Það er íþyngjandi að þurfa að vaska upp eftir partý Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 30. janúar 2024 10:30 Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur. Því skal fagna að aukins gagnsæis sé að vænta á Alþingi og ég vona að fleiri svona skýrslur verði unnar í öðrum ráðuneytum. Einnig hefði gjarnan mátt skoða hvort einhver innleiðing á EES regluverki sé ófullnægjandi og nái ekki markmiðum sínum – sem undirrituð hefur grun um að sé einnig algengara en margir halda. En það er ekki það sem þessi grein fjallar um. Í kjölfar nýju skýrslunnar um gullhúðun efndu Samtök Iðnaðarins til viðburðar með yfirskriftina „Íþyngjandi regluverk á færibandi”. Ég vil staldra við orðið íþyngjandi. Hér er oft um að ræða regluverk um umhverfismál og það sem kallað er gullhúðun og íþyngjandi er oftar en ekki umhverfi og náttúru í hag. Rökstuðning má greinilega bæta í greinargerðum en við vitum öll að síðustu ár hefur ríkt eitt allsherjar jarðefnaeldsneytis- og auðlindafyllerí. Sem betur fer eru gestirnir í því partýi að tínast út einn af öðrum; bara þeir allra drykkfeldustu sitja enn sem fastast og tala um eftirpartý fullt af tækifærum fyrir Ísland í kjölfar loftslagsbreytinga. Við hin vitum að þetta eftirpartý er ekki til, við horfum í kring um okkur og það er drasl og skítur út um allt. Það ER mjög íþyngjandi að þurfa að taka til en við getum öll verið sammála um að ekki er hægt að fresta því endalaust. Reyndar er best að taka til sem fyrst því þá getum við jafnvel farið að sofa í hreinu húsi og vaknað þeim mun hressari daginn eftir. Það er líka mjög íþyngjandi að taka til í viðskiptalífinu, stjórnmálunum og okkar persónulegu lifnaðarháttum svo að við getum stefnt að jákvæðum framförum í sátt við umhverfi og náttúru. Þess vegna má alls ekki gleyma að íþyngjandi aðgerðunum getur einnig fylgt ávinningur fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsmál Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur. Því skal fagna að aukins gagnsæis sé að vænta á Alþingi og ég vona að fleiri svona skýrslur verði unnar í öðrum ráðuneytum. Einnig hefði gjarnan mátt skoða hvort einhver innleiðing á EES regluverki sé ófullnægjandi og nái ekki markmiðum sínum – sem undirrituð hefur grun um að sé einnig algengara en margir halda. En það er ekki það sem þessi grein fjallar um. Í kjölfar nýju skýrslunnar um gullhúðun efndu Samtök Iðnaðarins til viðburðar með yfirskriftina „Íþyngjandi regluverk á færibandi”. Ég vil staldra við orðið íþyngjandi. Hér er oft um að ræða regluverk um umhverfismál og það sem kallað er gullhúðun og íþyngjandi er oftar en ekki umhverfi og náttúru í hag. Rökstuðning má greinilega bæta í greinargerðum en við vitum öll að síðustu ár hefur ríkt eitt allsherjar jarðefnaeldsneytis- og auðlindafyllerí. Sem betur fer eru gestirnir í því partýi að tínast út einn af öðrum; bara þeir allra drykkfeldustu sitja enn sem fastast og tala um eftirpartý fullt af tækifærum fyrir Ísland í kjölfar loftslagsbreytinga. Við hin vitum að þetta eftirpartý er ekki til, við horfum í kring um okkur og það er drasl og skítur út um allt. Það ER mjög íþyngjandi að þurfa að taka til en við getum öll verið sammála um að ekki er hægt að fresta því endalaust. Reyndar er best að taka til sem fyrst því þá getum við jafnvel farið að sofa í hreinu húsi og vaknað þeim mun hressari daginn eftir. Það er líka mjög íþyngjandi að taka til í viðskiptalífinu, stjórnmálunum og okkar persónulegu lifnaðarháttum svo að við getum stefnt að jákvæðum framförum í sátt við umhverfi og náttúru. Þess vegna má alls ekki gleyma að íþyngjandi aðgerðunum getur einnig fylgt ávinningur fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Landverndar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun