Frá bankahruni til heimsfaraldurs Ásgeir Jónsson skrifar 3. september 2024 08:33 Frá bankahruni til heimsfaraldurs: Gagnrýnin hugsun á krossgötum 1.1 Tvískynjunarháttur fjölmiðla og stjórnvalda Haustið 2008 varð eitt mesta efnahagshrun Íslandssögunnar. Í kjölfarið var ljóst að fjölmiðlar höfðu brugðist hlutverki sínu með því að gagnrýna ekki útrásarvíkingana nægilega. Þeir voru gagnrýndir fyrir að taka of mikið mark á fréttatilkynningum frá bönkunum án þess að kafa dýpra, og fyrir að fjalla jákvætt um útrás bankanna án þess að skoða undirliggjandi áhættu. Til dæmis voru fréttir af kaupum Baugs á erlendum verslanakeðjum oft settar fram sem sigrar án þess að skoða skuldastöðu fyrirtækisins. Stjórnvöld brugðust einnig herfilega við með áformum um að gera Ísland að fjármálamiðstöð, og enginn fjölmiðill véfengdi það, ekki heldur Seðlabankinn. Fjölmiðlar áttu að vera gagnrýnir og veita aðhald, en það átti líka við um stjórnvöld og eftirlitsaðila. Eftir hrunið var kallað eftir aukinni gagnrýninni hugsun til að koma í veg fyrir að svipaðar aðstæður endurtækju sig. 1.2 COVID-19: Sömu mistök endurtekin Þegar heimsfaraldurinn skall á, leiddu Alma D. Möller, Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason upplýsingagjöf og ákvarðanatöku um viðbrögð við faraldrinum. Þríeykið naut mikils trausts í samfélaginu, en þeir sem gagnrýndu ákvarðanir þess mættu oft harðri gagnrýni. Þetta bendir til þess að gagnrýnin hugsun og virðing fyrir tjáningarfrelsi væru aftur á undanhaldi. Því má segja að sömu mistökin, sem aldrei máttu gerast aftur, hafi gerst aftur rúmlega áratug síðar. Hvað getum við hugsanlega lært af þessu? Að tjáningarfrelsi og gagnrýnin hugsun er ekkert grín, sem hentar bara þegar það á við. Tjáningarfrelsi var ekki sett fram til að verja skoðanir meirihlutans, það var sett fram til að tryggja að allar raddir fengju að heyrast. Raunverulegt tjáningarfrelsi er forsenda þess að samfélagið geti lært af mistökum fortíðar og tekist á við áskoranir framtíðar af skynsemi. Það er ekki bara réttur, heldur skylda okkar allra að vernda þennan hornstein lýðræðisins. Við skulum enda þetta á Voltaire, franski heimspekingurinn Voltaire er einn af frægustu málsörum tjáningarfrelsis. Hann barðist gegn ritskoðun og verndaði tjáningarfrelsi í skrifum sínum. Árið 1770 skrifaði Voltaire í bréfi til Monsieur l'Abbé: „Ég fyrirlít það sem þú skrifar, en ég myndi gefa líf mitt til að gera þér kleift að halda áfram að skrifa.“ Höfundur er stofnandi og eigandi Takmarkalaust líf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Frá bankahruni til heimsfaraldurs: Gagnrýnin hugsun á krossgötum 1.1 Tvískynjunarháttur fjölmiðla og stjórnvalda Haustið 2008 varð eitt mesta efnahagshrun Íslandssögunnar. Í kjölfarið var ljóst að fjölmiðlar höfðu brugðist hlutverki sínu með því að gagnrýna ekki útrásarvíkingana nægilega. Þeir voru gagnrýndir fyrir að taka of mikið mark á fréttatilkynningum frá bönkunum án þess að kafa dýpra, og fyrir að fjalla jákvætt um útrás bankanna án þess að skoða undirliggjandi áhættu. Til dæmis voru fréttir af kaupum Baugs á erlendum verslanakeðjum oft settar fram sem sigrar án þess að skoða skuldastöðu fyrirtækisins. Stjórnvöld brugðust einnig herfilega við með áformum um að gera Ísland að fjármálamiðstöð, og enginn fjölmiðill véfengdi það, ekki heldur Seðlabankinn. Fjölmiðlar áttu að vera gagnrýnir og veita aðhald, en það átti líka við um stjórnvöld og eftirlitsaðila. Eftir hrunið var kallað eftir aukinni gagnrýninni hugsun til að koma í veg fyrir að svipaðar aðstæður endurtækju sig. 1.2 COVID-19: Sömu mistök endurtekin Þegar heimsfaraldurinn skall á, leiddu Alma D. Möller, Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason upplýsingagjöf og ákvarðanatöku um viðbrögð við faraldrinum. Þríeykið naut mikils trausts í samfélaginu, en þeir sem gagnrýndu ákvarðanir þess mættu oft harðri gagnrýni. Þetta bendir til þess að gagnrýnin hugsun og virðing fyrir tjáningarfrelsi væru aftur á undanhaldi. Því má segja að sömu mistökin, sem aldrei máttu gerast aftur, hafi gerst aftur rúmlega áratug síðar. Hvað getum við hugsanlega lært af þessu? Að tjáningarfrelsi og gagnrýnin hugsun er ekkert grín, sem hentar bara þegar það á við. Tjáningarfrelsi var ekki sett fram til að verja skoðanir meirihlutans, það var sett fram til að tryggja að allar raddir fengju að heyrast. Raunverulegt tjáningarfrelsi er forsenda þess að samfélagið geti lært af mistökum fortíðar og tekist á við áskoranir framtíðar af skynsemi. Það er ekki bara réttur, heldur skylda okkar allra að vernda þennan hornstein lýðræðisins. Við skulum enda þetta á Voltaire, franski heimspekingurinn Voltaire er einn af frægustu málsörum tjáningarfrelsis. Hann barðist gegn ritskoðun og verndaði tjáningarfrelsi í skrifum sínum. Árið 1770 skrifaði Voltaire í bréfi til Monsieur l'Abbé: „Ég fyrirlít það sem þú skrifar, en ég myndi gefa líf mitt til að gera þér kleift að halda áfram að skrifa.“ Höfundur er stofnandi og eigandi Takmarkalaust líf ehf.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar