Íslenska er lykill Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 10:00 Rúmlega 20% Reykjavíkinga eru erlendir ríkisborgarar. Rúmlega 30 þúsund manns. Auk þeirra er fjöldi Íslendinga sem hér búa af erlendum uppruna. Þetta er velkominn hópur af fólki sem hér hefur ákveðið að búa og starfa, ala hér upp börnin sín og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Eins og kom fram í Torginu, á Rúv í gær, er mikið ákall allra um að auka tækifæri þessa hóps til að læra og þjálfast í íslensku. Tungumálið okkar opnar dyr að fullri þátttöku í samfélaginu og því þurfum við að byrja stuðninginn strax hjá börnunum. Það þarf að styrkja íslenskukennslu fyrir börn í skólum og gera foreldrum þeirra kleift að þjálfast í tungumálinu okkar. Fjölbreytni í tungumálum nemenda hefur verið áskorun fyrir grunnskólastarf og því hefur Reykjavík tekið mjög meðvitaða ákvörðun um að styrkja skólana okkar til að bregðast við henni. Fjölbreyttur stuðningur til kennslu á íslensku sem annað mál Þrátt fyrir að Reykjavík búi við þá sérstöðu að fá ekki framlög úr Jöfnunarsjóði vegna barna með annað móðurmál en íslensku, líkt og önnur sveitarfélög, höfum við innleitt umtalsverðan stuðning í umhverfi þessara barna undanfarin ár. Enda er stærstur hluti barna sem hafa annað móðurmál en íslensku í reykvískum skólum. Við höfum veitt fjármagni til bæði leik- og grunnskóla vegna kennslu á íslensku sem annað tungumál. Sett var á fót móttökuáætlun fyrir börn á þessum skólastigum sem flytja til landsins, þar sem fjölskyldan er tengd skólum, þjónustumiðstöðum og frístund, í verkefninu “Velkomin í hverfið þitt.” Í Miðju máls og læsis höfum við kennsluráðgjafa með sérþekkingu í móttöku, aðlögun og kennslu íslensku sem annað mál. Þar eru einnig brúarsmiðir sem tala m.a. arabísku, kúrdísku, pólsku og úkraínsku, til stuðnings skólum okkar. Í öllum borgarhlutum eru starfandi íslenskuver fyrir börn í 5.-10. bekk sem eru nýflutt til landsins. Auk þessa eru starfrækt sérstök skólaúrræði fyrir börn frá Úkraínu, sem ekki eru komin í varanlegt húsnæði og stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd. Framlag borgarinnar inn í þennan málaflokk er fjárfesting en ekki kostnaður, sem mun skila sér margfalt til baka. Þetta vitum við og því samþykkti borgarráð einróma í janúar að styrkja enn betur kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Stór hluti þessa framlags fer í íslenskukennslu, aukin stuðning við kennara til að kenna íslensku sem annað mál og annan stuðning vegna tungumála. En einnig verða til stuðningsteymi barna á flótta með mikla áfallasögu, til að gera þeim betur kleift að vinna úr sínum áföllum og öðlast heilbrigðara líf. Það hafa ekki öll sveitarfélög sama styrk og Reykjavík til að bregðast við mikilli aukningu barna sem þurfa þennan mikla stuðning til að komast inn í tungumálið okkar og samfélag. Hér þurfa sveitarfélögin því saman að taka samtal við ríkið um hvers konar þjónusta eigi að standa til boða til að við getum tekið á móti fólki með þeim sómabrag sem við teljum réttan og komum í veg fyrir jaðarsetningu stórra hópa. Ákall sumra sveitarfélaga um álag skólanna vegna þessa málaflokks er mikið áhyggjuefni. Borgarstjórn stendur saman Borgarstjórn hefur borið gæfu til þess að vera nokkuð sammála um að leggja mikla áherslu á mannréttindi í borginni, sýna mildi og kærleik. Aðgerðaráætlun 2023-2026, sem unnin var þverpólitískt, dregur fram markmið um að vera borg sem byggir á réttlæti, sanngirni og þátttöku íbúa þar sem engin er skilin eftir. Ekki heldur nýir Íslendingar og erlendir ríkisborgarar. Og er ég afar þakklát fyrir þennan samhug í borgarstjórn á tímum þegar samsæriskenningar og jaðarskoðanir grassera um allan heim. Fjárfesting en ekki kostnaður Stóryrði um kostnað samfélagsins við nýja íbúa er gjarnan mjög ýkt og pólariseruð. Innflytjendur eru upp til hópa alveg frábært fólk. Fólk sem hefur bjargir og getu til að fara af stað. Fólk sem treystir sér til að aðlagast nýjum tungumálum, siðum og venjum. Og fólk sem er að langstærstum hluta á vinnumarkaði. Þessu fólki eigum við að taka opnum örmum því í þeirra löngun til að verða partur af íslenskri þjóð felst okkar framtíðarauður. Okkar besta tæki er að opna fyrir innflytjendum dyr að íslensku samfélagi. Ekki síst með því að gefa því aðgang að tungumálinu okkar. Til að samfélagið sé öllum opið, þurfum við að auka samskipti milli ólíkra mál- og menningarhópa, brjóta við niður fordóma og koma í veg fyrir árekstra. Við í Reykjavík sjáum hvað fjölbreytileiki og mannréttindi hafa mikið að segja við þróun borgar og þess vegna opnum við faðminn með samstöðu og mildi. Um það er sátt í borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Íslensk tunga Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Rúmlega 20% Reykjavíkinga eru erlendir ríkisborgarar. Rúmlega 30 þúsund manns. Auk þeirra er fjöldi Íslendinga sem hér búa af erlendum uppruna. Þetta er velkominn hópur af fólki sem hér hefur ákveðið að búa og starfa, ala hér upp börnin sín og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Eins og kom fram í Torginu, á Rúv í gær, er mikið ákall allra um að auka tækifæri þessa hóps til að læra og þjálfast í íslensku. Tungumálið okkar opnar dyr að fullri þátttöku í samfélaginu og því þurfum við að byrja stuðninginn strax hjá börnunum. Það þarf að styrkja íslenskukennslu fyrir börn í skólum og gera foreldrum þeirra kleift að þjálfast í tungumálinu okkar. Fjölbreytni í tungumálum nemenda hefur verið áskorun fyrir grunnskólastarf og því hefur Reykjavík tekið mjög meðvitaða ákvörðun um að styrkja skólana okkar til að bregðast við henni. Fjölbreyttur stuðningur til kennslu á íslensku sem annað mál Þrátt fyrir að Reykjavík búi við þá sérstöðu að fá ekki framlög úr Jöfnunarsjóði vegna barna með annað móðurmál en íslensku, líkt og önnur sveitarfélög, höfum við innleitt umtalsverðan stuðning í umhverfi þessara barna undanfarin ár. Enda er stærstur hluti barna sem hafa annað móðurmál en íslensku í reykvískum skólum. Við höfum veitt fjármagni til bæði leik- og grunnskóla vegna kennslu á íslensku sem annað tungumál. Sett var á fót móttökuáætlun fyrir börn á þessum skólastigum sem flytja til landsins, þar sem fjölskyldan er tengd skólum, þjónustumiðstöðum og frístund, í verkefninu “Velkomin í hverfið þitt.” Í Miðju máls og læsis höfum við kennsluráðgjafa með sérþekkingu í móttöku, aðlögun og kennslu íslensku sem annað mál. Þar eru einnig brúarsmiðir sem tala m.a. arabísku, kúrdísku, pólsku og úkraínsku, til stuðnings skólum okkar. Í öllum borgarhlutum eru starfandi íslenskuver fyrir börn í 5.-10. bekk sem eru nýflutt til landsins. Auk þessa eru starfrækt sérstök skólaúrræði fyrir börn frá Úkraínu, sem ekki eru komin í varanlegt húsnæði og stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd. Framlag borgarinnar inn í þennan málaflokk er fjárfesting en ekki kostnaður, sem mun skila sér margfalt til baka. Þetta vitum við og því samþykkti borgarráð einróma í janúar að styrkja enn betur kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Stór hluti þessa framlags fer í íslenskukennslu, aukin stuðning við kennara til að kenna íslensku sem annað mál og annan stuðning vegna tungumála. En einnig verða til stuðningsteymi barna á flótta með mikla áfallasögu, til að gera þeim betur kleift að vinna úr sínum áföllum og öðlast heilbrigðara líf. Það hafa ekki öll sveitarfélög sama styrk og Reykjavík til að bregðast við mikilli aukningu barna sem þurfa þennan mikla stuðning til að komast inn í tungumálið okkar og samfélag. Hér þurfa sveitarfélögin því saman að taka samtal við ríkið um hvers konar þjónusta eigi að standa til boða til að við getum tekið á móti fólki með þeim sómabrag sem við teljum réttan og komum í veg fyrir jaðarsetningu stórra hópa. Ákall sumra sveitarfélaga um álag skólanna vegna þessa málaflokks er mikið áhyggjuefni. Borgarstjórn stendur saman Borgarstjórn hefur borið gæfu til þess að vera nokkuð sammála um að leggja mikla áherslu á mannréttindi í borginni, sýna mildi og kærleik. Aðgerðaráætlun 2023-2026, sem unnin var þverpólitískt, dregur fram markmið um að vera borg sem byggir á réttlæti, sanngirni og þátttöku íbúa þar sem engin er skilin eftir. Ekki heldur nýir Íslendingar og erlendir ríkisborgarar. Og er ég afar þakklát fyrir þennan samhug í borgarstjórn á tímum þegar samsæriskenningar og jaðarskoðanir grassera um allan heim. Fjárfesting en ekki kostnaður Stóryrði um kostnað samfélagsins við nýja íbúa er gjarnan mjög ýkt og pólariseruð. Innflytjendur eru upp til hópa alveg frábært fólk. Fólk sem hefur bjargir og getu til að fara af stað. Fólk sem treystir sér til að aðlagast nýjum tungumálum, siðum og venjum. Og fólk sem er að langstærstum hluta á vinnumarkaði. Þessu fólki eigum við að taka opnum örmum því í þeirra löngun til að verða partur af íslenskri þjóð felst okkar framtíðarauður. Okkar besta tæki er að opna fyrir innflytjendum dyr að íslensku samfélagi. Ekki síst með því að gefa því aðgang að tungumálinu okkar. Til að samfélagið sé öllum opið, þurfum við að auka samskipti milli ólíkra mál- og menningarhópa, brjóta við niður fordóma og koma í veg fyrir árekstra. Við í Reykjavík sjáum hvað fjölbreytileiki og mannréttindi hafa mikið að segja við þróun borgar og þess vegna opnum við faðminn með samstöðu og mildi. Um það er sátt í borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun