Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru

Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysinu telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. 

Innlent
Fréttamynd

Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn

Landeigandi í Reynisfjöru segir nauðsynlegt að tekið sé mark á reynslu, sem hlotist hefur í gegnum tíðina um hvað virkar og hvað ekki í öryggismálum á svæðinu. Hörmuleg slys og harkaleg orðræða taki bæði á fyrir landeigendur og viðbragðsaðila.

Innlent
Fréttamynd

Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum að­gerðum í Reynisfjöru

Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða.

Innlent
Fréttamynd

Rauða ljósið mun blikka fyrr

Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn gangi á eigin á­byrgð til leiks við náttúru Ís­lands

Hæstaréttarlögmaður segir að ferðamaður sé á eigin ábyrgð þegar hann gengur til leiks við íslenska náttúru. Hann kveðst ósammála fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveður ríkið mögulega skaðabótaskylt vegna banaslyss í Reynisfjöru, þar sem níu ára stúlka frá Þýskalandi fórst í sjónum á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu

Íslensk náttúra er fögur, en getur verið lífshættuleg. Nýlega lést barnung stúlka í Reynisfjöru. Hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi undanfarinn áratug hefur orðið til þess að slík tilvik eru orðin æði mörg.

Skoðun
Fréttamynd

Slysið á sama stað og við sömu að­stæður og fyrri bana­slys í fjörunni

Banaslysið í Reynisfjöru í gær varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni þar á undan að sögn landeigenda. Samráðshópur mun funda eftir helgi um frekari öryggisráðstafanir á svæðinu. Upplýsingaskilti sem sýnir svæðisskiptingu fjörunnar eftir litum fauk í óveðri fyrir nokkru síðan.

Innlent
Fréttamynd

Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru

Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum auð­vitað mjög slegin yfir þessu slysi“

Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna.

Innlent
Fréttamynd

Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“

Framkvæmdastjóri Heimildarinnar sakar sveitastjóra Mýrdalshrepps um að skapa andrúmsloft þar sem ekki megi gagnrýna hluti. Sveitastjórinn leggi áhyggjur um íslensku að jöfnu við fordóma gegn börnum og lýsi umfjöllun Heimildarinnar sem einhliða þó hann hafi sjálfur verið viðmælandi í henni.

Innlent
Fréttamynd

Kæfandi klámhögg sveitar­stjóra

Fáir myndu leggjast gegn þeirri staðhæfingu að ferðaþjónusta hafi haft gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag. Flest eru sammála um að áhrifin séu ekki öll jákvæð og að gera megi betur. Forsenda þess að gera betur er að rúm sé fyrir gagnrýna umræðu um það sem má fara betur.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“

Einar Freyr Elínarson sveitastjóri Mýrdalshrepps segir Heimildina vega að byggðinni, börnum hennar og fjölskyldu þeirra í umfjöllun sinni um neikvæð áhrif ferðamannaiðnaðarins í samfélaginu. Hann gengst við því að víða sé pottur brotinn og að samfélag Mýrdælinga standi frammi fyrir erfiðum áskornum, en segir þær einmitt það. Áskoranir, ekki ógnir.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamannaiðnaður? Nei, ferða­þjónusta!

Á undanförnum árum hefur orðasambandið ferðamannaiðnaður farið vaxandi í opinberri umræðu. Það birtist í fjölmiðlum, í stjórnmálum og á kaffistofum landsins – oft þegar rætt er um fjölda ferðamanna, áhrif ferðaþjónustu á náttúru og samfélag, eða þegar verið er að gagnrýna þá atvinnugrein sem snýr að móttöku ferðafólks.

Skoðun
Fréttamynd

Rúss­nesk her­flug­vél mætt í Landeyjarnar

Erlendir ferðamenn, sem heimsækja Íslands heillast margir af gömlum flugvélum og eftir því sem þær eru verr farnar virðast þeir vera hrifnari eins og sést á aðsókn að flugvélaflakinu á Sólheimasandi. Nú hefur bóndi í Landeyjum komið sér upp Rússnesku hermanna flugvélaflaki á sinni jörð i þeirri von að ferðamenn flykkist líka til hans.

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf senni­lega að moka þennan bíl upp“

Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú.

Innlent