Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júní 2023 15:40 Það mun brátt heyra sögunni til að hægt sé að leggja bílnum ókeypis í bænum á sunnudögum. Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, staðfestir í samtali við fréttastofu að tillagan hafi verið samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær og að hún hafi verið staðfest á fundi borgarráðs í dag. „Ég hefði talið eðlilegra að leggja þessa tillögu fyrir borgarstjórn til umræðu áður en hún hefði verið samþykkt,“ segir Kjartan sem gagnrýnir að þessi breyting hafi verið ákveðin án samráðs við íbúa og rekstraraðila í miðborginni. Kjartan Magnússon gagnrýnir breytinguna og finnst skorta röksemdir.Aðsend Kjartan furðar sig á því að ráðist sé í hækkun sem þessa þegar verið er að reyna að stemma stigu við verðbólgunni.„Mér finnst þetta ótæk hækkun, mér finnst skorta röksemdir fyrir henni.“ Hann bendir á að um sé að ræða þjónustugjald sem þúsundir nota á hverjum degi. „Þá er alveg ljóst að þetta hefur auðvitað bara áhrif á verðbólguna.“ Hækkunartillaga Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi tillögu að breytingum á gjaldskyldu fyrir bílastæði Reykjavíkurborgar:• Að gjald á gjaldsvæði P1 verði 600 kr/klst og hámarkstími verði 3 klst.• Að gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verði til klukkan níu á kvöldin, virka daga.• Að gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verði til klukkan níu á kvöldin, á laugardögum.• Að gjaldskylda verði á gjaldsvæðum P1 og P2 verði milli klukkan 10 á morgnanna og níu á kvöldin, á sunnudögum.• Að ekki verði gjaldskylda á gjaldsvæði P3 á laugardögum.Annað er óbreytt frá gildandi tilhögun gjaldskyldu. Kjartan segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt til að áður en tillagan yrði tekin til endanlegrar afgreiðslu yrði hún kynnt fyrir íbúum og rekstraraðilum í miðborginni. Hann segir hins vegar að meirihlutinn hafi fellt þá tillögu. Vilja beina fólki í bílastæðahúsin Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að um sé að ræða breytingu sem sé hluti af samþykktu verklagi. Þá bendir hún á að allir flokkar hafi aðkomu að borgarráði og umhverfis- og skipulagsráði, því sé ekki verið að takmarka aðkomu neins að málinu. Ákvörðunin byggist á verklagi sem byggt er á bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkur. Sú stefnumótun hafi farið í gegnum samráðsferli. „Þessi breyting er til þess að stýra notkun á bílastæðum út frá gögnum. Það er talið hversu mikið hvert svæði er notað og hér er verið að gera þessar aðlaganir, breyta gjaldtíma og hækka hóflega á ákveðnu svæði,“ segir Dóra. Dóra Björt Guðjónsdóttir segir að breytingin sé hluti af samþykktu verklagi.Vísir/Arnar „Þetta snýst um það að við viljum að fólk geti komið á þessi svæði og fengið bílastæði ef það þarf á því að halda. Frekar en að einhverjir aðilar noti bílastæðin yfir óþarflega langan tíma einungis vegna þess að það er svo þægilegt, af því það er annað hvort ekki gjaldskylda eða þeim finnst gjaldið vera það lágt að þeir geti látið bílinn sinn vera þar heilan dag.“ Þá segir Dóra að markmiðið sé að beina fólki sem vill aka í bæinn frekar í bílastæðahúsin þar sem þau séu verulega vannýtt. Hún bendir á að hækkunin sem um ræðir eigi ekki við um þau. Langar ekki að standa í sýndarsamráði Varðandi skort á samráði segir Dóra að hún sé yfirleitt fyrsta manneskjan til að senda mál í samráðsferli. „En hér er ekki mikið svigrúm til þess að breyta nema við viljum skipta alveg um kúrs í verklagi,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Mig langar ekki til að standa í einhverju sýndarsamráði, þvert á móti er mjög mikilvægt að samráð njóti trausts og íbúar hafi raunverulega áhrif þegar þeim er boðið að borðinu. Ég vil að þeirra rödd heyrist í stjórnkerfinu. Þess vegna er samráð ekki bara til þess að drepa málum á dreif eða tefja þau, eins og Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að leggja til í þessu máli.“ Dóra segir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vita vel að hér sé um að ræða staðfest verklag. „Ef við værum að víkja frá því þá væri um verulega stóra stefnubreytingu að ræða. Þau vilja samt senda þetta út, bara því þau vilja tefja málið. Ég er ekki til í að misnota lýðræðið með þeim hætti.“ Reykjavík Borgarstjórn Bílar Samgöngur Bílastæði Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, staðfestir í samtali við fréttastofu að tillagan hafi verið samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær og að hún hafi verið staðfest á fundi borgarráðs í dag. „Ég hefði talið eðlilegra að leggja þessa tillögu fyrir borgarstjórn til umræðu áður en hún hefði verið samþykkt,“ segir Kjartan sem gagnrýnir að þessi breyting hafi verið ákveðin án samráðs við íbúa og rekstraraðila í miðborginni. Kjartan Magnússon gagnrýnir breytinguna og finnst skorta röksemdir.Aðsend Kjartan furðar sig á því að ráðist sé í hækkun sem þessa þegar verið er að reyna að stemma stigu við verðbólgunni.„Mér finnst þetta ótæk hækkun, mér finnst skorta röksemdir fyrir henni.“ Hann bendir á að um sé að ræða þjónustugjald sem þúsundir nota á hverjum degi. „Þá er alveg ljóst að þetta hefur auðvitað bara áhrif á verðbólguna.“ Hækkunartillaga Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi tillögu að breytingum á gjaldskyldu fyrir bílastæði Reykjavíkurborgar:• Að gjald á gjaldsvæði P1 verði 600 kr/klst og hámarkstími verði 3 klst.• Að gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verði til klukkan níu á kvöldin, virka daga.• Að gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verði til klukkan níu á kvöldin, á laugardögum.• Að gjaldskylda verði á gjaldsvæðum P1 og P2 verði milli klukkan 10 á morgnanna og níu á kvöldin, á sunnudögum.• Að ekki verði gjaldskylda á gjaldsvæði P3 á laugardögum.Annað er óbreytt frá gildandi tilhögun gjaldskyldu. Kjartan segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt til að áður en tillagan yrði tekin til endanlegrar afgreiðslu yrði hún kynnt fyrir íbúum og rekstraraðilum í miðborginni. Hann segir hins vegar að meirihlutinn hafi fellt þá tillögu. Vilja beina fólki í bílastæðahúsin Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að um sé að ræða breytingu sem sé hluti af samþykktu verklagi. Þá bendir hún á að allir flokkar hafi aðkomu að borgarráði og umhverfis- og skipulagsráði, því sé ekki verið að takmarka aðkomu neins að málinu. Ákvörðunin byggist á verklagi sem byggt er á bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkur. Sú stefnumótun hafi farið í gegnum samráðsferli. „Þessi breyting er til þess að stýra notkun á bílastæðum út frá gögnum. Það er talið hversu mikið hvert svæði er notað og hér er verið að gera þessar aðlaganir, breyta gjaldtíma og hækka hóflega á ákveðnu svæði,“ segir Dóra. Dóra Björt Guðjónsdóttir segir að breytingin sé hluti af samþykktu verklagi.Vísir/Arnar „Þetta snýst um það að við viljum að fólk geti komið á þessi svæði og fengið bílastæði ef það þarf á því að halda. Frekar en að einhverjir aðilar noti bílastæðin yfir óþarflega langan tíma einungis vegna þess að það er svo þægilegt, af því það er annað hvort ekki gjaldskylda eða þeim finnst gjaldið vera það lágt að þeir geti látið bílinn sinn vera þar heilan dag.“ Þá segir Dóra að markmiðið sé að beina fólki sem vill aka í bæinn frekar í bílastæðahúsin þar sem þau séu verulega vannýtt. Hún bendir á að hækkunin sem um ræðir eigi ekki við um þau. Langar ekki að standa í sýndarsamráði Varðandi skort á samráði segir Dóra að hún sé yfirleitt fyrsta manneskjan til að senda mál í samráðsferli. „En hér er ekki mikið svigrúm til þess að breyta nema við viljum skipta alveg um kúrs í verklagi,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Mig langar ekki til að standa í einhverju sýndarsamráði, þvert á móti er mjög mikilvægt að samráð njóti trausts og íbúar hafi raunverulega áhrif þegar þeim er boðið að borðinu. Ég vil að þeirra rödd heyrist í stjórnkerfinu. Þess vegna er samráð ekki bara til þess að drepa málum á dreif eða tefja þau, eins og Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að leggja til í þessu máli.“ Dóra segir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vita vel að hér sé um að ræða staðfest verklag. „Ef við værum að víkja frá því þá væri um verulega stóra stefnubreytingu að ræða. Þau vilja samt senda þetta út, bara því þau vilja tefja málið. Ég er ekki til í að misnota lýðræðið með þeim hætti.“
Hækkunartillaga Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi tillögu að breytingum á gjaldskyldu fyrir bílastæði Reykjavíkurborgar:• Að gjald á gjaldsvæði P1 verði 600 kr/klst og hámarkstími verði 3 klst.• Að gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verði til klukkan níu á kvöldin, virka daga.• Að gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verði til klukkan níu á kvöldin, á laugardögum.• Að gjaldskylda verði á gjaldsvæðum P1 og P2 verði milli klukkan 10 á morgnanna og níu á kvöldin, á sunnudögum.• Að ekki verði gjaldskylda á gjaldsvæði P3 á laugardögum.Annað er óbreytt frá gildandi tilhögun gjaldskyldu.
Reykjavík Borgarstjórn Bílar Samgöngur Bílastæði Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira