Lilja Dögg ráðherra er ánægð með að Bláa lónið sé opið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2024 13:30 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sem var gestur á opnum fundi Framsóknar í Árborg í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir er mjög sátt við að Bláa lónið sé opið þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesi. Hún segir fyrirtækið afar mikilvægt þegar ferðaþjónustan er annars vegar en þar starfa tæplega níu hundruð manns. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra var gestur í gær á opnum fundi Framsóknar í Árborg þar sem hún fór yfir fjölmörg mál, bæði hér heima og í útlöndum. Mestur tími fór þó í að ræða stöðuna í Grindavík og aðstoðina við samfélagið þar. „Við leggjum fram í næstu viku frumvarp þess efnis þar sem er verið að kynna uppkaup á húsnæði. Við höfum líka heyrt af því að það hugnist ekki öllum því það eru ýmsir, sem vilja um leið og þetta er orðið öruggt að flytja til baka og það kæmi mér ekki á óvart að við munum sjá svipaða þróun og var í Vestmannaeyjum að það sé hluti, sem kemur til baka en hluti, sem flytur frá Grindavík en þetta segi ég auðvitað með það að leiðarljósi að Grindavík verði orðin örugg,” segir Lilja. Það eru margir hissa á því á meðan Grindvíkingar mega ekki eyða meiri tíma í bæjarfélaginu sínu eða flytja heim þar sem það er óhætt að Bláalónið, sé opið á sama tíma. Hvað segir Lilja við því ? „Það er þannig að tæplega 900 manns starfa í Bláa lóninu og þetta er eitt okkar öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki og það hefur áhrif á alla ferðaþjónustuna þegar lokað er í Bláa lóninu.” Þannig að þú ert með því að hafa opið? „Þegar það er metið að það sé öruggt og fólk er búið að æfa rýmingu og annað slíkt þá tel ég að það geti verið opið,” segir Lilja. Fjölmargir mættu til að hlusta á hvað Lilja Dögg hefði að segja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ríkisvaldið að standa sig vel varðandi Grindavík að mati Lilju eða hvað? „Já, við erum að gera allt, sem við mögulega getum og viljum áfram stuðla að því að ná utan um þessa stöðu en ég skil auðvitað, það eru margir, sem eru orðnir pirraðir og ég væri það sjálf ef ég kæmist ekki í húsið mitt, þannig að við þurfum bara að vinna með það en alltaf að ná utan um fólkið,” segir Lilja Dögg. Lilja Dögg er hlynnt því að Bláa lónið sé opið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Framsóknarflokkurinn Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra var gestur í gær á opnum fundi Framsóknar í Árborg þar sem hún fór yfir fjölmörg mál, bæði hér heima og í útlöndum. Mestur tími fór þó í að ræða stöðuna í Grindavík og aðstoðina við samfélagið þar. „Við leggjum fram í næstu viku frumvarp þess efnis þar sem er verið að kynna uppkaup á húsnæði. Við höfum líka heyrt af því að það hugnist ekki öllum því það eru ýmsir, sem vilja um leið og þetta er orðið öruggt að flytja til baka og það kæmi mér ekki á óvart að við munum sjá svipaða þróun og var í Vestmannaeyjum að það sé hluti, sem kemur til baka en hluti, sem flytur frá Grindavík en þetta segi ég auðvitað með það að leiðarljósi að Grindavík verði orðin örugg,” segir Lilja. Það eru margir hissa á því á meðan Grindvíkingar mega ekki eyða meiri tíma í bæjarfélaginu sínu eða flytja heim þar sem það er óhætt að Bláalónið, sé opið á sama tíma. Hvað segir Lilja við því ? „Það er þannig að tæplega 900 manns starfa í Bláa lóninu og þetta er eitt okkar öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki og það hefur áhrif á alla ferðaþjónustuna þegar lokað er í Bláa lóninu.” Þannig að þú ert með því að hafa opið? „Þegar það er metið að það sé öruggt og fólk er búið að æfa rýmingu og annað slíkt þá tel ég að það geti verið opið,” segir Lilja. Fjölmargir mættu til að hlusta á hvað Lilja Dögg hefði að segja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ríkisvaldið að standa sig vel varðandi Grindavík að mati Lilju eða hvað? „Já, við erum að gera allt, sem við mögulega getum og viljum áfram stuðla að því að ná utan um þessa stöðu en ég skil auðvitað, það eru margir, sem eru orðnir pirraðir og ég væri það sjálf ef ég kæmist ekki í húsið mitt, þannig að við þurfum bara að vinna með það en alltaf að ná utan um fólkið,” segir Lilja Dögg. Lilja Dögg er hlynnt því að Bláa lónið sé opið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Framsóknarflokkurinn Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira