Tími er auðlind - átt þú tíma fyrir barnið þitt? Sabína Steinunn Halldórsdóttir skrifar 4. september 2024 16:01 Mér hefur í gegnum tíðina verið tírætt um samveru og gæðastundir. Ég sé reglulega fallegar tilvitnanir þess efnis að börn muni ekki sinn besta dag við skjáinn - en þau muni sínar bestu stundir með forráðamönnum. Eins tilvitnanir þar sem við fullorðna fólkið erum minnt á að börnin eru mjög stutt ung - lítil og stækki á ógnarhraða. Þá kemur upp í hugann góð setning sem var eitt sinn sögð við mig þegar ég var nokkuð þreytt í móðurhlutverkinu „mundu að dagarnir geta verið langir en árin eru stutt“. Hvað reynist mér best - hvað er mitt mat? Svarið mitt á löngu dögunum er ÚTIVERA - samvera úti í náttúrunni, gæðastund án allra markmiða, engin kvöð um tíma, kílómetra eða ákefð. Bara VERA - tilfellið er að náttúran hefur jákvæð áhrif á heilsuna okkar, sefar kerfin, lækkar hvíldarpúls, lækkar blóðþrýsting, lækkar stress hormón og léttir lund, sérstaklega ef þú mætir náttúrunni í hæglæti með barni. Japanskir vísindamenn hafa um árabil fært heiminum rannsóknir um gildi skógarbaða. Þar í landi má finna heilu skógana sem eru einvörðungu notaðir til slíkra baða. Hér er ekki átt við bað með sápu heldur skóga þar sem markmiðið er hæglæti, faðma tré og taka inn með öllum skynfærunum átta jákvæða orku. Hlusta á náttúruna og heyra hvað hún er að segja, ilma af gróðrinum markvisst, horfa og sjá, finna fyrir undirlagi og áferð allt í kringum okkur. Engin sérstök tæki og tól önnur en líkaminn að draga til sín orku án allra utanaðkomandi áreita, samfélagsmiðla og skarkala mannmergðar. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á jákvæð áhrif skógarbaða á hina ýmsu lífstílssjúkdóma, þunglyndi, kvíða, stress svo ekki sé talað um svefngæði og fleira og fleira. Skógarbað hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar heldur líka stórkostleg áhrif á félagslega heilsu, tengslamyndun og heildstætt á þroska barna. Tengslamyndun er einmitt ein af forsendum þess að börn þroskist eðlilega. Talið er að fyrstu 3 - 5 árin skipti sköpum og hafi umtalsverð áhrif á allt líf einstaklinga. Katrín Kristjánsdóttir sálfræðingur bendir á mikilvægi tengslamyndunar fyrir heilsu okkar í nýjasta hlaðvarpsþætti "Með lífið í lúkunum" sem Erla Guðmundsdóttir stýrir. Þátturinn er að mínu mati skyldu hlustun. Kristín er hafsjór af upplýsingum og vitnar í fjölda rannsókna sér til stuðnings. Góð tengslamyndun á yngri árum er forsenda þess að barn myndi góð tengsl sjálft á eldri árum. Sem kemur okkur einmitt að loka hnykknum á þessum pistli mínum. Tími, samvera, gæðastund í náttúrunni, skógarbað, er eitt besta verkfærið sem völ er á fyrir tengslamyndun. Þó bæði barn og forráðamaður séu þreytt í lok dags þá hvílir græn náttúran okkur. Gefur tækifæri til að ræða verkefni dagsins, gefa skynfærunum tækifæri til að njóta sín og hreinlega hvílast, endurhlaða sig, og róar taugakerfið. Hér talar konan af reynslu og ávinningurinn er undantekningar laust meiri einbeiting við frjálsan leik þegar heim er komið, minni skjátími ef nokkur, betri svefn, betri matarlyst og betri einbeiting við kvöld lesturinn. Markmið okkar eru misjöfn í lífinu og forsendur misjafnar. Markmið eru af hinu góða fyrir suma og forráðamenn margir hverjir með háleit markmið um svo og svo marga km, tinda og skref daglega. Sumir hafa ekki tíma fyrir slík markmið vegna anna í vinnu og ójöfnuðar í samfélagi okkar. Enn fleiri setja gæðastundir í öndvegi. Hvað sem öllu líður þá erum við öll alltaf að reyna okkar besta - vera nógu góðir forráðamenn og viljum verja tíma með börnunum okkar. Hvet ykkur til að setja gæðastundir í forgang barnanna vegna. Nýta tímann vel þegar þau eru ung því sá tími kemur ekki aftur. Gæðastund innandyra er frábær en úti í náttúrunni fáið þið stærra og meira áreiti fyrir skynfærin ykkar, fyrir heilsu barnanna. Til að breyta hegðun er betra að bæta við einhverju í stað þess að hætta öðru á einum degi. Tíu mínútur í náttúrunni á dag er æðisleg byrjun. Tuttugu mínútur annan hvern dag meiriháttar, 30 mínútur annan hvern dag vikuna þar eftir og þannig bæta í alveg þar til þið getið ekki án gæðasunda verið daglega. Tími er dýrmæt auðlind - munið að njóta en ekki þjóta;) M.ed. íþrótta- og heilsufræðingur með áherslu á heilsu barna. Eigandi Færni til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mars er mánuður árvekni um ristilkrabbamein Agnes Smáradóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Mér hefur í gegnum tíðina verið tírætt um samveru og gæðastundir. Ég sé reglulega fallegar tilvitnanir þess efnis að börn muni ekki sinn besta dag við skjáinn - en þau muni sínar bestu stundir með forráðamönnum. Eins tilvitnanir þar sem við fullorðna fólkið erum minnt á að börnin eru mjög stutt ung - lítil og stækki á ógnarhraða. Þá kemur upp í hugann góð setning sem var eitt sinn sögð við mig þegar ég var nokkuð þreytt í móðurhlutverkinu „mundu að dagarnir geta verið langir en árin eru stutt“. Hvað reynist mér best - hvað er mitt mat? Svarið mitt á löngu dögunum er ÚTIVERA - samvera úti í náttúrunni, gæðastund án allra markmiða, engin kvöð um tíma, kílómetra eða ákefð. Bara VERA - tilfellið er að náttúran hefur jákvæð áhrif á heilsuna okkar, sefar kerfin, lækkar hvíldarpúls, lækkar blóðþrýsting, lækkar stress hormón og léttir lund, sérstaklega ef þú mætir náttúrunni í hæglæti með barni. Japanskir vísindamenn hafa um árabil fært heiminum rannsóknir um gildi skógarbaða. Þar í landi má finna heilu skógana sem eru einvörðungu notaðir til slíkra baða. Hér er ekki átt við bað með sápu heldur skóga þar sem markmiðið er hæglæti, faðma tré og taka inn með öllum skynfærunum átta jákvæða orku. Hlusta á náttúruna og heyra hvað hún er að segja, ilma af gróðrinum markvisst, horfa og sjá, finna fyrir undirlagi og áferð allt í kringum okkur. Engin sérstök tæki og tól önnur en líkaminn að draga til sín orku án allra utanaðkomandi áreita, samfélagsmiðla og skarkala mannmergðar. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á jákvæð áhrif skógarbaða á hina ýmsu lífstílssjúkdóma, þunglyndi, kvíða, stress svo ekki sé talað um svefngæði og fleira og fleira. Skógarbað hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar heldur líka stórkostleg áhrif á félagslega heilsu, tengslamyndun og heildstætt á þroska barna. Tengslamyndun er einmitt ein af forsendum þess að börn þroskist eðlilega. Talið er að fyrstu 3 - 5 árin skipti sköpum og hafi umtalsverð áhrif á allt líf einstaklinga. Katrín Kristjánsdóttir sálfræðingur bendir á mikilvægi tengslamyndunar fyrir heilsu okkar í nýjasta hlaðvarpsþætti "Með lífið í lúkunum" sem Erla Guðmundsdóttir stýrir. Þátturinn er að mínu mati skyldu hlustun. Kristín er hafsjór af upplýsingum og vitnar í fjölda rannsókna sér til stuðnings. Góð tengslamyndun á yngri árum er forsenda þess að barn myndi góð tengsl sjálft á eldri árum. Sem kemur okkur einmitt að loka hnykknum á þessum pistli mínum. Tími, samvera, gæðastund í náttúrunni, skógarbað, er eitt besta verkfærið sem völ er á fyrir tengslamyndun. Þó bæði barn og forráðamaður séu þreytt í lok dags þá hvílir græn náttúran okkur. Gefur tækifæri til að ræða verkefni dagsins, gefa skynfærunum tækifæri til að njóta sín og hreinlega hvílast, endurhlaða sig, og róar taugakerfið. Hér talar konan af reynslu og ávinningurinn er undantekningar laust meiri einbeiting við frjálsan leik þegar heim er komið, minni skjátími ef nokkur, betri svefn, betri matarlyst og betri einbeiting við kvöld lesturinn. Markmið okkar eru misjöfn í lífinu og forsendur misjafnar. Markmið eru af hinu góða fyrir suma og forráðamenn margir hverjir með háleit markmið um svo og svo marga km, tinda og skref daglega. Sumir hafa ekki tíma fyrir slík markmið vegna anna í vinnu og ójöfnuðar í samfélagi okkar. Enn fleiri setja gæðastundir í öndvegi. Hvað sem öllu líður þá erum við öll alltaf að reyna okkar besta - vera nógu góðir forráðamenn og viljum verja tíma með börnunum okkar. Hvet ykkur til að setja gæðastundir í forgang barnanna vegna. Nýta tímann vel þegar þau eru ung því sá tími kemur ekki aftur. Gæðastund innandyra er frábær en úti í náttúrunni fáið þið stærra og meira áreiti fyrir skynfærin ykkar, fyrir heilsu barnanna. Til að breyta hegðun er betra að bæta við einhverju í stað þess að hætta öðru á einum degi. Tíu mínútur í náttúrunni á dag er æðisleg byrjun. Tuttugu mínútur annan hvern dag meiriháttar, 30 mínútur annan hvern dag vikuna þar eftir og þannig bæta í alveg þar til þið getið ekki án gæðasunda verið daglega. Tími er dýrmæt auðlind - munið að njóta en ekki þjóta;) M.ed. íþrótta- og heilsufræðingur með áherslu á heilsu barna. Eigandi Færni til framtíðar.
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun