Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Lovísa Arnardóttir skrifar 14. janúar 2026 11:39 Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, segir dóminn ítarlegan og geta nýst vel til leiðsagnar. Vísir/Arnar Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður á Rétti, segir alvarlegt að stjórnvöld hafi nú tvívegis á um sex mánuðum gerst brotleg samkvæmt Mannréttindadómstóli Evrópu, MDE. Hann segir dómstólinn gefa gagnlega leiðsögn um íslenska réttarkerfið í dómunum sem birtir voru í gær. Alls kærðu níu konur niðurstöðu sinna mála til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021 með aðkomu Stígamóta. Málin voru öll annaðhvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Niðurstaða liggur nú fyrir í máli sjö kvenna. Ríkið hefur gerst brotlegt í máli tveggja kvenna af þessum níu. „Það hlýtur að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni að íslenska ríkið hafi tvívegis, á tæpu ári, verið dæmt fyrir brot á grundvallarmannréttindum fólks sem reynir að stóla á kerfið en það bregst því,“ segir Sigurður Örn sem var einn verjenda kvennanna en aðalverjandi þeirra, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, er í tímabundnu verkefni hjá ESA. Hann segir dómstólinn nú búinn að taka til skoðunar sjö mál sem tilheyri ólíkum flokkum og svo eigi eftir að taka tvö til skoðunar. Hann segir þau mál sem eftir séu hjá dómstólnum af sama meiði en það sé blæbrigðamunur á þeim og ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðu í þeim. Ekki liggur fyrir hvenær dómur verður birtur í þeim. „Dómstóllinn hefur ekki talið sannað að á Íslandi viðgangist kerfisbundinn mismunur á þessu sviði og byggir þá niðurstöðu sína helst á því að það séu ekki til fullnægjandi gögn en gagnrýnir að sama skapi líka stjórnvöld fyrir að halda ekki almennilega utan um þessa tölfræði.“ Brotlegt í máli sextán ára stúlku Í því máli þar sem ríkið gerðist brotlegt var fjallað um að 23 ára karlmaður hefði farið inn í tjald 16 ára stúlku á útihátíð og þuklaði þar á henni. Hún bað hann að hætta sem hann gerði ekki og hún endaði á því að yfirgefa tjaldið. Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi að hafa „aðeins rangt fyrir sér“ því hann þuklaði á henni áður en hann fékk hennar samþykki. Hann hafi hætt um leið og hann varð var við að henni þótti það óþægilegt. Hann sagði þetta ekki hafa verið kynferðislegt og þvertók fyrir það að hafa ætlað að sofa hjá henni og að hann hafi vitað að hún væri aðeins 16 ára. Í óleyfi í tjaldinu og þuklaði á stúlkunni án samþykkis Í niðurstöðu MDE er bent á að fullorðinn maður hefði viðurkennt að hafa farið inn í tjaldið þar sem 16 ára gömul stúlka hafði legið sofandi eða hálfsofandi, og að hafa strokið brjóst hennar innan klæða án nokkurra undangenginna samskipta sem bentu til samþykkis. Hins vegar hefðu yfirvöld tekið gilda staðhæfingu hans um að snertingin hefði ekki verið kynferðisleg og að hann hefði hætt um leið og hann varð var við vanlíðan stúlkunnar. Við rannsókn hafi verið litið til ásetnings mannsins til kynferðislegrar áreitni en að mati Mannréttindadómstólsins hafi nálgun saksóknara við ákvörðun um ákæru verið of þröng og ekki litið nægilega vel til þess hvort að samþykki hafi verið veitt. Það hafi ekki verið meginatriði hér að maðurinn hafi hætt þegar hann varð var við vanlíðan heldur hefði átt að líta til þess hvort stúlkan hafi veitt samþykki þegar var tekin ákvörðun um það hvort gefa ætti út ákæru. Búinn að játa „Mannréttindadómstóllinn er mjög gagnrýninn á þessa þröngu túlkun ákæruvaldsins sem leiðir til þeirra þessari skrítnu stöðu. Þarna er sakborningurinn búinn að játa ákveðna háttsemi en saksóknin kemst þá í raun og veru ranglega að því að hún sé ekki refsiverð. Allt byggir þetta á því hver svona ásetningur og vilji sakbornings hafi staðið til þegar hann fer inn í tjald óboðinn og fer að þukla á ungling. Þetta er svo áhugavert, maður les þessa niðurstöðu Mannréttindadómstólsins og hugsar: Auðvitað, hvernig er hægt að komast að annarri niðurstöðu,“ segir Sigurður Örn. Lífsnauðsynleg vegferð Ákæruvaldinu hafi samt sem áður tekist að komast að annarri niðurstöðu „Þess vegna hef ég sagt að öll þessi vegferð og öll þessi mál hafi verið lífsnauðsynleg fyrir íslenska réttarkerfið. Dómsmálaráðherrann hefur lýst því yfir opinberlega að það verði unnið upp úr þessum dómum og allt miðar þetta að því að bæta kerfið þannig að það bregðist borgurunum ekki, allavega ekki með þessum hætti.“ Sigurður Örn segir að á síðustu árum hafi einhver skref verið tekin til að bregðast við en það hafi gerst of hægt og of fá skref tekin. Málsmeðferðartími of langur „Það er nauðsynlegt að gera gangskör í þessum málum og bæta verklag. Það skiptir öllu að þessi mál séu unnin faglega, af virðingu og tímanlega,“ segir hann og að málsmeðferðartíminn eins og hann er í dag sé allt of langur. „Maður sér engin teikn á lofti um að það sé að breytast þrátt fyrir fögur orð þeirra sem koma að þessum málaflokki. Þetta er viðvarandi verkefni, við verðum aldrei búin að leysa það en við getum gert miklu, miklu betur. Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt, bæði auðvitað fyrir þessa einstaklinga sem urðu fyrir þessum brotum. Það er mjög mikilvægt að fá viðurkenningu Mannréttindadómstólsins á brotinu,“ segir hann og að skaðabæturnar skipti verulega miklu máli líka. Hann segir dómana efnismikla og það sé gagnlegt fyrir stjórnvöld, dómara, saksóknara, verjendur og aðra sem koma að þessum málum að fá svona erlenda rýni og leiðbeiningar. „Það er mjög hollt, finnst mér, að fá slíka erlenda rýni. Þetta er í raun eins og gæðaúttekt. Það er mjög gagnlegt fyrir þá sem starfa innan kerfisins að fara yfir þessa dóma. Glöggt er gests augað. Mannréttindadómstóll Evrópu Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Alls kærðu níu konur niðurstöðu sinna mála til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021 með aðkomu Stígamóta. Málin voru öll annaðhvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Niðurstaða liggur nú fyrir í máli sjö kvenna. Ríkið hefur gerst brotlegt í máli tveggja kvenna af þessum níu. „Það hlýtur að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni að íslenska ríkið hafi tvívegis, á tæpu ári, verið dæmt fyrir brot á grundvallarmannréttindum fólks sem reynir að stóla á kerfið en það bregst því,“ segir Sigurður Örn sem var einn verjenda kvennanna en aðalverjandi þeirra, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, er í tímabundnu verkefni hjá ESA. Hann segir dómstólinn nú búinn að taka til skoðunar sjö mál sem tilheyri ólíkum flokkum og svo eigi eftir að taka tvö til skoðunar. Hann segir þau mál sem eftir séu hjá dómstólnum af sama meiði en það sé blæbrigðamunur á þeim og ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðu í þeim. Ekki liggur fyrir hvenær dómur verður birtur í þeim. „Dómstóllinn hefur ekki talið sannað að á Íslandi viðgangist kerfisbundinn mismunur á þessu sviði og byggir þá niðurstöðu sína helst á því að það séu ekki til fullnægjandi gögn en gagnrýnir að sama skapi líka stjórnvöld fyrir að halda ekki almennilega utan um þessa tölfræði.“ Brotlegt í máli sextán ára stúlku Í því máli þar sem ríkið gerðist brotlegt var fjallað um að 23 ára karlmaður hefði farið inn í tjald 16 ára stúlku á útihátíð og þuklaði þar á henni. Hún bað hann að hætta sem hann gerði ekki og hún endaði á því að yfirgefa tjaldið. Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi að hafa „aðeins rangt fyrir sér“ því hann þuklaði á henni áður en hann fékk hennar samþykki. Hann hafi hætt um leið og hann varð var við að henni þótti það óþægilegt. Hann sagði þetta ekki hafa verið kynferðislegt og þvertók fyrir það að hafa ætlað að sofa hjá henni og að hann hafi vitað að hún væri aðeins 16 ára. Í óleyfi í tjaldinu og þuklaði á stúlkunni án samþykkis Í niðurstöðu MDE er bent á að fullorðinn maður hefði viðurkennt að hafa farið inn í tjaldið þar sem 16 ára gömul stúlka hafði legið sofandi eða hálfsofandi, og að hafa strokið brjóst hennar innan klæða án nokkurra undangenginna samskipta sem bentu til samþykkis. Hins vegar hefðu yfirvöld tekið gilda staðhæfingu hans um að snertingin hefði ekki verið kynferðisleg og að hann hefði hætt um leið og hann varð var við vanlíðan stúlkunnar. Við rannsókn hafi verið litið til ásetnings mannsins til kynferðislegrar áreitni en að mati Mannréttindadómstólsins hafi nálgun saksóknara við ákvörðun um ákæru verið of þröng og ekki litið nægilega vel til þess hvort að samþykki hafi verið veitt. Það hafi ekki verið meginatriði hér að maðurinn hafi hætt þegar hann varð var við vanlíðan heldur hefði átt að líta til þess hvort stúlkan hafi veitt samþykki þegar var tekin ákvörðun um það hvort gefa ætti út ákæru. Búinn að játa „Mannréttindadómstóllinn er mjög gagnrýninn á þessa þröngu túlkun ákæruvaldsins sem leiðir til þeirra þessari skrítnu stöðu. Þarna er sakborningurinn búinn að játa ákveðna háttsemi en saksóknin kemst þá í raun og veru ranglega að því að hún sé ekki refsiverð. Allt byggir þetta á því hver svona ásetningur og vilji sakbornings hafi staðið til þegar hann fer inn í tjald óboðinn og fer að þukla á ungling. Þetta er svo áhugavert, maður les þessa niðurstöðu Mannréttindadómstólsins og hugsar: Auðvitað, hvernig er hægt að komast að annarri niðurstöðu,“ segir Sigurður Örn. Lífsnauðsynleg vegferð Ákæruvaldinu hafi samt sem áður tekist að komast að annarri niðurstöðu „Þess vegna hef ég sagt að öll þessi vegferð og öll þessi mál hafi verið lífsnauðsynleg fyrir íslenska réttarkerfið. Dómsmálaráðherrann hefur lýst því yfir opinberlega að það verði unnið upp úr þessum dómum og allt miðar þetta að því að bæta kerfið þannig að það bregðist borgurunum ekki, allavega ekki með þessum hætti.“ Sigurður Örn segir að á síðustu árum hafi einhver skref verið tekin til að bregðast við en það hafi gerst of hægt og of fá skref tekin. Málsmeðferðartími of langur „Það er nauðsynlegt að gera gangskör í þessum málum og bæta verklag. Það skiptir öllu að þessi mál séu unnin faglega, af virðingu og tímanlega,“ segir hann og að málsmeðferðartíminn eins og hann er í dag sé allt of langur. „Maður sér engin teikn á lofti um að það sé að breytast þrátt fyrir fögur orð þeirra sem koma að þessum málaflokki. Þetta er viðvarandi verkefni, við verðum aldrei búin að leysa það en við getum gert miklu, miklu betur. Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt, bæði auðvitað fyrir þessa einstaklinga sem urðu fyrir þessum brotum. Það er mjög mikilvægt að fá viðurkenningu Mannréttindadómstólsins á brotinu,“ segir hann og að skaðabæturnar skipti verulega miklu máli líka. Hann segir dómana efnismikla og það sé gagnlegt fyrir stjórnvöld, dómara, saksóknara, verjendur og aðra sem koma að þessum málum að fá svona erlenda rýni og leiðbeiningar. „Það er mjög hollt, finnst mér, að fá slíka erlenda rýni. Þetta er í raun eins og gæðaúttekt. Það er mjög gagnlegt fyrir þá sem starfa innan kerfisins að fara yfir þessa dóma. Glöggt er gests augað.
Mannréttindadómstóll Evrópu Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira