þrjú ár, í fyrstu umsjón og fyrirmælum af hálfu barnaverndaryfirvalda allt að 18 ára aldri en eftir það umsjón og fyrirmæli Fangelsismálastofnunar. Þá skal ákærði gangast undir dvöl á meðferðarheimili eftir frekari ákvörðun barnaverndaryfirvalda, að hámarki þar til 18 ára aldri er náð. Orðum skulu fylgja efndir Þegar ég er að tala um efndir þá er ég ekki að tala um að hann sitji fyrir framan sálfræðinga og kafi ofan í naflann á sér allan tímann. Það er hægt að samtvinna sálfræðimeðferð með íhlutun eins og „Learning by doing“, fara á vettvang og fræðast af alvöru. Ef ég ætti að koma með tillögu að fræðslu þá ætti þessi drengur þar sem hann beitir hníf að fá fræðslu hjá læknunum á Grensásdeildinni því þeir vinna oftast eftir á með afleiðingar alvarlegra ofbeldisbrota og geta afruglað bíómyndaveröldina í hausnum á honum. Eins ætti hann að fara og hitta sjúkraflutningamenn sem koma á vettvang svona mála, sem geta gert honum grein fyrir því hvað er stutt á milli lífs og dauða. Eins eigum við að nota mann eins og Tolla og strákana hans sem honum hefur tekist að gera að nýjum þjóðfélagsþegnum og nýtum. Tölum við menn sem hafa ákveðið að snúa sínu lífi við af alvöru. Það eru endalausir möguleikar. Það eina sem þarf er viljinn. Ég kalla eftir samstarfi með svona mönnum til að takast á við afbrot ungmenna. Ég er ekki talsmaður harðra refsinga en ég er talsmaður þess að fræða og byggja upp einstaklinga með alvöru vinnubrögðum. Svo er ég líka þeirrar skoðunar að ef menn haldi ekki skilorði með skilyrðum eigi að fylgja því eftir af fullum þunga og það eigi ekki að bíða heldur láta það gerast strax. Þá eigi að vera til viðunandi úrræði til að taka á móti honum ef þannig fer. Ég hef talað um það áður að mér hefur blöskrað að sjá menn snúa sér í myndavélina og gefa samfélaginu fuck-merki eftir dóma og jafnvel inni í dómsal. Ég vil gera þetta eins og Bretarnir gera, þegar ungir afbrotamenn koma fyrir dóm eiga þeir að bera bindi og eiga að vera vel til hafðir og þeir eiga að bera virðingu fyrir dómsvaldinu og sinni kurteisi um fram allt. Svona einstaklingi á að vera skipaður tilsjónarmaður sem framfylgir því að dómnum sé fylgt og hann á jafnframt að vera ábyrgur fyrir því á afplánunartíma. Ég er líka þeirrar skoðunar, eins og í Bretlandi, að ef viðkomandi sýnir raunverulega iðrun og vinnur í sínum málum af alvöru eigi þessi dómur aldrei að þvælast fyrir honum í framtíðinni. Hann á þá að fara í tættarann með viðhöfn sem útskrift og lífið á að halda áfram því það að refsa bara skilar takmörkuðum árangri, að koma því á framfæri hvað hann er vondur og hvað hann er andfélagslegur er ekki svarið í mínum huga heldur eigum við að nota tækifærið til að betra menn með öllum ráðum. Að lokum af því að við erum í þjóðarátaki gegn hnífaburði þá langar mig að skora á stjórnvöld að halda ráðstefnu eins og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlaði að gera hérna um árið sem mistókst hrapalega vegna þess að þeir sem voru boðaðir létu ekki sjá sig. Ekki bara með fólki í Fílabeinsturninum heldur með fólki sem hefur unnið vettvangsvinnu með góðum árangri eins og Tolli og fyrrverandi deildarstjóri Stuðla, Grétar Halldórsson, sem hefur hitt olnbogabörn og unnið með þeim síðan 1992. og fleirum og öllum þeim aðilum sem koma að þessum málaflokki. Annars eigum við að marka okkur þannig stefnu að við eigum ekki að þurfa að fara í átaksverkefni heldur á þetta að vera viðfangsefni hvers tíma fyrir sig. Höfundur er áhugamaður um að bæta samfélagið okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég á til með að hrósa Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir dómsuppkvaðningu yfir ungum manni sem var dæmdur fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og uppsöfnuð mál á dögunum. Þessi dómur hefur verið á milli tannanna á fólki og margir hafa látið í ljós í kommentakerfum netmiðlanna óánægju sína með dóminn og eru ekki sáttir með þessa dómsuppkvaðningu og telja hana ekki nógu harða. Ég fagna svona nálgun ef orðum fylgja efndir, þá er ég að tala um að það fari fram alvöru fræðsla á afplánunartíma og það sé gerð áætlun og unnið markvisst eftir henni þannig að þessi ungi maður átti sig á sínum gjörðum og hann sýni fram á alvöru iðrun. Líkur á að hann geri það eru ef hann þarf að horfast í augu við gjörðir sínar og fá fræðslu sem gefur honum raunveruleikasýn inn í hverjar afleiðingar ofbeldis eru og afbrota. Ég hef sjálfur barist fyrir svona nálgun í málefnum ungra afbrotamanna til margra áratuga og hef bent á vinnubrögð eins og Bretar hafa notað heiti sem heitir YOT „youth offending team“ og nota til þess 57. grein almennra hegningarlaga. Eins og gert er í þessu máli. Tekið úr dómnum: Samkvæmt öllu framangreindu og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Þegar litið er til þess að ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög, skýlausrar játningar, ungs aldurs og stöðu hans að öðru leyti þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Frestun á fullnustu refsingarinnar er jafnframt bundin sérstökum skilyrðum samkvæmt 1., 2. og 4. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Skal ákærði sæta umsjón í þrjú ár, í fyrstu umsjón og fyrirmælum af hálfu barnaverndaryfirvalda allt að 18 ára aldri en eftir það umsjón og fyrirmæli Fangelsismálastofnunar. Þá skal ákærði gangast undir dvöl á meðferðarheimili eftir frekari ákvörðun barnaverndaryfirvalda, að hámarki þar til 18 ára aldri er náð. Orðum skulu fylgja efndir Þegar ég er að tala um efndir þá er ég ekki að tala um að hann sitji fyrir framan sálfræðinga og kafi ofan í naflann á sér allan tímann. Það er hægt að samtvinna sálfræðimeðferð með íhlutun eins og „Learning by doing“, fara á vettvang og fræðast af alvöru. Ef ég ætti að koma með tillögu að fræðslu þá ætti þessi drengur þar sem hann beitir hníf að fá fræðslu hjá læknunum á Grensásdeildinni því þeir vinna oftast eftir á með afleiðingar alvarlegra ofbeldisbrota og geta afruglað bíómyndaveröldina í hausnum á honum. Eins ætti hann að fara og hitta sjúkraflutningamenn sem koma á vettvang svona mála, sem geta gert honum grein fyrir því hvað er stutt á milli lífs og dauða. Eins eigum við að nota mann eins og Tolla og strákana hans sem honum hefur tekist að gera að nýjum þjóðfélagsþegnum og nýtum. Tölum við menn sem hafa ákveðið að snúa sínu lífi við af alvöru. Það eru endalausir möguleikar. Það eina sem þarf er viljinn. Ég kalla eftir samstarfi með svona mönnum til að takast á við afbrot ungmenna. Ég er ekki talsmaður harðra refsinga en ég er talsmaður þess að fræða og byggja upp einstaklinga með alvöru vinnubrögðum. Svo er ég líka þeirrar skoðunar að ef menn haldi ekki skilorði með skilyrðum eigi að fylgja því eftir af fullum þunga og það eigi ekki að bíða heldur láta það gerast strax. Þá eigi að vera til viðunandi úrræði til að taka á móti honum ef þannig fer. Ég hef talað um það áður að mér hefur blöskrað að sjá menn snúa sér í myndavélina og gefa samfélaginu fuck-merki eftir dóma og jafnvel inni í dómsal. Ég vil gera þetta eins og Bretarnir gera, þegar ungir afbrotamenn koma fyrir dóm eiga þeir að bera bindi og eiga að vera vel til hafðir og þeir eiga að bera virðingu fyrir dómsvaldinu og sinni kurteisi um fram allt. Svona einstaklingi á að vera skipaður tilsjónarmaður sem framfylgir því að dómnum sé fylgt og hann á jafnframt að vera ábyrgur fyrir því á afplánunartíma. Ég er líka þeirrar skoðunar, eins og í Bretlandi, að ef viðkomandi sýnir raunverulega iðrun og vinnur í sínum málum af alvöru eigi þessi dómur aldrei að þvælast fyrir honum í framtíðinni. Hann á þá að fara í tættarann með viðhöfn sem útskrift og lífið á að halda áfram því það að refsa bara skilar takmörkuðum árangri, að koma því á framfæri hvað hann er vondur og hvað hann er andfélagslegur er ekki svarið í mínum huga heldur eigum við að nota tækifærið til að betra menn með öllum ráðum. Að lokum af því að við erum í þjóðarátaki gegn hnífaburði þá langar mig að skora á stjórnvöld að halda ráðstefnu eins og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlaði að gera hérna um árið sem mistókst hrapalega vegna þess að þeir sem voru boðaðir létu ekki sjá sig. Ekki bara með fólki í Fílabeinsturninum heldur með fólki sem hefur unnið vettvangsvinnu með góðum árangri eins og Tolli og fyrrverandi deildarstjóri Stuðla, Grétar Halldórsson, sem hefur hitt olnbogabörn og unnið með þeim síðan 1992. og fleirum og öllum þeim aðilum sem koma að þessum málaflokki. Annars eigum við að marka okkur þannig stefnu að við eigum ekki að þurfa að fara í átaksverkefni heldur á þetta að vera viðfangsefni hvers tíma fyrir sig. Höfundur er áhugamaður um að bæta samfélagið okkar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun