Myndband með jólalagi lykilsönnunargagn í fíkniefnamáli Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 08:41 Tvö brota mannsins vörðuðu innflutning fíkniefna til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Adam Benito Pedie hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var ákærður fyrir að standa í innflutningi á fíkniefnum til Íslands í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Þrír af fimm ákæruliðum málsins vörðuðu innflutning fíkniefna. Tveir þeirra vörðuðu atvik þar sem konur fluttu fíkniefni til landsins, sem svokölluð burðardýr, en Adam var sagður hafa komið að skipulagningu, fjármögnun og öflun efnanna. Annars vegar var um að ræða 298 grömm af kókaíni með 67 prósent styrkleika og 616 grömm af ketamíni með 85 prósent styrkleika sem kona faldi innvortis og í fötum þegar hún flaug til landsins um miðjan desember í fyrra, en Adam flaug með henni til landsins. Hins vegar var um að ræða 124 grömm af kókaíni með 86 prósent styrkleika og 231 grömm af ketamíni með 87 prósent styrkleika sem önnur kona flutti innvortis þegar hún flaug til landsins rétt fyrir jól. Báðar konurnar eru sagðar hafa ætlað að afhenda Adam efnin við komuna til landsins, en þær hafa báðar hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Í þriðja ákæruliðnum sem varðaði innflutning fíkniefna var Adam gefið að sök að flytja 861 gramm af ketamíni til landsins í gegnum póstsendingu. Efnin fundust í pósthúsi í janúar á þessu ári í kjölfar þess að Adam hafði vitjað sendingarinnar. Adam var einnig ákærður fyrir að framvísa röngu kennivottorði og fyrir vörslu lítils magns fíkniefna. „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ Önnur kvennanna tveggja bar vitni fyrir dómi og sagði Adam hafa fjármagnað og skipulagt ferð hennar með fíkniefnin til Íslands. Adam hins vegar neitaði sök í öllum málunum er vörðuðu fíkniefnainnflutning. Ágreiningur fyrir dómi varðaði meðal annars hvort hann hefði verið með íslenskt símanúmer þegar á innflutningnum stóð, en hann sagði svo ekki vera. Á meðal sönnunargagna málsins var þó myndband af honum með jólalaginu „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ á hljóðrásinni, sem var sent úr íslensku símanúmeri þegar hann sagðist ekki vera með slíkt. Myndbandið var tekið út um glugga íbúðar, en speglun þess sem tók það upp sást í glugganum. Fyrir dómi kannaðist maðurinn við sjálfan sig á myndbandinu. En úr símanum sem myndbandið var tekið fór einhver skipulagning innflutningsins fram. Á meðal annarra sönnunargagna málsins var mynd sem Adam sendi annarri konunni af 200 evra kvittun. Dómnum þótti framburður Adams ótrúverðugur og sakfelldi hann. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að hann hefði sýnt af sér einbeittan brotavilja og að hann hefði verið skipuleggjandi innflutningsins. Líkt og áður segir hlýtur Adam þriggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða 402 þúsund krónur í sakarkostnað, og 3,6 milljónir í lögmannskostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Þrír af fimm ákæruliðum málsins vörðuðu innflutning fíkniefna. Tveir þeirra vörðuðu atvik þar sem konur fluttu fíkniefni til landsins, sem svokölluð burðardýr, en Adam var sagður hafa komið að skipulagningu, fjármögnun og öflun efnanna. Annars vegar var um að ræða 298 grömm af kókaíni með 67 prósent styrkleika og 616 grömm af ketamíni með 85 prósent styrkleika sem kona faldi innvortis og í fötum þegar hún flaug til landsins um miðjan desember í fyrra, en Adam flaug með henni til landsins. Hins vegar var um að ræða 124 grömm af kókaíni með 86 prósent styrkleika og 231 grömm af ketamíni með 87 prósent styrkleika sem önnur kona flutti innvortis þegar hún flaug til landsins rétt fyrir jól. Báðar konurnar eru sagðar hafa ætlað að afhenda Adam efnin við komuna til landsins, en þær hafa báðar hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Í þriðja ákæruliðnum sem varðaði innflutning fíkniefna var Adam gefið að sök að flytja 861 gramm af ketamíni til landsins í gegnum póstsendingu. Efnin fundust í pósthúsi í janúar á þessu ári í kjölfar þess að Adam hafði vitjað sendingarinnar. Adam var einnig ákærður fyrir að framvísa röngu kennivottorði og fyrir vörslu lítils magns fíkniefna. „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ Önnur kvennanna tveggja bar vitni fyrir dómi og sagði Adam hafa fjármagnað og skipulagt ferð hennar með fíkniefnin til Íslands. Adam hins vegar neitaði sök í öllum málunum er vörðuðu fíkniefnainnflutning. Ágreiningur fyrir dómi varðaði meðal annars hvort hann hefði verið með íslenskt símanúmer þegar á innflutningnum stóð, en hann sagði svo ekki vera. Á meðal sönnunargagna málsins var þó myndband af honum með jólalaginu „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ á hljóðrásinni, sem var sent úr íslensku símanúmeri þegar hann sagðist ekki vera með slíkt. Myndbandið var tekið út um glugga íbúðar, en speglun þess sem tók það upp sást í glugganum. Fyrir dómi kannaðist maðurinn við sjálfan sig á myndbandinu. En úr símanum sem myndbandið var tekið fór einhver skipulagning innflutningsins fram. Á meðal annarra sönnunargagna málsins var mynd sem Adam sendi annarri konunni af 200 evra kvittun. Dómnum þótti framburður Adams ótrúverðugur og sakfelldi hann. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að hann hefði sýnt af sér einbeittan brotavilja og að hann hefði verið skipuleggjandi innflutningsins. Líkt og áður segir hlýtur Adam þriggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða 402 þúsund krónur í sakarkostnað, og 3,6 milljónir í lögmannskostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira