Bubbi byggir, en aldrei nóg Kristján Baldursson skrifar 15. mars 2023 12:30 Undirritaður er einn þeirra sem vinna í fasteignageiranum. Að sjálfsögðu eru alltaf uppi sterkar væntingar um jafnvægi á markaði og að það sé samhengi milli framboðs og eftirspurnar þannig að allir sem kjósa eigi kost á því að eignast þak yfir höfuðið. Þjóðfélagið okkar er margslungið og einhvern veginn finnst undirrituðum að hlutirnir gangi aldrei auðveldlega fyrir sig þótt þeir klárist alltaf á endanum eins og okkar er von og vísa á þessu skeri. Kaup og kjör, verðbólga og framboð fasteigna er eitthvað sem aldrei er samstaða um þrátt fyrir að við höfum það góða umgjörð skv. öllum alþjóðlegum mælikvörðum að við ættum að geta fundið lausn á þessum hlutum ef vilji væri fyrir hendi. Við ættum að geta gert hlutina þannig að við værum ekki alltaf með sömu vandamálin á herðunum á fimm ára fresti, en það bara virðist ekki takast. Skortur á fasteignum er engin nýlunda hér á landi og hefur verið viðvarandi vandamál lengi, enda hafa bæir og borg stækkað jafnt og þétt. Árið 1910 bjuggu einungis um 12 þúsund manns í Reykjavík og nágrannahreppum og 2000 á Akureyri. Fólksfjölgun hefur verið stöðug síðan þá og allir hafa nú þurft þak yfir höfuðið. Árið 1910 var einmitt mikill húsnæðisskortur í Reykjavík enda var bærinn að stækka og fólki að fjölga. Núna 110 árum seinni er sama staðan, viðvarandi húsnæðisskortur og okkur fjölgar sem aldrei fyrr. Hvað er til ráða og hvernig má koma í veg fyrir þetta viðvarandi vandamál ? Lausnin virðist einföld, að byggja fleiri íbúðir því fólki á Íslandi mun halda áfram að fjölga hratt næstu ár og áratugi í ljósi breytrar heimsmyndar. En málið er bara það, að Bubbi byggir, en bara aldrei nóg. Aldrei virðumst við geta haldið í við fólksfjölgun, það bara virðist ekki hreinlega vera vilji eða skynsemi til þess. Hugsum aðeins fram í tímann, byggjum meira og einföldum ferlið. Það lætur nærri að fólk sem undirritaður er að vinna með og fyrir, á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja, annað hvort fyrir sjálft sig eða byggja og selja. Skipulagið og reglugerðafrumskógurinn sem fólk mætir er flókinn, erfiður og oft algerlega óþarfur. Það hlýtur að vera löggjafans og borgar- og bæjaryfirvalda að einfalda þetta ferli svo hægt sé að byggja hratt og vel þegar á þarf að halda eins og nú um stundir. Þetta reglugerðafargan veldur því að byggingarkostnaður verður óbærilegur og rúllar beint út í verðlag til kaupenda. Vinna þarf lönd undir ný hverfi með sterkum innviðum. Í þeim orðum felst að strax frá upphafi sé hugsað fyrir þörfum væntanlegra íbúa með skólum, íþróttaaðstöðu og slíku. Séu þessir þættir í lagi má gera ráð fyrir að gott samfélag hafi alla burði til að myndast. Það er jú það sem allir vilja og sækjast eftir að skapa sér og sínum skjól í amstri hversdagsins. Öryggi í húsnæðismálum er eitt mikilvægasta mál hvers tíma. Síðustu árin hefur verið hörgull á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tugir kaupenda hafa bitist um sömu íbúðina. Miklar verðhækkanir eru bein afleiðing af þessum skorti. Mikilvægt er að ná verðbólgunni verulega niður og lækka vexti. Til að svo megi verða þarf rétt skilyrði á fasteignamarkaði og stóra málið þar er eins og ég sagði í upphafi; hugsum fram í tímann, byggjum fleiri íbúðir og byggjum vel. Höfundur er löggiltur fasteignasali og einn eiganda Trausta fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Undirritaður er einn þeirra sem vinna í fasteignageiranum. Að sjálfsögðu eru alltaf uppi sterkar væntingar um jafnvægi á markaði og að það sé samhengi milli framboðs og eftirspurnar þannig að allir sem kjósa eigi kost á því að eignast þak yfir höfuðið. Þjóðfélagið okkar er margslungið og einhvern veginn finnst undirrituðum að hlutirnir gangi aldrei auðveldlega fyrir sig þótt þeir klárist alltaf á endanum eins og okkar er von og vísa á þessu skeri. Kaup og kjör, verðbólga og framboð fasteigna er eitthvað sem aldrei er samstaða um þrátt fyrir að við höfum það góða umgjörð skv. öllum alþjóðlegum mælikvörðum að við ættum að geta fundið lausn á þessum hlutum ef vilji væri fyrir hendi. Við ættum að geta gert hlutina þannig að við værum ekki alltaf með sömu vandamálin á herðunum á fimm ára fresti, en það bara virðist ekki takast. Skortur á fasteignum er engin nýlunda hér á landi og hefur verið viðvarandi vandamál lengi, enda hafa bæir og borg stækkað jafnt og þétt. Árið 1910 bjuggu einungis um 12 þúsund manns í Reykjavík og nágrannahreppum og 2000 á Akureyri. Fólksfjölgun hefur verið stöðug síðan þá og allir hafa nú þurft þak yfir höfuðið. Árið 1910 var einmitt mikill húsnæðisskortur í Reykjavík enda var bærinn að stækka og fólki að fjölga. Núna 110 árum seinni er sama staðan, viðvarandi húsnæðisskortur og okkur fjölgar sem aldrei fyrr. Hvað er til ráða og hvernig má koma í veg fyrir þetta viðvarandi vandamál ? Lausnin virðist einföld, að byggja fleiri íbúðir því fólki á Íslandi mun halda áfram að fjölga hratt næstu ár og áratugi í ljósi breytrar heimsmyndar. En málið er bara það, að Bubbi byggir, en bara aldrei nóg. Aldrei virðumst við geta haldið í við fólksfjölgun, það bara virðist ekki hreinlega vera vilji eða skynsemi til þess. Hugsum aðeins fram í tímann, byggjum meira og einföldum ferlið. Það lætur nærri að fólk sem undirritaður er að vinna með og fyrir, á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja, annað hvort fyrir sjálft sig eða byggja og selja. Skipulagið og reglugerðafrumskógurinn sem fólk mætir er flókinn, erfiður og oft algerlega óþarfur. Það hlýtur að vera löggjafans og borgar- og bæjaryfirvalda að einfalda þetta ferli svo hægt sé að byggja hratt og vel þegar á þarf að halda eins og nú um stundir. Þetta reglugerðafargan veldur því að byggingarkostnaður verður óbærilegur og rúllar beint út í verðlag til kaupenda. Vinna þarf lönd undir ný hverfi með sterkum innviðum. Í þeim orðum felst að strax frá upphafi sé hugsað fyrir þörfum væntanlegra íbúa með skólum, íþróttaaðstöðu og slíku. Séu þessir þættir í lagi má gera ráð fyrir að gott samfélag hafi alla burði til að myndast. Það er jú það sem allir vilja og sækjast eftir að skapa sér og sínum skjól í amstri hversdagsins. Öryggi í húsnæðismálum er eitt mikilvægasta mál hvers tíma. Síðustu árin hefur verið hörgull á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tugir kaupenda hafa bitist um sömu íbúðina. Miklar verðhækkanir eru bein afleiðing af þessum skorti. Mikilvægt er að ná verðbólgunni verulega niður og lækka vexti. Til að svo megi verða þarf rétt skilyrði á fasteignamarkaði og stóra málið þar er eins og ég sagði í upphafi; hugsum fram í tímann, byggjum fleiri íbúðir og byggjum vel. Höfundur er löggiltur fasteignasali og einn eiganda Trausta fasteignasölu.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun