Fjórða uppstokkunin á örfáum árum og yfir tuttugu nýir forstöðumenn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. mars 2024 20:01 Björn Zoëga stjórnarformaður Landspítalans segir nýjum stjórnendum á spítalanum líka ætlað að starfa á gólfinu. Vísir/Ívar Landspítalinn hefur ráðið um tuttugu nýja forstöðumenn. Langflestir voru starfandi á spítalanum og færast ofar í skipuriti. Þetta er fjórða breytingin á örfáum árum og áætlaður kostnaður er á þriðja hundrað milljónir króna. Stjórnendur Landspítalans hafa frá árinu 2019 fjórum sinnum gert viðamiklar breytingar á skipuriti spítalans. Árið 2022 var til dæmis ákveðið að fjölga framkvæmdastjórum og leggja niður störf forstöðumanna. Nú hefur enn á ný orðið algjör kúvending á skipuriti spítalans þar sem forstöðumenn koma aftur inn og að þessu sinni eru þeir tuttugu og þrír. Þannig eru nú bæði forstöðuhjúkrunarfræðingur og forstöðulæknir undir hverjum framkvæmdastjóra á klínískum sviðum spítalans. Undir forstöðumönnunum eru svo áfram deildarstjórar og yfirlæknar. Auk þess koma inn tvö ný störf á skrifstofu forstjóra. Hinir nýráðnu forstöðumenn störfuðu nánast allir áður á spítalanum og færast því ofar í skipuriti. Nýir stjórnendur eigi að starfa á gólfinu Björn Zoëga stjórnarformaður Landspítalans tekur fyrir það að verið sé að bæta við enn einu laginu af stjórnendum. „Það er bara verið að dreifa valdi með þessari breytingu. Það er megin hlutverk þessara stjórnenda að vinna með fólkinu, að vera nálægt gólfinu og fylla í eyður í mönnun og annað sem skortir á. Þetta er hugsað til að bæta mönnun því stjórnendur hafa betri yfirsýn og fleiri tækifæri til að lokka til sín starfsfólk,“ segir Björn. Hann segir að áætlaður kostnaður við breytingarnar sé um 240-250 milljónir króna á ári sem greiðist úr ríkissjóði. „Við erum komin á þjónustutengda fjármögnun sem þýðir að þegar við sjáum fleiri sjúklinga fáum við borgað fyrir það. Við sjáum nú þegar að þetta leiðir til aukinnar framleiðslu og framleiðni á spítalanum,“ segir hann. Mikilvægt að upplýsa starfsfólk Hann segist hafa heyrt af efasemdum frá starfsfólki spítalans um breytingarnar en telur þær framfaraskref. „Það er ekkert skrítið að það sé ákveðinn efi í kringum breytingar. Það er eðli spítala og menntastofnana að hafa ákveðna íhaldssemi og það er eðlilegt að það komi fram við svona breytingar. En ég segi alltaf að það þarf að vinna með slíkt og upplýsa starfsfólk,“ segir Björn. Björn sem var forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð um árabil segir að svipað fyrirkomulag sé þar og hafi reynst vel. „Yfirstjórn á Landspítalanum í samráði við stjórnina vann að útfærslu á þessari breytingu eftir ráðleggingar og aðstoð frá Mckinsey ráðgjafafyrirtækinu. Þetta var líka eina fyrirkomulagið sem virkaði á mínu gamla sjúkrahúsi í Svíþjóð,“ segir Björn. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. 22. desember 2022 13:53 Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans hafa frá árinu 2019 fjórum sinnum gert viðamiklar breytingar á skipuriti spítalans. Árið 2022 var til dæmis ákveðið að fjölga framkvæmdastjórum og leggja niður störf forstöðumanna. Nú hefur enn á ný orðið algjör kúvending á skipuriti spítalans þar sem forstöðumenn koma aftur inn og að þessu sinni eru þeir tuttugu og þrír. Þannig eru nú bæði forstöðuhjúkrunarfræðingur og forstöðulæknir undir hverjum framkvæmdastjóra á klínískum sviðum spítalans. Undir forstöðumönnunum eru svo áfram deildarstjórar og yfirlæknar. Auk þess koma inn tvö ný störf á skrifstofu forstjóra. Hinir nýráðnu forstöðumenn störfuðu nánast allir áður á spítalanum og færast því ofar í skipuriti. Nýir stjórnendur eigi að starfa á gólfinu Björn Zoëga stjórnarformaður Landspítalans tekur fyrir það að verið sé að bæta við enn einu laginu af stjórnendum. „Það er bara verið að dreifa valdi með þessari breytingu. Það er megin hlutverk þessara stjórnenda að vinna með fólkinu, að vera nálægt gólfinu og fylla í eyður í mönnun og annað sem skortir á. Þetta er hugsað til að bæta mönnun því stjórnendur hafa betri yfirsýn og fleiri tækifæri til að lokka til sín starfsfólk,“ segir Björn. Hann segir að áætlaður kostnaður við breytingarnar sé um 240-250 milljónir króna á ári sem greiðist úr ríkissjóði. „Við erum komin á þjónustutengda fjármögnun sem þýðir að þegar við sjáum fleiri sjúklinga fáum við borgað fyrir það. Við sjáum nú þegar að þetta leiðir til aukinnar framleiðslu og framleiðni á spítalanum,“ segir hann. Mikilvægt að upplýsa starfsfólk Hann segist hafa heyrt af efasemdum frá starfsfólki spítalans um breytingarnar en telur þær framfaraskref. „Það er ekkert skrítið að það sé ákveðinn efi í kringum breytingar. Það er eðli spítala og menntastofnana að hafa ákveðna íhaldssemi og það er eðlilegt að það komi fram við svona breytingar. En ég segi alltaf að það þarf að vinna með slíkt og upplýsa starfsfólk,“ segir Björn. Björn sem var forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð um árabil segir að svipað fyrirkomulag sé þar og hafi reynst vel. „Yfirstjórn á Landspítalanum í samráði við stjórnina vann að útfærslu á þessari breytingu eftir ráðleggingar og aðstoð frá Mckinsey ráðgjafafyrirtækinu. Þetta var líka eina fyrirkomulagið sem virkaði á mínu gamla sjúkrahúsi í Svíþjóð,“ segir Björn.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. 22. desember 2022 13:53 Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. 22. desember 2022 13:53
Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04
Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15