Heyrnartæki óheyrilega dýr á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2024 10:46 Kristján E. Guðmundsson hefur gert verðsamanburð á verði heyrnartækja á Íslandi og víðar. Honum brá, okur á verði slíkra tækja hér er með slíkum ósköpum. vísir/vilhelm Kristján E. Guðmundsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari, hefur gert samanburði á verði heyrnartækja á Norðurlöndum og svo á Íslandi. Munurinn er sláandi. Hvað veldur er svo rannsóknarefni út af fyrir sig. Kristján er einn af fjölmörgum eldri borgurum sem þarf á heyrnartækjum að halda, en þeir eru vitaskuld fleiri en aðeins eldri borgarar sem þurfa að styðjast við þetta hjálpartæki. Hann þarf að endurnýja tækin á fimm ára fresti og óhætt er að segja um sé að ræða bita fyrir hvern sem er. „Já. ég hef verið að bera þetta saman. Kannski eðlilega en við erum að tala um útgjöld einkum hjá eldri borgurum sem þurfa á heyrnartækjum að halda. Verðmunurinn er svo hrikalegur að mér var fullkomlega ofboðið,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Um er að ræða um 400 þúsund króna mun Óhætt er að segja að um verulegan mun sé að ræða. Í Noregi eru þessi tæki að fullu niðurgreidd til þeirra sem eldri eru en sextugir, þar þurfa menn ekki að borga krónu og í Danmörku borga menn 15 prósent af kostnaði við tækin. Því er ekki að heilsa á Íslandi. Kristján hefur skoðað þessi mál. „Það eru náttúrlega mismunandi gerðir og verðlag en parið hér kostar um 650 þúsund krónur. Með niðurgreiðslu sjúkratrygginga, sem niðurgreiða tækin um 120 þúsund krónur kostar þetta um 538 þúsund krónur. Þessi sömu tæki kosta án niðurgreiðslu 290 þúsund krónur í Noregi, nákvæmlega sömu tækin þannig að við erum að tala um nálægt 400 þúsund króna mismun,“ segir Kristján. Þetta er hrikalegt dæmi en Kristján hefur legið í þessu og leitað skýringa. En engar finnast. Kristján hefur lagst yfir málið og verðsamanburðurinn er ekki beinlínis Íslandi hagstæður. „Það eru engir tollar á þessu. Í hverju liggur þetta ofboðslega okur hér á heyrnartækjum?“ Það sem svo setur enn strik í reikninginn fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki er að þeir þurfa að skipta þeim út á fimm ára fresti sem þýðir að um er að ræða umtalsverðan kostnað fyrir hvern þann sem þarf að styðjast við þessi tæki. Hætt er við því að margir freistist til að láta hjá líða að slá út fyrir þessu þegar svona er í pottinn búið og afleiðingarnar af slíku eru margvíslegar og engar jákvæðar. Einhver er að maka krókinn rækilega Kristján telur að um sé að ræða stærra mál en menn geti ímyndað sér í fljótu bragði. Hann hefur gert margvíslegan samanburð á verði heyrnartækja og munurinn er Íslandi verulega í óhag. Það mætti þess vegna bæta Bretlandi og Þýskalandi við í samanburðinn. „Ekkert skýrir þennan mikla verðmun nema þarna séu einhverjir aldeilis að maka krókinn. Ég skil þetta ekki, ég verð að segja alveg eins og er.“ Kristjáni dettur helst í hug að þetta okur sé verndað með lögum. Fjórir aðilar hafa leyfi til að selja þessi tæki á Íslandi. Þar bendi flest til verðsamráðs, að söluaðilar taki mið af verðstigi hver hjá öðrum. Annars væri þetta varla á sama planinu. Þeir sem vilja kaupa slík tæki úti í Noregi geta vitaskuld gert það en geta þá ekki nýtt sér sjúkratryggingarnar. En engu að síður kemur það út þannig að ekki þarf að greiða nema helming upphæðarinnar, sem er eins og áður segir biti fyrir fólk sem er ekki mjög fjáð. Óvíst er að margir hafi tök á því. Neytendur Eldri borgarar Sjúkratryggingar Noregur Danmörk Þýskaland Bretland Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Kristján er einn af fjölmörgum eldri borgurum sem þarf á heyrnartækjum að halda, en þeir eru vitaskuld fleiri en aðeins eldri borgarar sem þurfa að styðjast við þetta hjálpartæki. Hann þarf að endurnýja tækin á fimm ára fresti og óhætt er að segja um sé að ræða bita fyrir hvern sem er. „Já. ég hef verið að bera þetta saman. Kannski eðlilega en við erum að tala um útgjöld einkum hjá eldri borgurum sem þurfa á heyrnartækjum að halda. Verðmunurinn er svo hrikalegur að mér var fullkomlega ofboðið,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Um er að ræða um 400 þúsund króna mun Óhætt er að segja að um verulegan mun sé að ræða. Í Noregi eru þessi tæki að fullu niðurgreidd til þeirra sem eldri eru en sextugir, þar þurfa menn ekki að borga krónu og í Danmörku borga menn 15 prósent af kostnaði við tækin. Því er ekki að heilsa á Íslandi. Kristján hefur skoðað þessi mál. „Það eru náttúrlega mismunandi gerðir og verðlag en parið hér kostar um 650 þúsund krónur. Með niðurgreiðslu sjúkratrygginga, sem niðurgreiða tækin um 120 þúsund krónur kostar þetta um 538 þúsund krónur. Þessi sömu tæki kosta án niðurgreiðslu 290 þúsund krónur í Noregi, nákvæmlega sömu tækin þannig að við erum að tala um nálægt 400 þúsund króna mismun,“ segir Kristján. Þetta er hrikalegt dæmi en Kristján hefur legið í þessu og leitað skýringa. En engar finnast. Kristján hefur lagst yfir málið og verðsamanburðurinn er ekki beinlínis Íslandi hagstæður. „Það eru engir tollar á þessu. Í hverju liggur þetta ofboðslega okur hér á heyrnartækjum?“ Það sem svo setur enn strik í reikninginn fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki er að þeir þurfa að skipta þeim út á fimm ára fresti sem þýðir að um er að ræða umtalsverðan kostnað fyrir hvern þann sem þarf að styðjast við þessi tæki. Hætt er við því að margir freistist til að láta hjá líða að slá út fyrir þessu þegar svona er í pottinn búið og afleiðingarnar af slíku eru margvíslegar og engar jákvæðar. Einhver er að maka krókinn rækilega Kristján telur að um sé að ræða stærra mál en menn geti ímyndað sér í fljótu bragði. Hann hefur gert margvíslegan samanburð á verði heyrnartækja og munurinn er Íslandi verulega í óhag. Það mætti þess vegna bæta Bretlandi og Þýskalandi við í samanburðinn. „Ekkert skýrir þennan mikla verðmun nema þarna séu einhverjir aldeilis að maka krókinn. Ég skil þetta ekki, ég verð að segja alveg eins og er.“ Kristjáni dettur helst í hug að þetta okur sé verndað með lögum. Fjórir aðilar hafa leyfi til að selja þessi tæki á Íslandi. Þar bendi flest til verðsamráðs, að söluaðilar taki mið af verðstigi hver hjá öðrum. Annars væri þetta varla á sama planinu. Þeir sem vilja kaupa slík tæki úti í Noregi geta vitaskuld gert það en geta þá ekki nýtt sér sjúkratryggingarnar. En engu að síður kemur það út þannig að ekki þarf að greiða nema helming upphæðarinnar, sem er eins og áður segir biti fyrir fólk sem er ekki mjög fjáð. Óvíst er að margir hafi tök á því.
Neytendur Eldri borgarar Sjúkratryggingar Noregur Danmörk Þýskaland Bretland Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent