Innlent

„Ör­stutt í þung­lyndi yfir niður­stöðunum“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu segir að það sé greinilega ekki nóg að halda skemmtilegasta partýið til að landa þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar.
Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu segir að það sé greinilega ekki nóg að halda skemmtilegasta partýið til að landa þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segist í sínu lífi hafa þurft að þola verri og harkalegri skelli en að ná ekki settu markmiði í forvali Samfylkingarinnar sem lauk í gær. Hann sóttist eftir þriðja sæti á lista flokksins en endaði í því sjöunda með 1700 atkvæði.

Hann gerði upp hina stuttu en snörpu baráttu á samfélagsmiðlum rétt í þessu.

„Ég vaknaði í morgun eftir skemmtilegt kvöld, smá örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum,“ skrifar Guðmundur. Tvær mjög krefjandi vikur séu nú að baki.

Þrátt fyrir að hann hafi ekki komist í sex efstu sætin – sem eru bindandi – þá finnist honum árangur sinn góður þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar í heild sinni.

„Það er greinilega ekki nóg að halda skemmtilegasta partýið til að vinna kosningu, en það var allavega vel mætt og ógleymanlegt.“

Hann þakkar stuðningsfólki sínu innilega og segist munu halda áfram að vinna með flokknum. Nú muni hann snúa sér aftur að því sem hann kunni best. „Vinna með fólki á vettvangi, baráttu láglaunafólks, velferðarmálum og fangelsum landsins.“ 


Tengdar fréttir

Guð­mundur Ingi rótar fólki inn í Sam­fylkinguna

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu býður sig fram til 3. sætis á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðmundur er með duglegri mönnum og hann hefur nú þegar fengið hundruð manna til að skrá sig í flokkinn til að geta kosið í prófkjöri sem fer fram eftir 17 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×