Landtaka Ísraela í Palestínu ólögmæt Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 15:30 Frá dómarabekk Alþjóðadómstólsins í Haag. Nawaf Salam, forseti dómsins, er fyrir miðju. Nurphoto/Getty Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur gefið út ráðgefandi álit þess efnis að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögmæt. Dómstóllinn kallar eftir því að Ísraelsmenn yfirgefi Palestínu en harla ólíklegt er að þeir verði við því ákalli, enda er álitið óbindandi og óframfylgjanlegt. Í áliti dómstólsins, sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, var sjónum beint að landtökubyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, innlimun Palestínu í Ísrael og lagasetningu sem mismunar Palestínumönnum. Álitið mun lítil áhrif hafa Álit dómstólsins, sem mun koma til með að hafa meiri áhrif á sýn heimsins á Ísrael en framferði Ísraela, var samið af fimmtán dómurum hvaðanæva að úr heiminum. Forseti dómstólsins, Nawaf Salam frá Líbanon, las álitið upp í höfuðstöðvum dómstólsins í dag. Í álitinu segir meðal annars að flutningar landtökumanna Ísraela á Vesturbakkann og til Jerúsalem og stöðug viðvera þeirra þar sé brot á Genfarsáttmálanum. Þá segir að notkun Ísraela á náttúruauðlindum væri ekki í samræmi við skyldur landsins sem ráðandi afl á stríðshrjáðu svæði. Ísrael sendi ekki lögfræðinga Í frétt AP um málið segir að Ísraelar, sem hafi löngum gefið lítið fyrir alþjóðadómstóla og sagt ósanngjarna og hlutdræga, hafi ekki sent fulltrúa þegar málið var tekið fyrir af dómstólnum. Þeir hafi þó skilað greinargerð, þar sem komi meðal annars fram að þeir telji spurningar, sem dómurinn var beðinn um að gefa álit á, hafi verið leiðandi og tækju ekki tillit til öryggis Ísraels. Þá hafi ísraelskir embættismenn sagt að inngrip dómstólsins gæti grafið undan friðarviðræðum undir botni Miðjarðarhafs, sem hafi verið í ládeyðu síðastliðinn áratug. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Í áliti dómstólsins, sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, var sjónum beint að landtökubyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, innlimun Palestínu í Ísrael og lagasetningu sem mismunar Palestínumönnum. Álitið mun lítil áhrif hafa Álit dómstólsins, sem mun koma til með að hafa meiri áhrif á sýn heimsins á Ísrael en framferði Ísraela, var samið af fimmtán dómurum hvaðanæva að úr heiminum. Forseti dómstólsins, Nawaf Salam frá Líbanon, las álitið upp í höfuðstöðvum dómstólsins í dag. Í álitinu segir meðal annars að flutningar landtökumanna Ísraela á Vesturbakkann og til Jerúsalem og stöðug viðvera þeirra þar sé brot á Genfarsáttmálanum. Þá segir að notkun Ísraela á náttúruauðlindum væri ekki í samræmi við skyldur landsins sem ráðandi afl á stríðshrjáðu svæði. Ísrael sendi ekki lögfræðinga Í frétt AP um málið segir að Ísraelar, sem hafi löngum gefið lítið fyrir alþjóðadómstóla og sagt ósanngjarna og hlutdræga, hafi ekki sent fulltrúa þegar málið var tekið fyrir af dómstólnum. Þeir hafi þó skilað greinargerð, þar sem komi meðal annars fram að þeir telji spurningar, sem dómurinn var beðinn um að gefa álit á, hafi verið leiðandi og tækju ekki tillit til öryggis Ísraels. Þá hafi ísraelskir embættismenn sagt að inngrip dómstólsins gæti grafið undan friðarviðræðum undir botni Miðjarðarhafs, sem hafi verið í ládeyðu síðastliðinn áratug.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira