Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 12:31 Þegar kemur að notkun, geð-, svefn,- og róandi lyfja virðumst við Íslendingar eiga enn einn „vafasama“ metið. Alma Möller landlæknir var í Kastljósinu í vikunni (12.2) og ræddi um mikla notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga. En þessi mikla notkun á einnig við um aðra aldursflokka. Nú er að svo að margir þurfa á geðlyfjum að halda, til skemmri eða lengri tíma. Hins vegar er lyfjagjöf ekki endilega upphafspunkturinn þegar kemur að meðhöndlun á andlegri vanlíðan. Í fyrrgreindu viðtali mælti Alma með því að gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við Hugræna atferlismeðferð væru notaðar sem fyrsta úrræði þegar kemur að meðhöndlun þunglyndis. Þeir sem taka þunglyndislyf ættu líka að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ávinningur sé af því að taka lyfið? Eru þau hjálpleg í baráttunni við kvíðann, þunglyndið eða aðra vanlíðan? Finn ég mun á mér eftir að ég fór að taka lyfið? Þeir eru ófáir sem ég hef hitt sem eiga erfitt með að muna hvenær þeir byrjuð að taka lyfin og aðrir eru ekki vissir hvort þau séu að gera gagn. Eru kostir þess að taka lyfin meiri en gallarnir til lengri tíma litið? Öll lyf hafa aukaverkanir en við finnum mismikið fyrir þeim. STAÐREYND um þunglyndi: Rannsóknir síðustu 50 ára hafa ekki náð að sanna að þunglyndi orsakist af lágu magni seretonins í heila. En þunglyndislyf eiga jú að hafa áhrif á magn seretonins í heila. STAÐREYND: þegar lyfjanotkun er hætt koma óhjákvæmilega fram fráhvarfseinkenni, sem margir taka sem versnun þunglyndis. Fráhvarfseinkenni þunglyndislyfja geta verið alvarleg og langdregin. Þá hefur verið sýnt fram á að sumar tegundir þunglyndislyfja eru tengdar aukinni hættu á sjálfsvígum hjá fullorðnum með þunglyndi. Sertral er eitt algengasta þunglyndislyfið á Íslandi. Margir eru ómeðvitaðir um aukaverkanir þeirra lyfja sem þeir taka. Ég fletti sertral upp í lyfjahandbókinni og eftirfarandi aukaverkanir voru skráðar sem algengar: Hjartaónot, verkur fyrir brjósti, hreyfitruflanir, höfuðverkur, sundl, þreyta, kviðverkur, hægðatregða, uppköst, lystarleysi, munnþurrkur, svitamyndun, ógleði, niðurgangur, meltingatruflanir, skapgerðabreytingar, minnkuð kynhvöt, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar. Nýlega sagði kona sögu sína í fjölmiðlum en hún leitaði læknis vegna kulnunar. Í greininni segir konan að henni hafi þótt læknirinn leggja óþarflega mikla áherslu á að gefa lyf. „Ég hefði viljað að læknirinn hefði tekið öðruvísi á mínu vandamáli… að hann hefði skoðað svefninn, mataræðið og hvað ég væri að taka inn af bætiefnum.“ Konan talar um að nánar hefði þurft að kortleggja daglega streitu og gefa ráð varðandi hreyfingu í stað þess að skrifa upp á lyf. Það er STAÐREYND að hundruð rannsókna sýna fram á góðan árangur sálfræðimeðferðar við andlegri vanlíðan á borð við kvíða og þunglyndi. Það er staðreynd að þegar kemur að meðhöndlun sálrænna vandamála á borð við kvíða og þunglyndi gilda sömu lögmál og við meðhöndlun líkamlegra vandamála eins og sykursýki og hækkaðs blóðþrýstings. Það sem skiptir máli er að breyta HEGÐUN. Ef við glímum við sykursýki 2 eða hækkaðan blóðþrýsting þurfum við að breyta mataræði og/eða minnka streitu. Sömu lögmál gilda þegar kemur að andlegri vanlíðan. Breytt hegðunarmynstur er grundvöllur að betri líðan. Við þurfum að gera meira af því sem gefur okkur gleði og auka daglega virkni og hreyfingu. Það er staðreynd að erfiðar hugsanir og tilfinningar eru hluti af lífi okkar allra. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM) og atferlis- og sáttarmeðferð (ACT) bjóða upp á tæki til að takast á við andlega vanlíðan og hjálpa okkur í átt að betri líðan. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Lyf Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að notkun, geð-, svefn,- og róandi lyfja virðumst við Íslendingar eiga enn einn „vafasama“ metið. Alma Möller landlæknir var í Kastljósinu í vikunni (12.2) og ræddi um mikla notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga. En þessi mikla notkun á einnig við um aðra aldursflokka. Nú er að svo að margir þurfa á geðlyfjum að halda, til skemmri eða lengri tíma. Hins vegar er lyfjagjöf ekki endilega upphafspunkturinn þegar kemur að meðhöndlun á andlegri vanlíðan. Í fyrrgreindu viðtali mælti Alma með því að gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við Hugræna atferlismeðferð væru notaðar sem fyrsta úrræði þegar kemur að meðhöndlun þunglyndis. Þeir sem taka þunglyndislyf ættu líka að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ávinningur sé af því að taka lyfið? Eru þau hjálpleg í baráttunni við kvíðann, þunglyndið eða aðra vanlíðan? Finn ég mun á mér eftir að ég fór að taka lyfið? Þeir eru ófáir sem ég hef hitt sem eiga erfitt með að muna hvenær þeir byrjuð að taka lyfin og aðrir eru ekki vissir hvort þau séu að gera gagn. Eru kostir þess að taka lyfin meiri en gallarnir til lengri tíma litið? Öll lyf hafa aukaverkanir en við finnum mismikið fyrir þeim. STAÐREYND um þunglyndi: Rannsóknir síðustu 50 ára hafa ekki náð að sanna að þunglyndi orsakist af lágu magni seretonins í heila. En þunglyndislyf eiga jú að hafa áhrif á magn seretonins í heila. STAÐREYND: þegar lyfjanotkun er hætt koma óhjákvæmilega fram fráhvarfseinkenni, sem margir taka sem versnun þunglyndis. Fráhvarfseinkenni þunglyndislyfja geta verið alvarleg og langdregin. Þá hefur verið sýnt fram á að sumar tegundir þunglyndislyfja eru tengdar aukinni hættu á sjálfsvígum hjá fullorðnum með þunglyndi. Sertral er eitt algengasta þunglyndislyfið á Íslandi. Margir eru ómeðvitaðir um aukaverkanir þeirra lyfja sem þeir taka. Ég fletti sertral upp í lyfjahandbókinni og eftirfarandi aukaverkanir voru skráðar sem algengar: Hjartaónot, verkur fyrir brjósti, hreyfitruflanir, höfuðverkur, sundl, þreyta, kviðverkur, hægðatregða, uppköst, lystarleysi, munnþurrkur, svitamyndun, ógleði, niðurgangur, meltingatruflanir, skapgerðabreytingar, minnkuð kynhvöt, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar. Nýlega sagði kona sögu sína í fjölmiðlum en hún leitaði læknis vegna kulnunar. Í greininni segir konan að henni hafi þótt læknirinn leggja óþarflega mikla áherslu á að gefa lyf. „Ég hefði viljað að læknirinn hefði tekið öðruvísi á mínu vandamáli… að hann hefði skoðað svefninn, mataræðið og hvað ég væri að taka inn af bætiefnum.“ Konan talar um að nánar hefði þurft að kortleggja daglega streitu og gefa ráð varðandi hreyfingu í stað þess að skrifa upp á lyf. Það er STAÐREYND að hundruð rannsókna sýna fram á góðan árangur sálfræðimeðferðar við andlegri vanlíðan á borð við kvíða og þunglyndi. Það er staðreynd að þegar kemur að meðhöndlun sálrænna vandamála á borð við kvíða og þunglyndi gilda sömu lögmál og við meðhöndlun líkamlegra vandamála eins og sykursýki og hækkaðs blóðþrýstings. Það sem skiptir máli er að breyta HEGÐUN. Ef við glímum við sykursýki 2 eða hækkaðan blóðþrýsting þurfum við að breyta mataræði og/eða minnka streitu. Sömu lögmál gilda þegar kemur að andlegri vanlíðan. Breytt hegðunarmynstur er grundvöllur að betri líðan. Við þurfum að gera meira af því sem gefur okkur gleði og auka daglega virkni og hreyfingu. Það er staðreynd að erfiðar hugsanir og tilfinningar eru hluti af lífi okkar allra. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM) og atferlis- og sáttarmeðferð (ACT) bjóða upp á tæki til að takast á við andlega vanlíðan og hjálpa okkur í átt að betri líðan. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun