Verktakar sjá fram á metár í útboðum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. janúar 2024 20:20 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Sigurjón Ólason Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Útboðsþingi. Þangað mættu verktakar landsins og vinnuvélaeigendur til að hlýða á fulltrúa opinberra aðila lýsa þeim framkvæmdum sem þeir hyggjast bjóða út í ár. „Útboðin, það verður væntanlega slegið met á árinu, ef áform ganga eftir. Við erum að sjá töluna í fyrsta sinn fara yfir 200 milljarða,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „En því til viðbótar verða miklar fjárfestingar á árinu. Talan þar er 175 milljarðar og ég held að við höfum aldrei séð eins háa tölu þar,“ segir Sigurður ennfremur. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Sigurjón Ólason Þyngst vega útboð Landsvirkjunar á Búrfellslundi og Hvammsvirkjun, útboð vegna nýja Landspítalans og svo Vegagerðin, að því er fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra taldi upp helstu framkvæmdir í vegagerð; lokaáfangar við tvöföldun Reykjanesbrautar, hringvegur um Hornafjarðarfljót, breikkun Kjalarnesvegar, þar sem akstursstefnur verða aðskildar, áframhaldandi uppbygging Vestfjarðavegar og Norðausturvegur um Brekknaheiði en með þeirri framkvæmd segir hann að verði komið bundið slitlag milli allra þéttbýlisstaða á Norðausturlandi. Samtök iðnaðarins lýsa sérstökum áhyggjum af uppsafnaðri viðhaldsþörf vegakerfisins sem og stöðu orkumála. „Og eftir tímabil fyrir nokkrum árum síðan, þar sem var lítið að gert, þá erum við einfaldlega komin í heilmikla skuld, innviðaskuld. Og við erum í raun minnt á þetta reglulega, hvort sem það er vegakerfið, rafmagnið að slá út, vatnsveitan, hitaveitan, orkuöflun og svo framvegis,“ segir Sigurður Hannesson. Fundarsalurinn á Grand Hótel Reykjavík var þéttsetinn.Sigurjón Ólason Aðgerðir vegna Grindavíkur eru stóri óvissuþátturinn, eins og uppkaup húsnæðis. „Sem kallar auðvitað þá á að Grindvíkingar fara af miklum krafti hér inn á íbúðamarkaðinn,“ segir Sigurður Ingi. „Við munum þurfa að fara í einhverjar mótvægisaðgerðir. En það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að fresta neinum stórframkvæmdum á þessum tímapunkti.“ -En það kæmi til greina? „Það getur verið ein af mótvægisaðgerðunum,“ svarar ráðherrann. Takmörkuð framleiðslugeta byggingariðnaðarins gæti þurft að beinast að þörf Grindvíkinga. „Og ef við þurfum að byggja enn fleiri íbúðir, á þessu og næsta ári, til þess að takast á við þennan vanda, þá getur vel verið að menn geti ekki byggt önnur hús á meðan,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Samgöngur Orkumál Landsvirkjun Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Landspítalinn Húsnæðismál Grindavík Byggingariðnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Tengdar fréttir Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. 30. janúar 2024 13:01 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Umferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. 30. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Útboðsþingi. Þangað mættu verktakar landsins og vinnuvélaeigendur til að hlýða á fulltrúa opinberra aðila lýsa þeim framkvæmdum sem þeir hyggjast bjóða út í ár. „Útboðin, það verður væntanlega slegið met á árinu, ef áform ganga eftir. Við erum að sjá töluna í fyrsta sinn fara yfir 200 milljarða,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „En því til viðbótar verða miklar fjárfestingar á árinu. Talan þar er 175 milljarðar og ég held að við höfum aldrei séð eins háa tölu þar,“ segir Sigurður ennfremur. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Sigurjón Ólason Þyngst vega útboð Landsvirkjunar á Búrfellslundi og Hvammsvirkjun, útboð vegna nýja Landspítalans og svo Vegagerðin, að því er fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra taldi upp helstu framkvæmdir í vegagerð; lokaáfangar við tvöföldun Reykjanesbrautar, hringvegur um Hornafjarðarfljót, breikkun Kjalarnesvegar, þar sem akstursstefnur verða aðskildar, áframhaldandi uppbygging Vestfjarðavegar og Norðausturvegur um Brekknaheiði en með þeirri framkvæmd segir hann að verði komið bundið slitlag milli allra þéttbýlisstaða á Norðausturlandi. Samtök iðnaðarins lýsa sérstökum áhyggjum af uppsafnaðri viðhaldsþörf vegakerfisins sem og stöðu orkumála. „Og eftir tímabil fyrir nokkrum árum síðan, þar sem var lítið að gert, þá erum við einfaldlega komin í heilmikla skuld, innviðaskuld. Og við erum í raun minnt á þetta reglulega, hvort sem það er vegakerfið, rafmagnið að slá út, vatnsveitan, hitaveitan, orkuöflun og svo framvegis,“ segir Sigurður Hannesson. Fundarsalurinn á Grand Hótel Reykjavík var þéttsetinn.Sigurjón Ólason Aðgerðir vegna Grindavíkur eru stóri óvissuþátturinn, eins og uppkaup húsnæðis. „Sem kallar auðvitað þá á að Grindvíkingar fara af miklum krafti hér inn á íbúðamarkaðinn,“ segir Sigurður Ingi. „Við munum þurfa að fara í einhverjar mótvægisaðgerðir. En það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að fresta neinum stórframkvæmdum á þessum tímapunkti.“ -En það kæmi til greina? „Það getur verið ein af mótvægisaðgerðunum,“ svarar ráðherrann. Takmörkuð framleiðslugeta byggingariðnaðarins gæti þurft að beinast að þörf Grindvíkinga. „Og ef við þurfum að byggja enn fleiri íbúðir, á þessu og næsta ári, til þess að takast á við þennan vanda, þá getur vel verið að menn geti ekki byggt önnur hús á meðan,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Samgöngur Orkumál Landsvirkjun Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Landspítalinn Húsnæðismál Grindavík Byggingariðnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Tengdar fréttir Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. 30. janúar 2024 13:01 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Umferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. 30. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. 30. janúar 2024 13:01
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22
Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29
Umferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. 30. nóvember 2023 21:00