Hálft prósent færeysku þjóðarinnar strandaglópar á Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2023 14:45 Hafnarstjórinn segir Seyðfirðinga vera afar gestrisna. Vísir/Vilhelm Um það bil þrjú hundruð Færeyingar ásamt fleiri farþegum ferjunnar Norrænu eru nú strandaglópar á Seyðisfirði vegna óveðurs á Fjarðarheiði. Ferjan siglir aftur úr höfn annað kvöld. Ferjan kom frá Færeyjum í dag með um það bil fimm hundruð farþega um borð. Þegar fréttastofa náði tali af Rúnari Gunnarssyni, hafnarverði í Seyðisfjarðarhöfn, var verið að klára að tæma skipið. Hann segir að veðrið sé ekki gott á Seyðisfirði þessa stundina en ekkert miðað við það sem er á seyði á Fjarðarheiði. Vegagerðin er nú að skoða hvort hægt sé að fara fylgdarakstur seinni partinn með plóg. „Mikið af þessum farþegum sem eru strand hjá okkur eru í svona „mini-cruise“. Farþegar sem að koma um borð hjá okkur í Danmörku eða Færeyjum og eru í svona hringferð. Þetta eru einhverjir þrjú hundruð Færeyingar og hundrað Þjóðverjar í þetta skiptið. Þeir eru með rútur með sér og yfirleitt fara þeir hring hérna, upp á Skriðuklaustur og á smá rúnt,“ segir Rúnar. Norræna siglir frá Danmörku til Færeyja og þaðan til Seyðisfjarðar.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrjú hundruð Færeyingar kann að hljóma ekki ýkja mikið. Íbúar landsins eru þó einungis 54 þúsund talsins samkvæmt tölum frá júnímánuði í fyrra og því eru þrjú hundruð manns 0,556 prósent af íbúum landsins. Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun eru íbúar Seyðisfjarðar 669 talsins. Sé þrjú hundruð Færeyingum og hundrað Þjóðverjum bætt við þá tölu og þeir að gamni gerðir að íbúum bæjarins má reikna að Færeyingarnir geri 28 prósent af íbúum þar og Þjóðverjarnir níu prósent. Seyðfirðingar taka vel á móti strandaglópunum og er til að mynda verið að ryðja húsbílastæði í bænum svo eigendur húsbíla komist í rafmagn. „Seyðfirðingar eru afskaplega gestrisnir og við tökum vel á móti fólki sama hvort það kemst í burtu eða ekki. En þetta sýnir kannski þörfina á því að bora gat í gegnum fjallið. Það er það fyrst og fremst sem er okkur til trafala. Ef það væri hægt að fara hér undir fjallið væri enginn strandaglópur,“ segir Rúnar. Múlaþing Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Færeyjar Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Ferjan kom frá Færeyjum í dag með um það bil fimm hundruð farþega um borð. Þegar fréttastofa náði tali af Rúnari Gunnarssyni, hafnarverði í Seyðisfjarðarhöfn, var verið að klára að tæma skipið. Hann segir að veðrið sé ekki gott á Seyðisfirði þessa stundina en ekkert miðað við það sem er á seyði á Fjarðarheiði. Vegagerðin er nú að skoða hvort hægt sé að fara fylgdarakstur seinni partinn með plóg. „Mikið af þessum farþegum sem eru strand hjá okkur eru í svona „mini-cruise“. Farþegar sem að koma um borð hjá okkur í Danmörku eða Færeyjum og eru í svona hringferð. Þetta eru einhverjir þrjú hundruð Færeyingar og hundrað Þjóðverjar í þetta skiptið. Þeir eru með rútur með sér og yfirleitt fara þeir hring hérna, upp á Skriðuklaustur og á smá rúnt,“ segir Rúnar. Norræna siglir frá Danmörku til Færeyja og þaðan til Seyðisfjarðar.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrjú hundruð Færeyingar kann að hljóma ekki ýkja mikið. Íbúar landsins eru þó einungis 54 þúsund talsins samkvæmt tölum frá júnímánuði í fyrra og því eru þrjú hundruð manns 0,556 prósent af íbúum landsins. Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun eru íbúar Seyðisfjarðar 669 talsins. Sé þrjú hundruð Færeyingum og hundrað Þjóðverjum bætt við þá tölu og þeir að gamni gerðir að íbúum bæjarins má reikna að Færeyingarnir geri 28 prósent af íbúum þar og Þjóðverjarnir níu prósent. Seyðfirðingar taka vel á móti strandaglópunum og er til að mynda verið að ryðja húsbílastæði í bænum svo eigendur húsbíla komist í rafmagn. „Seyðfirðingar eru afskaplega gestrisnir og við tökum vel á móti fólki sama hvort það kemst í burtu eða ekki. En þetta sýnir kannski þörfina á því að bora gat í gegnum fjallið. Það er það fyrst og fremst sem er okkur til trafala. Ef það væri hægt að fara hér undir fjallið væri enginn strandaglópur,“ segir Rúnar.
Múlaþing Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Færeyjar Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira