Góðar útboðsvenjur geta lækkað kostnað Jóhanna Klara Stefánsdóttir og Bjartmar Steinn Guðjónsson skrifa 29. janúar 2024 15:00 Í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands er fjárfesting í efnislegum þáttum skipt í þrennt, þ.e. íbúðarhúsnæði, mannvirki atvinnuveganna og opinbera innviði. Sérhæfing fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er skipt upp í samræmi við þessar þrjár meginstoðir. Á síðasta ári var fjárfesting í íbúðarhúsnæði 146 ma.kr., 156 ma.kr. í opinberum innviðum og 184 ma.kr. í mannvirkjum atvinnuveganna. Við þetta má síðan bæta viðhaldsverkefnum sem eru einnig stór hluti af starfsemi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði sem er í raun fjórða stoðin og er viðhald opinberra innviða þar umfangsmikið. Starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði hefur einkennst af óstöðugleika með tíðum upp- og niðursveiflum á markaði. Fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði hafa þ.a.l. þurft að sýna mikla aðlögunarhæfni til að takast á við breyttar markaðsaðstæður sem oft gera lítil eða engin boð á undan sér. Í lok síðasta árs bárust fregnir af versnandi stöðu á byggingamarkaði þar sem 240 fyrirtæki í greininni urðu gjaldþrota til samanburðar við 86 fyrirtæki árið á undan. Markaðsaðstæður á síðasta ári mótuðust af aukinni verðbólgu og hækkun stýrivaxta en ekki síst af mikilli hækkun á byggingar- og fjármagnskostnaði auk fyrirvaralausra skattahækkana vegna vinnu manna á verkstað. Árlegt Útboðsþing SI fer fram á morgun 30. janúar í samstarfi við Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki - félag verktaka en þar munu opinberir verkkaupar kynna fyrirhuguð útboð ársins á verklegum framkvæmdum. Fyrirtæki innan raða SI hafa lengi kallað eftir hagkvæmu, stöðugu og skilvirku starfsumhverfi og innviðafjárfestingu þar sem áætlanir ganga eftir. Stór liður í því að bæta starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er fólginn í bættum útboðsvenjum opinberra verkkaupa. Á Útboðsþingi SI á síðasta ári voru lagðar fram tillögur að 12 góðum útboðsvenjum. Þessum tillögum var vel tekið en þrátt fyrir áhuga allra hlutaðeigandi og vilja til breyttra útboðsvenja hefur lítið áunnist. Nauðsynlegt er að kalla marga aðila að borði sem þurfa að ganga í sömu átt í þeirri vegferð að bæta útboðsvenjur. Með samstarfsvettvangi opinberra verkkaupa væri unnt að einfalda samtalið við mannvirkjaiðnaðinn um bætt starfsumhverfi og innleiðingu góðra útboðsvenja til að tryggja samræmt verklag. Slíkir samstarfsvettvangar þekkjast víða í nágrannaríkjum okkar og hafa reynst vel með framgreind markmið í huga. Góðar útboðsvenjur væru til hagsbóta bæði fyrir fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði og opinbera verkkaupa enda eru tillögurnar til þess fallnar að draga úr kostnaði, auka fyrirsjáanleika og bæta starfsumhverfi. Þannig geta fyrirtækin gert raunhæfar áætlanir og lagt inn hagstæðari tilboð í opinberar framkvæmdir. Hagstæðari tilboð leiða til lægri kostnaðar opinberra verkkaupa og draga þannig úr útgjöldum hins opinberra, íslenskum skattgreiðendum til bóta. Útboðsvenjurnar sem um ræðir og geta lækkað kostnað og dregið úr sóun eru eftirtaldar: Framkvæmd markaðskannana Valinn góður tími fyrir útboð Gera ráð fyrir eðlilegum undirbúningstíma framkvæmda Auka gæði kostnaðaráætlana Gera ráð fyrir hæfilegri greiðslu fyrir þátttöku Nota hæfileg og viðeigandi verðtryggingarákvæði Auka nákvæmni í útboðsskilmálum Hafa eðlileg og hæfileg hæfisskilyrði Gera hóflegar kröfur um gagnaskil Áskilja ekki eignarrétt á hugverkum Hafa vistvæna skilmála í samræmi við aðstæður á markaði Hafa bjóðendur viðstadda opnun Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Bjartmar Steinn Guðjónsson er viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands er fjárfesting í efnislegum þáttum skipt í þrennt, þ.e. íbúðarhúsnæði, mannvirki atvinnuveganna og opinbera innviði. Sérhæfing fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er skipt upp í samræmi við þessar þrjár meginstoðir. Á síðasta ári var fjárfesting í íbúðarhúsnæði 146 ma.kr., 156 ma.kr. í opinberum innviðum og 184 ma.kr. í mannvirkjum atvinnuveganna. Við þetta má síðan bæta viðhaldsverkefnum sem eru einnig stór hluti af starfsemi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði sem er í raun fjórða stoðin og er viðhald opinberra innviða þar umfangsmikið. Starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði hefur einkennst af óstöðugleika með tíðum upp- og niðursveiflum á markaði. Fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði hafa þ.a.l. þurft að sýna mikla aðlögunarhæfni til að takast á við breyttar markaðsaðstæður sem oft gera lítil eða engin boð á undan sér. Í lok síðasta árs bárust fregnir af versnandi stöðu á byggingamarkaði þar sem 240 fyrirtæki í greininni urðu gjaldþrota til samanburðar við 86 fyrirtæki árið á undan. Markaðsaðstæður á síðasta ári mótuðust af aukinni verðbólgu og hækkun stýrivaxta en ekki síst af mikilli hækkun á byggingar- og fjármagnskostnaði auk fyrirvaralausra skattahækkana vegna vinnu manna á verkstað. Árlegt Útboðsþing SI fer fram á morgun 30. janúar í samstarfi við Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki - félag verktaka en þar munu opinberir verkkaupar kynna fyrirhuguð útboð ársins á verklegum framkvæmdum. Fyrirtæki innan raða SI hafa lengi kallað eftir hagkvæmu, stöðugu og skilvirku starfsumhverfi og innviðafjárfestingu þar sem áætlanir ganga eftir. Stór liður í því að bæta starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er fólginn í bættum útboðsvenjum opinberra verkkaupa. Á Útboðsþingi SI á síðasta ári voru lagðar fram tillögur að 12 góðum útboðsvenjum. Þessum tillögum var vel tekið en þrátt fyrir áhuga allra hlutaðeigandi og vilja til breyttra útboðsvenja hefur lítið áunnist. Nauðsynlegt er að kalla marga aðila að borði sem þurfa að ganga í sömu átt í þeirri vegferð að bæta útboðsvenjur. Með samstarfsvettvangi opinberra verkkaupa væri unnt að einfalda samtalið við mannvirkjaiðnaðinn um bætt starfsumhverfi og innleiðingu góðra útboðsvenja til að tryggja samræmt verklag. Slíkir samstarfsvettvangar þekkjast víða í nágrannaríkjum okkar og hafa reynst vel með framgreind markmið í huga. Góðar útboðsvenjur væru til hagsbóta bæði fyrir fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði og opinbera verkkaupa enda eru tillögurnar til þess fallnar að draga úr kostnaði, auka fyrirsjáanleika og bæta starfsumhverfi. Þannig geta fyrirtækin gert raunhæfar áætlanir og lagt inn hagstæðari tilboð í opinberar framkvæmdir. Hagstæðari tilboð leiða til lægri kostnaðar opinberra verkkaupa og draga þannig úr útgjöldum hins opinberra, íslenskum skattgreiðendum til bóta. Útboðsvenjurnar sem um ræðir og geta lækkað kostnað og dregið úr sóun eru eftirtaldar: Framkvæmd markaðskannana Valinn góður tími fyrir útboð Gera ráð fyrir eðlilegum undirbúningstíma framkvæmda Auka gæði kostnaðaráætlana Gera ráð fyrir hæfilegri greiðslu fyrir þátttöku Nota hæfileg og viðeigandi verðtryggingarákvæði Auka nákvæmni í útboðsskilmálum Hafa eðlileg og hæfileg hæfisskilyrði Gera hóflegar kröfur um gagnaskil Áskilja ekki eignarrétt á hugverkum Hafa vistvæna skilmála í samræmi við aðstæður á markaði Hafa bjóðendur viðstadda opnun Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Bjartmar Steinn Guðjónsson er viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun