Borða með puttunum á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2024 21:04 Friðrik Pálsson á Hótel Rangá, sem segir uppátækið í hellunum við Hellu hafa algjörlega slegið í gegn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikil upplifun fyrir ferðamenn, sem fara í hellana á Hellu til að fá sér að borða því lambakjötið þar er borðað með puttunum að hætti Víkinga. Hellarnir eru taldir vera eldri en landnám Íslands. Það er mjög vinsælt hjá ferðamönnum, ekki síst erlendum að skoða hellana á Hellu enda eru þeir mjög merkilegir. Hellarnir eru í landi Ægissíðu en þar hafa fundist tólf manngerðir hellar, sem talið er að séu jafnvel eldri en landnám Íslands. Það nýjasta í hellunum er matarupplifun að hætti Víkinga en það er Hótel Rangá, sem skipuleggur það. Eldað er inn í einum hellinum og maturinn borinn í gesti. Undirleikurinn er harmonikkuspil þannig að stemningin verði á ljúfum og léttum nótum. „Við borðum bara með puttunum. Við fáum lambaskanka. Það er ein lítil skeið, sem þú færð í sósuna ef þú vilt en flestir rífa þetta bara af eða naga skankana. Sama hvort þetta eru fínar frúr frá New York eða bændur norðan úr landi, það eru allir, sem hafa gaman af þessu,” segir Friðrik Pálsson hjá Hótel Rangá. Maturinn er eldaður inn í hellunum og hafa gestir mjög gaman að því að fylgjast með kokkinum við störf sín.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg að slá í gegn. Við áttum ekki von á því enda vissum við ekki hvað við færum út í hér. Við erum í fjögurra stiga hita hér í þessum yndislegum hellum en þetta er náttúrulega lífsreynsla, sem þú bara færð hvergi annars staðar,” bætir Friðrik við. Einn af hópnum, sem borðaði nýlega með puttunum að hætti Víkinga í hellunum í Ægissíðu við Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega einstök upplifun og ég get ekki ýmindað mér annað en að ferðamenn séu hæstánægðir með þessa upplifun að koma og borða í helli að hætti Víkinga,” segir Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, gestur í hellunum við Hellu. Lambaskanki er aðalrétturinn í hellunum borðaðu með puttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta æðislegt, alveg dásamlegt. Ég var einmitt að segja það, þetta er engu líkt, þú færð þetta hvergi annars staðar í heiminum, upplifunin, maturinn, þjónustan, þetta er engu líkt,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir gestur í hellunum við Hellu. Hellarnir við Hellu eru mjög fjölsóttur ferðamannastaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Lambakjöt Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Það er mjög vinsælt hjá ferðamönnum, ekki síst erlendum að skoða hellana á Hellu enda eru þeir mjög merkilegir. Hellarnir eru í landi Ægissíðu en þar hafa fundist tólf manngerðir hellar, sem talið er að séu jafnvel eldri en landnám Íslands. Það nýjasta í hellunum er matarupplifun að hætti Víkinga en það er Hótel Rangá, sem skipuleggur það. Eldað er inn í einum hellinum og maturinn borinn í gesti. Undirleikurinn er harmonikkuspil þannig að stemningin verði á ljúfum og léttum nótum. „Við borðum bara með puttunum. Við fáum lambaskanka. Það er ein lítil skeið, sem þú færð í sósuna ef þú vilt en flestir rífa þetta bara af eða naga skankana. Sama hvort þetta eru fínar frúr frá New York eða bændur norðan úr landi, það eru allir, sem hafa gaman af þessu,” segir Friðrik Pálsson hjá Hótel Rangá. Maturinn er eldaður inn í hellunum og hafa gestir mjög gaman að því að fylgjast með kokkinum við störf sín.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg að slá í gegn. Við áttum ekki von á því enda vissum við ekki hvað við færum út í hér. Við erum í fjögurra stiga hita hér í þessum yndislegum hellum en þetta er náttúrulega lífsreynsla, sem þú bara færð hvergi annars staðar,” bætir Friðrik við. Einn af hópnum, sem borðaði nýlega með puttunum að hætti Víkinga í hellunum í Ægissíðu við Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega einstök upplifun og ég get ekki ýmindað mér annað en að ferðamenn séu hæstánægðir með þessa upplifun að koma og borða í helli að hætti Víkinga,” segir Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, gestur í hellunum við Hellu. Lambaskanki er aðalrétturinn í hellunum borðaðu með puttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta æðislegt, alveg dásamlegt. Ég var einmitt að segja það, þetta er engu líkt, þú færð þetta hvergi annars staðar í heiminum, upplifunin, maturinn, þjónustan, þetta er engu líkt,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir gestur í hellunum við Hellu. Hellarnir við Hellu eru mjög fjölsóttur ferðamannastaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Lambakjöt Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira