Vildi ekki borga 25 þúsund og situr uppi með 405 þúsund króna reikning Árni Sæberg skrifar 19. september 2023 10:24 Maðurinn átti í stappi við bílaumboðið BL. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða bílaumboðinu BL um 55 þúsund krónur auk dráttarvaxta og málskostnað upp á 350 þúsund krónur. Maðurinn neitaði að borga 25 þúsund króna reikning vegna greiningar á bilun. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að BL hafi krafist þess að maðurinn yrði dæmdur til að greiða umboðinu skuld að fjárhæð 55.308 krónur ásamt dráttarvöxtum auk málskostnaðar. Maðurinn hafi á hinn bóginn krafist þess að krafa BL yrði lækkuð um 25.408 krónur. Þá segir að maðurinn hafi flutt mál sitt sjálfur og gætt hafi verið að leiðbeiningarskyldu dómara, samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Bilaður rofi í hleðslulúgu orsök ágreinings Í málsatvikalýsingu segir að bifreiðin væti samkvæmt gögnum málsins nýskráð 30. janúar árið 2020. Maðurinn hafi komið með hana á verkstæði BL í júlí eða ágúst árið 2022 vegna gaumljóss í mælaborði sem gaf til kynna villumeldingu um hleðslulúgu. Starfsmenn BL hafi í kjölfarið greint bilunina á þann hátt að skipta þyrfti um rofa tengdan lúgunni. Undir lok ágúst árið 2022 hafi maðurinn komið aftur með bifreiðina á verkstæði BL og þá skipt um rofann. Vildi bara greiða fyrir viðgerð en ekki greiningu Í framhaldi af því hafi BL gefið út tvo reikninga til mannsins, annan að fjárhæð 25.408 krónur vegna greiningar á biluninni og hinn að fjárhæð 29.900 krónur vegna viðgerðarinnar. Maðurinn viðurkenni að hann skuldi BL þá fjárhæð sem nemur síðarnefnda reikningnum en hafni greiðsluskyldu hvað varðar þann fyrrnefnda. BL byggi á því að manninum beri að greiða félaginu hina umkröfðu fjárhæð, enda sé krafan tilkomin vegna kaupa hans á vörum, vinnu og þjónustu af BL. Bifreiðin hafi verið fallin úr ábyrgð þegar þjónustan var veitt. Maðurinn byggi hins vegar á því að starfsmaður BL hafi greint honum frá því í símtali, eftir að bilunin var greind, að viðgerðin kæmi til með að kosta 28 til 29 þúsund krónur. Honum bæri því einungis að greiða reikninginn sem hljóðar upp á 29.900 krónur en ekki þann sem nemur 25.408 krónum. Þá hafi hann byggt á því við aðalmeðferð málsins að bifreiðin kynni að hafa verið í ábyrgð þegar þjónustan var veitt. Upplýsingagjöf hefði mátt vera nákvæmari Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að reikningarnir séu báðir tilkomnir vegna þjónustu sem BL lét manninum í té að beiðni hans. Ágreiningurinn lúti að því hvort greiðsluskylda mannsins skuli takmarkast af því að starfsmaður BL hafi áður en viðgerðin fór fram gefið upp lægra verð fyrir hana en sem nemur dómkröfunni. Í málinu liggi ekki fyrir gögn sem styðja þá fullyrðingu mannsins að starfsmaður BL hafi tjáð honum að heildarkostnaður við viðgerðina, að meðtalinni greiningu hennar, yrði 28 til 29 þúsund krónur. Að virtum framburði mannsins og deildarstjóra verkstæðis BL fyrir dómnum megi ætla að upp hafi komið misskilningur milli aðila um ætlaðan viðgerðarkostnað. Hann hafi falist í því að starfsmaður BL hafi nefnt umrædda fjárhæð sem áætlaðan kostnað við viðgerðina sjálfa en maðurinn hafi talið að þar væri meðtalinn kostnaður við greiningu bilunarinnar, sem þegar hafði farið fram. Það komi einnig nokkurn veginn heim og saman við fjárhæð reikningsins sem varðar viðgerðina sjálfa, 29.900 krónur. Þótt vera kunni að upplýsingagjöf Bl til mannsins hefði mátt vera nákvæmari hvað þetta varðar leiði hugsanlegur misbrestur á því ekki til þess að greiðsluskylda mannsins vegna kostnaðar við greiningu bilunarinnar falli niður, enda ljóst að þar væri um að ræða þjónustu sem BL lét manninum í té að ósk hans. Með vísan til þess og þess að engin gögn málsins bentu til þess að bifreiðin hafi verið í ábyrgð var maðurinn dæmdur til þess að greiða BL uppsett verð, 55.308 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 1.september 2022. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða málskostnað BL, 350 þúsund krónur. Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að BL hafi krafist þess að maðurinn yrði dæmdur til að greiða umboðinu skuld að fjárhæð 55.308 krónur ásamt dráttarvöxtum auk málskostnaðar. Maðurinn hafi á hinn bóginn krafist þess að krafa BL yrði lækkuð um 25.408 krónur. Þá segir að maðurinn hafi flutt mál sitt sjálfur og gætt hafi verið að leiðbeiningarskyldu dómara, samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Bilaður rofi í hleðslulúgu orsök ágreinings Í málsatvikalýsingu segir að bifreiðin væti samkvæmt gögnum málsins nýskráð 30. janúar árið 2020. Maðurinn hafi komið með hana á verkstæði BL í júlí eða ágúst árið 2022 vegna gaumljóss í mælaborði sem gaf til kynna villumeldingu um hleðslulúgu. Starfsmenn BL hafi í kjölfarið greint bilunina á þann hátt að skipta þyrfti um rofa tengdan lúgunni. Undir lok ágúst árið 2022 hafi maðurinn komið aftur með bifreiðina á verkstæði BL og þá skipt um rofann. Vildi bara greiða fyrir viðgerð en ekki greiningu Í framhaldi af því hafi BL gefið út tvo reikninga til mannsins, annan að fjárhæð 25.408 krónur vegna greiningar á biluninni og hinn að fjárhæð 29.900 krónur vegna viðgerðarinnar. Maðurinn viðurkenni að hann skuldi BL þá fjárhæð sem nemur síðarnefnda reikningnum en hafni greiðsluskyldu hvað varðar þann fyrrnefnda. BL byggi á því að manninum beri að greiða félaginu hina umkröfðu fjárhæð, enda sé krafan tilkomin vegna kaupa hans á vörum, vinnu og þjónustu af BL. Bifreiðin hafi verið fallin úr ábyrgð þegar þjónustan var veitt. Maðurinn byggi hins vegar á því að starfsmaður BL hafi greint honum frá því í símtali, eftir að bilunin var greind, að viðgerðin kæmi til með að kosta 28 til 29 þúsund krónur. Honum bæri því einungis að greiða reikninginn sem hljóðar upp á 29.900 krónur en ekki þann sem nemur 25.408 krónum. Þá hafi hann byggt á því við aðalmeðferð málsins að bifreiðin kynni að hafa verið í ábyrgð þegar þjónustan var veitt. Upplýsingagjöf hefði mátt vera nákvæmari Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að reikningarnir séu báðir tilkomnir vegna þjónustu sem BL lét manninum í té að beiðni hans. Ágreiningurinn lúti að því hvort greiðsluskylda mannsins skuli takmarkast af því að starfsmaður BL hafi áður en viðgerðin fór fram gefið upp lægra verð fyrir hana en sem nemur dómkröfunni. Í málinu liggi ekki fyrir gögn sem styðja þá fullyrðingu mannsins að starfsmaður BL hafi tjáð honum að heildarkostnaður við viðgerðina, að meðtalinni greiningu hennar, yrði 28 til 29 þúsund krónur. Að virtum framburði mannsins og deildarstjóra verkstæðis BL fyrir dómnum megi ætla að upp hafi komið misskilningur milli aðila um ætlaðan viðgerðarkostnað. Hann hafi falist í því að starfsmaður BL hafi nefnt umrædda fjárhæð sem áætlaðan kostnað við viðgerðina sjálfa en maðurinn hafi talið að þar væri meðtalinn kostnaður við greiningu bilunarinnar, sem þegar hafði farið fram. Það komi einnig nokkurn veginn heim og saman við fjárhæð reikningsins sem varðar viðgerðina sjálfa, 29.900 krónur. Þótt vera kunni að upplýsingagjöf Bl til mannsins hefði mátt vera nákvæmari hvað þetta varðar leiði hugsanlegur misbrestur á því ekki til þess að greiðsluskylda mannsins vegna kostnaðar við greiningu bilunarinnar falli niður, enda ljóst að þar væri um að ræða þjónustu sem BL lét manninum í té að ósk hans. Með vísan til þess og þess að engin gögn málsins bentu til þess að bifreiðin hafi verið í ábyrgð var maðurinn dæmdur til þess að greiða BL uppsett verð, 55.308 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 1.september 2022. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða málskostnað BL, 350 þúsund krónur.
Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira