Öll velkomin! Þóra Björk Smith skrifar 9. ágúst 2023 11:00 Fyrir tæplega tuttugu árum síðan réði þáverandi samstarfskona mín sumarstarfsmann sem var með lokk í tungunni. Hún hafði ekki tekið eftir honum í atvinnuviðtalinu og brá því í brún daginn eftir þegar hún varð þess áskynja. Hún trúði mér fyrir því að hún hefði aldrei ráðið hann ef hún hefði vitað af þessu og nokkrum dögum seinna kom hann svo í magabol í vinnuna. Á þessum tíma var ekki búið að finna upp inngildingarhugtakið og heldur ekki búið að rannsaka hversu jákvæður fjölbreytileiki og jafnrétti er fyrir atvinnulífið og rekstur fyrirtækja. En þrátt fyrir breytta tíma sýnir nýleg könnun BHM frá því í fyrra að tæpur helmingur hinsegin fólks felur kynhneigð eða kynvitund sína og rúmur helmingur hefur orðið fyrir óviðeigandi ummælum vegna hinseginleika á vinnustað. Vellíðan starfsfólks er mikilvægur þáttur fyrir árangri þess í starfi og því til mikils að vinna fyrir atvinnulífið og vinnuveitendur að búa starfsfólki umhverfi þar sem því finnst það eiga heima og líður vel. Það fer mikil orka í að vera í felum og leika einhvern annan. Nú þegar við fögnum Hinsegin dögum eru atvinnurekendur og mannauðsstjórar íslenskra fyrirtækja vonandi mörg að velta fyrir sér hvort að nóg sé að gert til að hinsegin starfsfólki líði vel í vinnunni og finnist það tilheyra á vinnustaðnum - enda til mikils að vinna. Það kom mér sem starfsmanni Nasdaq, sem rekur Kauphöllina og Nasdaq verðbréfamiðstöð hér á landi, ánægjulega á óvart þegar ég heyrði fyrst af stofnun starfsmannahóp innan fyrirtækisins, The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq) sem sérstaklega er ætlaður hinsegin starfsmönnum og bandamönnum þeirra. The OPEN er einn margra starfsmannahópa innan Nasdaq sem gæta hagsmuna hinna ýmsu hópa og stuðla að fræðslu og tengslamyndun innan fyrirtækisins. Nasdaq hefur með markvissri vinnu stuðlað að fjölbreytni innan fyrirtækisins, þannig að allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð finni að það tilheyri vinnustað sem láti sig varða réttindi þess, almennt öryggi og líðan. Sem dæmi um slíkt gaf mannauðsdeild Nasdaq út fyrr á þessu ári leiðbeiningar um kynleiðréttingarferli, ætlaðar sem stuðningur fyrir starfsfólk sem er að ganga í gegnum slíkt ferli en einnig sem leiðbeiningar um hvernig samstarfsfólk getur veitt því stuðning. Þá þurfa allir stjórnendur sem eru með mannaforráð þurfa að klára námskeið sérsniðið að málefnum hinsegin fólks auk auðvitað allskonar annarskonar fræðslu sem snýr að öðrum minnihlutahópum. Stjórnendum ber að leitast við að ráða fólk úr hópum sem tilheyra minnihlutahóp þegar ráða á í störf hjá Nasdaq og gera síðan sérstaka grein fyrir af hverju einstaklingur sem tilheyrir slíkum hópi varð ekki fyrir valinu. Viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að umræðu og sýnileika hinsegin fólks hjá fyrirtækinu sendir mikilvæg skilaboð um að starfsfólki sé óhætt að vera það sjálft. Þú átt ekki að þurfa að klæða þig upp í eitthvað annað hlutverk, fyrirtækið sendir þau skilaboð að fjölbreytileiki sé æskilegur – en ekki bara umborinn. Öll fyrirtæki geta mótað sér stefnu í jafnréttismálum og orðið hinseginvænn vinnustaður. Bætt og breytt menningu innan fyrirtækisins og sótt sér fræðslu, t.d. hjá Samtökunum ‘78 sem bjóða fyrirtækjum og stofnunum uppá svokallaða Hinsegin vottun sem Ölgerðin, skráð fyrirtæki á markaði, vinnur nú að fyrst íslenskra fyrirtækja. Öll viljum við tilheyra. Að um okkur séu til orð svo að við getum skilgreint okkur, talað um líf okkar og tilfinningar. Að tilvist okkar sé viðurkennd. Öll getum við lagt okkar lóð á vogaskálarnar og stutt hinsegin samstarfsfólk okkar með því að vera bandamenn þeirra, verið sá einstaklingur sem styður og eflir án aðgreiningar. Öll getum við staðið með samstarfsfólki okkar þegar að þeim er vegið og verið talsmenn þeirra þegar þeim eru sýndir fordómar eða fyrirlitning. Háskólapróf í hinseginfræðum er ekki nauðsynlegt, heldur aðeins víðsýni og vilji til að sjá mannlífið frá fleiri en einu sjónarhorni og vilji til að setja sig í spor annarra. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar og félagi í The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Kauphöllin Mest lesið Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Mars er mánuður árvekni um ristilkrabbamein Agnes Smáradóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega tuttugu árum síðan réði þáverandi samstarfskona mín sumarstarfsmann sem var með lokk í tungunni. Hún hafði ekki tekið eftir honum í atvinnuviðtalinu og brá því í brún daginn eftir þegar hún varð þess áskynja. Hún trúði mér fyrir því að hún hefði aldrei ráðið hann ef hún hefði vitað af þessu og nokkrum dögum seinna kom hann svo í magabol í vinnuna. Á þessum tíma var ekki búið að finna upp inngildingarhugtakið og heldur ekki búið að rannsaka hversu jákvæður fjölbreytileiki og jafnrétti er fyrir atvinnulífið og rekstur fyrirtækja. En þrátt fyrir breytta tíma sýnir nýleg könnun BHM frá því í fyrra að tæpur helmingur hinsegin fólks felur kynhneigð eða kynvitund sína og rúmur helmingur hefur orðið fyrir óviðeigandi ummælum vegna hinseginleika á vinnustað. Vellíðan starfsfólks er mikilvægur þáttur fyrir árangri þess í starfi og því til mikils að vinna fyrir atvinnulífið og vinnuveitendur að búa starfsfólki umhverfi þar sem því finnst það eiga heima og líður vel. Það fer mikil orka í að vera í felum og leika einhvern annan. Nú þegar við fögnum Hinsegin dögum eru atvinnurekendur og mannauðsstjórar íslenskra fyrirtækja vonandi mörg að velta fyrir sér hvort að nóg sé að gert til að hinsegin starfsfólki líði vel í vinnunni og finnist það tilheyra á vinnustaðnum - enda til mikils að vinna. Það kom mér sem starfsmanni Nasdaq, sem rekur Kauphöllina og Nasdaq verðbréfamiðstöð hér á landi, ánægjulega á óvart þegar ég heyrði fyrst af stofnun starfsmannahóp innan fyrirtækisins, The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq) sem sérstaklega er ætlaður hinsegin starfsmönnum og bandamönnum þeirra. The OPEN er einn margra starfsmannahópa innan Nasdaq sem gæta hagsmuna hinna ýmsu hópa og stuðla að fræðslu og tengslamyndun innan fyrirtækisins. Nasdaq hefur með markvissri vinnu stuðlað að fjölbreytni innan fyrirtækisins, þannig að allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð finni að það tilheyri vinnustað sem láti sig varða réttindi þess, almennt öryggi og líðan. Sem dæmi um slíkt gaf mannauðsdeild Nasdaq út fyrr á þessu ári leiðbeiningar um kynleiðréttingarferli, ætlaðar sem stuðningur fyrir starfsfólk sem er að ganga í gegnum slíkt ferli en einnig sem leiðbeiningar um hvernig samstarfsfólk getur veitt því stuðning. Þá þurfa allir stjórnendur sem eru með mannaforráð þurfa að klára námskeið sérsniðið að málefnum hinsegin fólks auk auðvitað allskonar annarskonar fræðslu sem snýr að öðrum minnihlutahópum. Stjórnendum ber að leitast við að ráða fólk úr hópum sem tilheyra minnihlutahóp þegar ráða á í störf hjá Nasdaq og gera síðan sérstaka grein fyrir af hverju einstaklingur sem tilheyrir slíkum hópi varð ekki fyrir valinu. Viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að umræðu og sýnileika hinsegin fólks hjá fyrirtækinu sendir mikilvæg skilaboð um að starfsfólki sé óhætt að vera það sjálft. Þú átt ekki að þurfa að klæða þig upp í eitthvað annað hlutverk, fyrirtækið sendir þau skilaboð að fjölbreytileiki sé æskilegur – en ekki bara umborinn. Öll fyrirtæki geta mótað sér stefnu í jafnréttismálum og orðið hinseginvænn vinnustaður. Bætt og breytt menningu innan fyrirtækisins og sótt sér fræðslu, t.d. hjá Samtökunum ‘78 sem bjóða fyrirtækjum og stofnunum uppá svokallaða Hinsegin vottun sem Ölgerðin, skráð fyrirtæki á markaði, vinnur nú að fyrst íslenskra fyrirtækja. Öll viljum við tilheyra. Að um okkur séu til orð svo að við getum skilgreint okkur, talað um líf okkar og tilfinningar. Að tilvist okkar sé viðurkennd. Öll getum við lagt okkar lóð á vogaskálarnar og stutt hinsegin samstarfsfólk okkar með því að vera bandamenn þeirra, verið sá einstaklingur sem styður og eflir án aðgreiningar. Öll getum við staðið með samstarfsfólki okkar þegar að þeim er vegið og verið talsmenn þeirra þegar þeim eru sýndir fordómar eða fyrirlitning. Háskólapróf í hinseginfræðum er ekki nauðsynlegt, heldur aðeins víðsýni og vilji til að sjá mannlífið frá fleiri en einu sjónarhorni og vilji til að setja sig í spor annarra. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar og félagi í The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq).
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun