Segja göng Hamas liggja undir höfuðstöðvum UNRWA Árni Sæberg skrifar 11. febrúar 2024 08:39 Ísraelsmenn í göngum Hamas, sem sögð eru beint undir höfuðstöðvum UNRWA. Ariel Schalit/AP Talsmenn Ísraelshers segja að mörg hundruð metra langt ganganet Hamas hafi fundist á Gasa. Göng hryðjuverkasamtakanna liggi meðal annars undir höfuðstöðvum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA. Í frétt Reuters um málið segir að fréttamönnum hafi verið boðið í vettvangsferð um göngin í fylgd sérfræðinga Ísraelshers. Eftir um tuttugu mínútna göngu í steikjandi hita ofan í göngunum hafi leiðsögumaður ferðarinnar sagt hópinn vera undir höfuðstöðvum UNRWA. Ísraelskur hermaður slakar myndavél ofan í göng Hamasliða. Þessi mynd er tekin innan lóðar UNRWA.Ariel Schalit/AP Þar hafi mátt sjá einhvers konar skrifstofurými með verðmætaskápum og tölvuþjónaherbergi. „Öllu er stýrt héðan. Allt rafmagnið fyrir göngin sem þið genguð í gegnum kemur héðan. Þetta er ein miðstöðva leyniþjónustunnar, þetta er einn af stöðunum þar sem leyniþjónusta Hamas stýrði átökunum,“ er haft eftir Ido, liðforingja Ísraelshers, sem leiddi vettvangsferðina. Kannast ekkert við göngin Töluvert hefur gustað um Palestínuflóttamannaaðstoðina eftir að fullyrt var að hluti starfsmanna hennar væru hliðhollir Hamas. Það hefur meðal annars leitt til þess að fjöldi ríkja hefur stöðvað eða fryst greiðslur til stofnunarinnar. Ísland er með þeirra sem hafa fryst greiðslur. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að höfuðstöðvar hennar á Gasaströndinni hefðu verið rýmdar þann 12. október síðastliðinn, fimm dögum eftir að stríðið hófst. Því gæti stofnunin ekki staðfest tilvist ganganna né tjáð sig um þau að öðru leyti. „UNRWA býr hvorki yfir hernaðar- og öryggismálaþekkingu né getu til þess að ráðast í rannsóknir á því hvað er, eða gæti verið, undir bækistöðvum stofnunarinnar.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Í frétt Reuters um málið segir að fréttamönnum hafi verið boðið í vettvangsferð um göngin í fylgd sérfræðinga Ísraelshers. Eftir um tuttugu mínútna göngu í steikjandi hita ofan í göngunum hafi leiðsögumaður ferðarinnar sagt hópinn vera undir höfuðstöðvum UNRWA. Ísraelskur hermaður slakar myndavél ofan í göng Hamasliða. Þessi mynd er tekin innan lóðar UNRWA.Ariel Schalit/AP Þar hafi mátt sjá einhvers konar skrifstofurými með verðmætaskápum og tölvuþjónaherbergi. „Öllu er stýrt héðan. Allt rafmagnið fyrir göngin sem þið genguð í gegnum kemur héðan. Þetta er ein miðstöðva leyniþjónustunnar, þetta er einn af stöðunum þar sem leyniþjónusta Hamas stýrði átökunum,“ er haft eftir Ido, liðforingja Ísraelshers, sem leiddi vettvangsferðina. Kannast ekkert við göngin Töluvert hefur gustað um Palestínuflóttamannaaðstoðina eftir að fullyrt var að hluti starfsmanna hennar væru hliðhollir Hamas. Það hefur meðal annars leitt til þess að fjöldi ríkja hefur stöðvað eða fryst greiðslur til stofnunarinnar. Ísland er með þeirra sem hafa fryst greiðslur. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að höfuðstöðvar hennar á Gasaströndinni hefðu verið rýmdar þann 12. október síðastliðinn, fimm dögum eftir að stríðið hófst. Því gæti stofnunin ekki staðfest tilvist ganganna né tjáð sig um þau að öðru leyti. „UNRWA býr hvorki yfir hernaðar- og öryggismálaþekkingu né getu til þess að ráðast í rannsóknir á því hvað er, eða gæti verið, undir bækistöðvum stofnunarinnar.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira