Húsnæðisátak Reykjavíkur á fullu skriði Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 26. júní 2024 19:31 Húsnæðisátak Reykjavíkur sem við hófum snemma í vor gengur vel. Stöðuna kynntum við borgarstjóri á blaðamannafundi fyrr í dag í félagsmiðstöðinni Borgum í Grafarvogi eftir kynningu í umhverfis- og skipulagsráði í morgun. 500 nýjar íbúðir á litlum lóðum í Grafarvogi eru í undirbúningi og við hyggjumst rýna álíka tækifæri í öðrum hverfum í kjölfarið. Lagt var af stað með hugmyndir um 1000 íbúðir í Grafarvogi en búið er að falla frá þeim umdeildu og eftir standa þessar 500 sem talið er að muni þjóna hverfinu vel og mæta um leið brýnni húsnæðisþörf. Aðferðarfræðin sem við beitum snýst um að nýta innviði sem allra best og mæta húsnæðisskorti á sjálfbæran hátt á forsendum hverfanna og á forsendum jákvæðrar borgarþróunar. Við ætlum að fjölga íbúðum á litlum og krúttlegum reitum innan hverfa sem styður við þá þjónustukjarna sem fyrir eru og verslun og þjónustu sem hefur sumsstaðar átt erfitt uppdráttar. Það styrkir blómlega nærþjónustu sem einfaldar íbúum lífið. Þetta gerir minni verktökum kleift að fara af stað með lítil uppbyggingarverkefni sem er til þess fallið að stuðla að því að rjúfa kyrrstöðuna og frostið á húsnæðismarkaði. Lögð er rík áhersla á að öll hönnun nýju uppbyggingarinnar verði í takt við ásýnd hverfanna eins og auðmjúkir og kurteisir gestir sem setjast í lausu sætin við kvöldverðarborðið. Á sama tíma hyggjumst við nýta ferðina vel og skapa auk uppbyggingarinnar aukin lífsgæði í hverfunum, taka vel utan um og faðma að okkur almannarýmin og grænu svæðin og bæta þau í leiðinni. Þetta er góð borgarþróun upp á sitt besta og þetta er svar við þeirri brýnu húsnæðiskrísu sem við stöndum frammi fyrir. Fyrir borgarbúa, á forsendum borgarbúa. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Húsnæðisátak Reykjavíkur sem við hófum snemma í vor gengur vel. Stöðuna kynntum við borgarstjóri á blaðamannafundi fyrr í dag í félagsmiðstöðinni Borgum í Grafarvogi eftir kynningu í umhverfis- og skipulagsráði í morgun. 500 nýjar íbúðir á litlum lóðum í Grafarvogi eru í undirbúningi og við hyggjumst rýna álíka tækifæri í öðrum hverfum í kjölfarið. Lagt var af stað með hugmyndir um 1000 íbúðir í Grafarvogi en búið er að falla frá þeim umdeildu og eftir standa þessar 500 sem talið er að muni þjóna hverfinu vel og mæta um leið brýnni húsnæðisþörf. Aðferðarfræðin sem við beitum snýst um að nýta innviði sem allra best og mæta húsnæðisskorti á sjálfbæran hátt á forsendum hverfanna og á forsendum jákvæðrar borgarþróunar. Við ætlum að fjölga íbúðum á litlum og krúttlegum reitum innan hverfa sem styður við þá þjónustukjarna sem fyrir eru og verslun og þjónustu sem hefur sumsstaðar átt erfitt uppdráttar. Það styrkir blómlega nærþjónustu sem einfaldar íbúum lífið. Þetta gerir minni verktökum kleift að fara af stað með lítil uppbyggingarverkefni sem er til þess fallið að stuðla að því að rjúfa kyrrstöðuna og frostið á húsnæðismarkaði. Lögð er rík áhersla á að öll hönnun nýju uppbyggingarinnar verði í takt við ásýnd hverfanna eins og auðmjúkir og kurteisir gestir sem setjast í lausu sætin við kvöldverðarborðið. Á sama tíma hyggjumst við nýta ferðina vel og skapa auk uppbyggingarinnar aukin lífsgæði í hverfunum, taka vel utan um og faðma að okkur almannarýmin og grænu svæðin og bæta þau í leiðinni. Þetta er góð borgarþróun upp á sitt besta og þetta er svar við þeirri brýnu húsnæðiskrísu sem við stöndum frammi fyrir. Fyrir borgarbúa, á forsendum borgarbúa. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar