Segja Ingu og Flokk fólksins bara víst eiga heiðurinn Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2023 14:03 Inga og Flokkur fólksins segja það bara víst hafa verið svo að Inga hafi rekið málið, þó þakka megi hinum flokkunum í stjórnarandstöðunni hjálpina. vísir/vilhelm Upp er risin sérkennileg deila sem varðar tiltölulega flókna lagasetningu sem miðar að því að ellilífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis njóti eftir sem áður persónuafsláttar. Málið snýst um hverjum ber að þakka, hver eigi heiðurinn. Tilkynning hefur borist frá Flokki fólksins þar sem ítrekað er að ef ekki væri fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins væri það nú orðið að lögum að ellilífeyrisþegar nytu ekki lengur persónuafsláttar sem frádrátts af staðgreiðslu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Í fréttinni kemur fram að Inga Sæland sé að beita sér og ætli að vaða í það strax í dag; að þetta væri á misskilningi byggt milli skattayfirvalda og TR. „Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga að eigna sér heiður sem er ekki bara hennar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, taldi Ingu þarna vera að slá ódýrar pólitískar keilur. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ sagði Björn Leví á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að Samfylking og Píratar hafi beitt sér í málinu með fullum stuðningi Viðreisnar og Miðflokks. Flokkur fólksins er hins vegar ekki til í að sleppa takinu af þessu máli og þessum heiðri svo auðveldlega. „Það var Flokkur fólksins sem tók utan um umsögn ÖBÍ og fylgdi henni eftir. Það var Inga Sæland sem vakti athygli þingheims á málinu og kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd myndi funda sérstaklega um þessa breytingu. Það var Flokkur fólksins sem lagði fram breytingartillögu um að fella þetta ákvæði úr frumvarpinu,“ segir í tilkynningu flokksins af þessu tilefni. Inga þakkaði stjórnarandstöðunni hjálpina Þar segir jafnframt að breytingartillagan hafi verið kölluð aftur eftir að samkomulag náðist um að fresta gildistöku ákvæðisins um eitt ár. „Það voru greidd atkvæði um greinina sjálfa við 2. umræðu þar sem Píratar voru á gulu.“ Í tilkynningunni segir að vissulega hafi stjórnarandstaðan verið samtaka í að pressa á meirihlutann um að fresta gildistökunni „og eiga Píratar, Samfylking og Viðreisn þar miklar þakkir skildar“. Enda þakki Inga stjórnarandstöðunni fyrir hjálpina þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu við Bandorminn svokallaða laugardaginn 16. desember. En … „án Ingu og Flokks fólksins væri þetta nú þegar orðið að lögum, það er staðreyndin í málinu, burtséð frá öllum meintum pólítískum keilum sem virðist helsta áhyggjuefni háttvirts þingmanns Björns Levís Gunnarssonar.“ Flokkur fólksins Píratar Lífeyrissjóðir Félagsmál Eldri borgarar Íslendingar erlendis Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Tilkynning hefur borist frá Flokki fólksins þar sem ítrekað er að ef ekki væri fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins væri það nú orðið að lögum að ellilífeyrisþegar nytu ekki lengur persónuafsláttar sem frádrátts af staðgreiðslu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Í fréttinni kemur fram að Inga Sæland sé að beita sér og ætli að vaða í það strax í dag; að þetta væri á misskilningi byggt milli skattayfirvalda og TR. „Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga að eigna sér heiður sem er ekki bara hennar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, taldi Ingu þarna vera að slá ódýrar pólitískar keilur. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ sagði Björn Leví á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að Samfylking og Píratar hafi beitt sér í málinu með fullum stuðningi Viðreisnar og Miðflokks. Flokkur fólksins er hins vegar ekki til í að sleppa takinu af þessu máli og þessum heiðri svo auðveldlega. „Það var Flokkur fólksins sem tók utan um umsögn ÖBÍ og fylgdi henni eftir. Það var Inga Sæland sem vakti athygli þingheims á málinu og kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd myndi funda sérstaklega um þessa breytingu. Það var Flokkur fólksins sem lagði fram breytingartillögu um að fella þetta ákvæði úr frumvarpinu,“ segir í tilkynningu flokksins af þessu tilefni. Inga þakkaði stjórnarandstöðunni hjálpina Þar segir jafnframt að breytingartillagan hafi verið kölluð aftur eftir að samkomulag náðist um að fresta gildistöku ákvæðisins um eitt ár. „Það voru greidd atkvæði um greinina sjálfa við 2. umræðu þar sem Píratar voru á gulu.“ Í tilkynningunni segir að vissulega hafi stjórnarandstaðan verið samtaka í að pressa á meirihlutann um að fresta gildistökunni „og eiga Píratar, Samfylking og Viðreisn þar miklar þakkir skildar“. Enda þakki Inga stjórnarandstöðunni fyrir hjálpina þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu við Bandorminn svokallaða laugardaginn 16. desember. En … „án Ingu og Flokks fólksins væri þetta nú þegar orðið að lögum, það er staðreyndin í málinu, burtséð frá öllum meintum pólítískum keilum sem virðist helsta áhyggjuefni háttvirts þingmanns Björns Levís Gunnarssonar.“
Flokkur fólksins Píratar Lífeyrissjóðir Félagsmál Eldri borgarar Íslendingar erlendis Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira