„Almennt er mjög mikil ánægja með þetta“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2023 21:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, ásamt plakatinu. Vísir/Sigurjón Veggspjöld um kynheilbrigði voru fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg sér ekkert slæmt við það að yngri börn geti kynnt sér efnið á spjöldunum. Plakatið var hannað og hengt upp í grunnskólum landsins vegna kynheilbrigðisátaksins Vika6 sem haldin er sjöttu viku hvers árs. Á plakatinu er meðal annars rætt um nánd, að setja sér mörk og að stunda ekki kynlíf fyrr en þú ert tilbúinn til þess. Plakatið er sérstaklega ætlað börnum á unglingastigi en í Smáraskóla í Kópavogi læddust tvö plaköt á veggi matsalsins þar sem allir árgangar borða hádegismat. Móðir barns við skólann óskaði, ásamt fleirum, eftir því að þau yrðu fjarlægð og voru þau færð yfir í félagsmiðstöð sem staðsett er innan veggja skólans. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ var það gert vegna ábendinga um að efni þeirra hæfði ekki yngri börnum en ábendingar sem þessar hafa ekki borist áður. Umrætt plakat.Vísir/Sigurjón Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, sem sér um verkefnið, segir að þrátt fyrir að markhópur plakatsins séu unglingar þá sé alls ekki slæmt að yngri börn sjái það. „Ef yngri börn sjá plakötin, sem eru góðar líkur á, þá er þetta frábært tækifæri til þess að taka samtalið með þeim. Og hver er betri í því en starfsfólk í skóla og frístund. Þau eru fagfólk og við viljum að börn fái rétt, góð og upplýsandi svör. Þarna gefst bara mjög gott tækifæri til þess,“ segir Kolbrún. Hannað af unglingum borgarinnar Hún segir markmið átaksins vera að fanga allar hliðar kynheilbrigðis en til að byrja með voru það einungis skólar í Reykjavík sem tóku þátt í því. Nú hafa hins vegar skólar um allt land stokkið um borð. „Við erum að ýta undir kynheilbrigði líkamlega, andlega, félagslega og tilfinningalega og byggja góðan grunn og mótvægi við því sem börn fá annars staðar, til dæmis í klámi,“ segir Kolbrún. Ár hvert er nýtt plakat hannað en það eru unglingar í borginni sem ákveða þemað. Í ár var það kynlíf og kynferðisleg hegðun. Heilbrigð samskipti „Kynfræðsla fyrir yngri börn er bara grunnur. Við erum ekki að tala við börn á sama hátt og við unglinga en við erum að leggja þennan mikilvæga grunn um heilbrigð samskipti, virðingu, setja sér mörk, um að þekkja líkamann sinn. Líkamar eru alls konar og fjölskyldur eru alls konar. Við erum bara að byrja þetta ferli sem við byggjum svo jafnt og þétt ofan á. Þannig það er gott að svara börnum og veita góð og rétt svör. Um leið og barn hefur aðgengi að snjalltæki getur það fengið mjög misvísandi skilaboð sem eru misgóð,“ segir Kolbrún. Þá sé gagnrýni vegna átaksins óvenjuleg. „Það hafa einhverjir haft áhyggjur en það eru mjög fáir. Almennt er mjög mikil ánægja með þetta, hjá börnum, foreldrum og starfsfólki,“ segir Kolbrún. Klám Kynlíf Reykjavík Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Plakatið var hannað og hengt upp í grunnskólum landsins vegna kynheilbrigðisátaksins Vika6 sem haldin er sjöttu viku hvers árs. Á plakatinu er meðal annars rætt um nánd, að setja sér mörk og að stunda ekki kynlíf fyrr en þú ert tilbúinn til þess. Plakatið er sérstaklega ætlað börnum á unglingastigi en í Smáraskóla í Kópavogi læddust tvö plaköt á veggi matsalsins þar sem allir árgangar borða hádegismat. Móðir barns við skólann óskaði, ásamt fleirum, eftir því að þau yrðu fjarlægð og voru þau færð yfir í félagsmiðstöð sem staðsett er innan veggja skólans. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ var það gert vegna ábendinga um að efni þeirra hæfði ekki yngri börnum en ábendingar sem þessar hafa ekki borist áður. Umrætt plakat.Vísir/Sigurjón Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, sem sér um verkefnið, segir að þrátt fyrir að markhópur plakatsins séu unglingar þá sé alls ekki slæmt að yngri börn sjái það. „Ef yngri börn sjá plakötin, sem eru góðar líkur á, þá er þetta frábært tækifæri til þess að taka samtalið með þeim. Og hver er betri í því en starfsfólk í skóla og frístund. Þau eru fagfólk og við viljum að börn fái rétt, góð og upplýsandi svör. Þarna gefst bara mjög gott tækifæri til þess,“ segir Kolbrún. Hannað af unglingum borgarinnar Hún segir markmið átaksins vera að fanga allar hliðar kynheilbrigðis en til að byrja með voru það einungis skólar í Reykjavík sem tóku þátt í því. Nú hafa hins vegar skólar um allt land stokkið um borð. „Við erum að ýta undir kynheilbrigði líkamlega, andlega, félagslega og tilfinningalega og byggja góðan grunn og mótvægi við því sem börn fá annars staðar, til dæmis í klámi,“ segir Kolbrún. Ár hvert er nýtt plakat hannað en það eru unglingar í borginni sem ákveða þemað. Í ár var það kynlíf og kynferðisleg hegðun. Heilbrigð samskipti „Kynfræðsla fyrir yngri börn er bara grunnur. Við erum ekki að tala við börn á sama hátt og við unglinga en við erum að leggja þennan mikilvæga grunn um heilbrigð samskipti, virðingu, setja sér mörk, um að þekkja líkamann sinn. Líkamar eru alls konar og fjölskyldur eru alls konar. Við erum bara að byrja þetta ferli sem við byggjum svo jafnt og þétt ofan á. Þannig það er gott að svara börnum og veita góð og rétt svör. Um leið og barn hefur aðgengi að snjalltæki getur það fengið mjög misvísandi skilaboð sem eru misgóð,“ segir Kolbrún. Þá sé gagnrýni vegna átaksins óvenjuleg. „Það hafa einhverjir haft áhyggjur en það eru mjög fáir. Almennt er mjög mikil ánægja með þetta, hjá börnum, foreldrum og starfsfólki,“ segir Kolbrún.
Klám Kynlíf Reykjavík Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira