Miklu meira en gjaldfrjálsar skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar 26. ágúst 2024 08:30 Nýlega skrifuðu tveir ráðherrar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem á að taka upp í haust eftir útspil þar að lútandi í síðustu kjarasamningum. Svandís Svavarsdóttir leggur áherlsu á að um sé að ræða lífskjarajöfnun því gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn komi efnalitlum heimilum hlutfallslega best. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varar við því að gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir leiði til virðingarleysis fyrir kostnaðarsömum aðföngum. Hvorug þeirra virðist hafa lesið grein okkar innan umhverfismálahópsins Aldins um þessi mál. Sú grein birtist í Heimildinni í júní og nú hefur komið önnur grein á vísi.is frá okkar fólki um sama efni Kjarninn í máli okkar er þessi: Hér er tækifæri til að bæta lýðheilsu, minnka matarsóun og taka til hendinni í loftslagsmálum og umhverfisvernd almennt. Tækifærið er núna. Samkvæmt Samtökum sveitarfélaga er áætlað að kostnaður við þetta nemi um 5 milljörðum króna á ári og mun ríkið leggja til allt að 75% kostnaðarins eða allt að 4 milljarða króna á ári á samningstímanum. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu. Þetta er engin smávegis aðgerð. Heilir 20 milljarðar í opinber innkaup á mat og eldun og því mikilvægt að vel takist til. Ekki bara bókhaldsmál Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almennt við stefnu i umhverfismálum. Við bendum á að hér er einstakt tækifæri til að ná fram mörgum góðum markmiðum. Landlæknisembættið vinnur nú að því að uppfæra ráðgjöf sína og þó ekki sé efast um góðan vilja virðast margir hafa grun um að betur mætti fara í skólamáltíðum eins og nú háttar. Fréttir frá Árborg fyrr í sumar sýna réttmætar áhyggjur af stöðu mála og lofsverð fyrirheit þar um úrbætur. Varla er það eini staðurinn á landinu sem þarft að taka sér tak og setja markmið um heilsusamlegar máltíðir. Einnig þarf að huga að umhverfismálum og loftslagsstefnu Íslands. Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti því að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli. Hluti af því dæmi er matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 100 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. En síðast en ekki síst er hér tækifæri til að bæta næringu og heilsu barna. Gerum þetta rétt Á dögunum birtist frásögn Þorkels Sigurlaugssonar varaborgarfulltrúa í Reykjavík af nýlegri bók um hvað fer úrskeiðis og hvað tekst vel í stórum opinberum framkvæmdum. Lærdómurinn er að skipulag og undirbúningur skipti öllu. Aðdragandi að þessu skólamáltíðaverkefni er mjög skammur og ástæða þess að nú verða teknar upp gjaldfrjálsar skólamlátíðir fyrir öll börn fyrst og fremst kjaramál. Eins og oft hefur verið bent á er miklu meira í húfi: Góð heilsa barnanna okkar og matarmenning, umhverfis- og loftslagsvæn innkaupastefna, átak gegn matarsóun. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd. Tökum stöðuna og mælum árangur Hér er lagt til að sem fyrst verði gerð stöðukönnun. Óháð og sjálfstæð rannsókn á raunverulegri stöðu skólamáltíða í dag og hvaða fyrirkomulag gefur besta raun. Einnig verði gerð stöðukönnun með hæfilega stórum úrtökum skólabarna á heilsu, nærningarástandi og matarvenjum, og þeirri könnun fylgt eftir á verkefnistímanum með reglubundnum mælingum á væntum árangri. Við eigum fjölda næringafræðinga og nema á háskólastigi sem geta svarað þessu kalli. Þessi flötur undirbúnings er auðveldur og ætti ekki að skapa andstöðu. Það mun hins vegar taka á þegar mótuð verður innkaupastefna sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar og heilsu. Allt þetta þarf að gera. Stærstu sveitarfélögin hafa hér leiðtogahlutverki að gegna: Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur og fleiri. Oft hefur verið tilefni til borgarafundar og samráðs um þjóðþrifamál og því beint til borgarstjóra að við í Aldin eru að sönnu reiðubúin til að aðstoða við dagskrá. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og félagi í Aldin, samtökum aðgerðasinna í loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Grunnskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Nýlega skrifuðu tveir ráðherrar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem á að taka upp í haust eftir útspil þar að lútandi í síðustu kjarasamningum. Svandís Svavarsdóttir leggur áherlsu á að um sé að ræða lífskjarajöfnun því gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn komi efnalitlum heimilum hlutfallslega best. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varar við því að gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir leiði til virðingarleysis fyrir kostnaðarsömum aðföngum. Hvorug þeirra virðist hafa lesið grein okkar innan umhverfismálahópsins Aldins um þessi mál. Sú grein birtist í Heimildinni í júní og nú hefur komið önnur grein á vísi.is frá okkar fólki um sama efni Kjarninn í máli okkar er þessi: Hér er tækifæri til að bæta lýðheilsu, minnka matarsóun og taka til hendinni í loftslagsmálum og umhverfisvernd almennt. Tækifærið er núna. Samkvæmt Samtökum sveitarfélaga er áætlað að kostnaður við þetta nemi um 5 milljörðum króna á ári og mun ríkið leggja til allt að 75% kostnaðarins eða allt að 4 milljarða króna á ári á samningstímanum. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu. Þetta er engin smávegis aðgerð. Heilir 20 milljarðar í opinber innkaup á mat og eldun og því mikilvægt að vel takist til. Ekki bara bókhaldsmál Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almennt við stefnu i umhverfismálum. Við bendum á að hér er einstakt tækifæri til að ná fram mörgum góðum markmiðum. Landlæknisembættið vinnur nú að því að uppfæra ráðgjöf sína og þó ekki sé efast um góðan vilja virðast margir hafa grun um að betur mætti fara í skólamáltíðum eins og nú háttar. Fréttir frá Árborg fyrr í sumar sýna réttmætar áhyggjur af stöðu mála og lofsverð fyrirheit þar um úrbætur. Varla er það eini staðurinn á landinu sem þarft að taka sér tak og setja markmið um heilsusamlegar máltíðir. Einnig þarf að huga að umhverfismálum og loftslagsstefnu Íslands. Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti því að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli. Hluti af því dæmi er matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 100 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. En síðast en ekki síst er hér tækifæri til að bæta næringu og heilsu barna. Gerum þetta rétt Á dögunum birtist frásögn Þorkels Sigurlaugssonar varaborgarfulltrúa í Reykjavík af nýlegri bók um hvað fer úrskeiðis og hvað tekst vel í stórum opinberum framkvæmdum. Lærdómurinn er að skipulag og undirbúningur skipti öllu. Aðdragandi að þessu skólamáltíðaverkefni er mjög skammur og ástæða þess að nú verða teknar upp gjaldfrjálsar skólamlátíðir fyrir öll börn fyrst og fremst kjaramál. Eins og oft hefur verið bent á er miklu meira í húfi: Góð heilsa barnanna okkar og matarmenning, umhverfis- og loftslagsvæn innkaupastefna, átak gegn matarsóun. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd. Tökum stöðuna og mælum árangur Hér er lagt til að sem fyrst verði gerð stöðukönnun. Óháð og sjálfstæð rannsókn á raunverulegri stöðu skólamáltíða í dag og hvaða fyrirkomulag gefur besta raun. Einnig verði gerð stöðukönnun með hæfilega stórum úrtökum skólabarna á heilsu, nærningarástandi og matarvenjum, og þeirri könnun fylgt eftir á verkefnistímanum með reglubundnum mælingum á væntum árangri. Við eigum fjölda næringafræðinga og nema á háskólastigi sem geta svarað þessu kalli. Þessi flötur undirbúnings er auðveldur og ætti ekki að skapa andstöðu. Það mun hins vegar taka á þegar mótuð verður innkaupastefna sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar og heilsu. Allt þetta þarf að gera. Stærstu sveitarfélögin hafa hér leiðtogahlutverki að gegna: Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur og fleiri. Oft hefur verið tilefni til borgarafundar og samráðs um þjóðþrifamál og því beint til borgarstjóra að við í Aldin eru að sönnu reiðubúin til að aðstoða við dagskrá. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og félagi í Aldin, samtökum aðgerðasinna í loftslagsmálum.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun