„Það er ekki rétt að það sé ekki neitt að gerast“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. febrúar 2023 23:58 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ýmsa þætti hafa haft áhrif á það að kostnaður hafi hækkað og framkvæmdir tekið lengri tíma en ella. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir forsendur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ekki brostnar þrátt fyrir gagnrýnisraddir úr ýmsum áttum. Framkvæmdir mættu þó vera hraðari og kostnaður hafi vissulega hækkað, sem sé eðlilegt í ljósi óvissuþátta. Taka þurfi umræðuna og mögulega endurskoða hluta sáttmálans. Samgöngumálin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið í brennidepli undanfarna mánuði en meðal þeirra sem hafa gagnrýnt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eða Borgarlínu eru borgarfulltrúar og jafnvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Bæjarstjórar og aðrir fulltrúar í nágranna sveitarfélögum, til að mynda Garðabæ og Kópavogi, verið harðorðir og kallað eftir endurskoðun sáttmálans. Fleiri hafa sömuleiðis lagt orð í belg. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði til í síðustu viku að endurskoðunarákvæði sáttmálans yrði virkjað þar sem áætlunargerð væri í uppnámi og margvíslegar forsendur brostnar hvað varðar fjármögnun. Þá hafa aðrir sagt kostnað hafa hækkað upp úr öllu valdi og framkvæmdir staðið í stað. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra bendir á að sáttmálinn frá 2019, sem er til fimmtán ára, hafi falið í sér fjölmörg verkefni. „Það voru ellefu stofnframkvæmdir, ég held að við séum búin með þrjú, fjórða að klárast og fimmta að hefjast, búið að leggja þrettán kílómetra af hjóla og göngustígum, það er búið að verja um tveimur og hálfum milljarði í hönnun á Borgarlínu og svona fyrsta verkefnið fer að sjást í á þessu ári, Fossvogsbrúin. Þannig að nei, það er ekki rétt að það sé ekki neitt að gerast, það er fullt að gerast,“ segir Sigurður Ingi. Það sé þó rétt að framkvæmdir mættu vera hraðari en þau viti nú meira og væntingarnar um hvað mannvirkin eigi að þola séu einnig meiri víða, til að mynda hvað varðar Sæbrautarstokk. Þá hafi kostnaðurinn aukist af ýmsum ástæðum, samgönguvísitala hafi hækkað, verðbólgan sé mikil og óvissa til staðar meðal annars vegna stríðsins í Evrópu. Forsendur sáttmálans séu þó ekki brostnar. „Það er verðbólga, það eru hækkanir á öllum hlutum. Ef við lítum svo á að það séu forsendur brostnar fyrir öllu því sem við erum að gera, þá gerum við ekki neitt og þar er ég ekki,“ segir Sigurður Ingi. Engu að síður sé eðlilegt að staldra við, setjast niður og mögulega endurskoða ákveðna þætti. „Setja upp nýjar verkáætlanir, fjárhagsáætlanir, arðsemismeta. Jafnvel síðan setjast bara niður ríki og sveitarfélög, er þörf á að uppfæra eða búa til viðauka vegna þess að forsendur hafa breyst,“ segir hann og bendir til að mynda á að hjólastígar séu mun meira notaðir, meðal annars með tilkomu rafhlaupahjóla, en þegar sáttmálinn var í undirbúningi. Það sé ekki óeðlilegt að gagnrýnisraddir heyrist nú meðal sveitarstjórnarfulltrúa og þingmanna úr röðum Sjálfstæðisflokksins þar sem nýtt fólk hafi komið inn víða eftir kosningar. Margir séu ef til vill hræddir við reksturinn á almenningssamgöngum en ráðherrann segist tilbúinn til að ræða málin. Það ætti að skýrast á næstunni hvernig hægt sé að bregðast við. Sáttmálinn standi. „Ég held að þetta hafi verið tímamótaplagg og gríðarlega mikilvægt að fá þessa sameiginlegu framtíðarsýn,“ segir Sigurður Ingi. „Ég sé bara spennandi hluti áfram í kringum sáttmálann og við getum þróað hann í mjög jákvæða átt á næstunni.“ Samgöngur Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Borgarstjórn Vegagerð Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Um endurskoðun samgöngusáttmálans Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið. 25. febrúar 2023 15:31 Betri almenningssamgöngur núna! Umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins fór fram í borgarstjórn dagsins. Samgöngusáttmálinn var samþykktur í september 2019 og markmið hans var að stuðla að „greiðum skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu“. Borgarlína er hluti af sáttmálanum. 25. febrúar 2023 13:32 Kyrrstaðan niðurstaðan? Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. 25. febrúar 2023 09:30 Samgöngusáttmáli á gatnamótum Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. 24. febrúar 2023 13:00 Hvers vegna þessi magnaði samgöngusáttmáli? Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn. 23. febrúar 2023 08:00 Samgöngusáttmáli í uppnámi? Forsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru bættar samgöngur, hvort sem eru almenningssamgöngur, ferðir einkabílsins eða hjólandi umferð. Forsendur fyrir bættum samgöngum er strætó í sérrými, betri stofnvegir fyrir einkabílinn og bættar hjóla- og gönguleiðir. Jafnframt skipta bættar ljósastýringar miklu máli. 21. febrúar 2023 09:31 Sáttmáli slítur barnsskónum Í ár eru fjögur ár síðan ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára. Það var mikilvægt skref fyrir þessa aðila til að setja fram sameiginlega langtímasýn og fjármagna nauðsynlega fjárfestingu í samgönguinnviðum. Slíkt fyrirkomulag hefur verið við haft í Noregi og Svíþjóð um langa hríð við góðan árangur. 21. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Samgöngumálin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið í brennidepli undanfarna mánuði en meðal þeirra sem hafa gagnrýnt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eða Borgarlínu eru borgarfulltrúar og jafnvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Bæjarstjórar og aðrir fulltrúar í nágranna sveitarfélögum, til að mynda Garðabæ og Kópavogi, verið harðorðir og kallað eftir endurskoðun sáttmálans. Fleiri hafa sömuleiðis lagt orð í belg. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði til í síðustu viku að endurskoðunarákvæði sáttmálans yrði virkjað þar sem áætlunargerð væri í uppnámi og margvíslegar forsendur brostnar hvað varðar fjármögnun. Þá hafa aðrir sagt kostnað hafa hækkað upp úr öllu valdi og framkvæmdir staðið í stað. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra bendir á að sáttmálinn frá 2019, sem er til fimmtán ára, hafi falið í sér fjölmörg verkefni. „Það voru ellefu stofnframkvæmdir, ég held að við séum búin með þrjú, fjórða að klárast og fimmta að hefjast, búið að leggja þrettán kílómetra af hjóla og göngustígum, það er búið að verja um tveimur og hálfum milljarði í hönnun á Borgarlínu og svona fyrsta verkefnið fer að sjást í á þessu ári, Fossvogsbrúin. Þannig að nei, það er ekki rétt að það sé ekki neitt að gerast, það er fullt að gerast,“ segir Sigurður Ingi. Það sé þó rétt að framkvæmdir mættu vera hraðari en þau viti nú meira og væntingarnar um hvað mannvirkin eigi að þola séu einnig meiri víða, til að mynda hvað varðar Sæbrautarstokk. Þá hafi kostnaðurinn aukist af ýmsum ástæðum, samgönguvísitala hafi hækkað, verðbólgan sé mikil og óvissa til staðar meðal annars vegna stríðsins í Evrópu. Forsendur sáttmálans séu þó ekki brostnar. „Það er verðbólga, það eru hækkanir á öllum hlutum. Ef við lítum svo á að það séu forsendur brostnar fyrir öllu því sem við erum að gera, þá gerum við ekki neitt og þar er ég ekki,“ segir Sigurður Ingi. Engu að síður sé eðlilegt að staldra við, setjast niður og mögulega endurskoða ákveðna þætti. „Setja upp nýjar verkáætlanir, fjárhagsáætlanir, arðsemismeta. Jafnvel síðan setjast bara niður ríki og sveitarfélög, er þörf á að uppfæra eða búa til viðauka vegna þess að forsendur hafa breyst,“ segir hann og bendir til að mynda á að hjólastígar séu mun meira notaðir, meðal annars með tilkomu rafhlaupahjóla, en þegar sáttmálinn var í undirbúningi. Það sé ekki óeðlilegt að gagnrýnisraddir heyrist nú meðal sveitarstjórnarfulltrúa og þingmanna úr röðum Sjálfstæðisflokksins þar sem nýtt fólk hafi komið inn víða eftir kosningar. Margir séu ef til vill hræddir við reksturinn á almenningssamgöngum en ráðherrann segist tilbúinn til að ræða málin. Það ætti að skýrast á næstunni hvernig hægt sé að bregðast við. Sáttmálinn standi. „Ég held að þetta hafi verið tímamótaplagg og gríðarlega mikilvægt að fá þessa sameiginlegu framtíðarsýn,“ segir Sigurður Ingi. „Ég sé bara spennandi hluti áfram í kringum sáttmálann og við getum þróað hann í mjög jákvæða átt á næstunni.“
Samgöngur Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Borgarstjórn Vegagerð Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Um endurskoðun samgöngusáttmálans Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið. 25. febrúar 2023 15:31 Betri almenningssamgöngur núna! Umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins fór fram í borgarstjórn dagsins. Samgöngusáttmálinn var samþykktur í september 2019 og markmið hans var að stuðla að „greiðum skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu“. Borgarlína er hluti af sáttmálanum. 25. febrúar 2023 13:32 Kyrrstaðan niðurstaðan? Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. 25. febrúar 2023 09:30 Samgöngusáttmáli á gatnamótum Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. 24. febrúar 2023 13:00 Hvers vegna þessi magnaði samgöngusáttmáli? Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn. 23. febrúar 2023 08:00 Samgöngusáttmáli í uppnámi? Forsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru bættar samgöngur, hvort sem eru almenningssamgöngur, ferðir einkabílsins eða hjólandi umferð. Forsendur fyrir bættum samgöngum er strætó í sérrými, betri stofnvegir fyrir einkabílinn og bættar hjóla- og gönguleiðir. Jafnframt skipta bættar ljósastýringar miklu máli. 21. febrúar 2023 09:31 Sáttmáli slítur barnsskónum Í ár eru fjögur ár síðan ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára. Það var mikilvægt skref fyrir þessa aðila til að setja fram sameiginlega langtímasýn og fjármagna nauðsynlega fjárfestingu í samgönguinnviðum. Slíkt fyrirkomulag hefur verið við haft í Noregi og Svíþjóð um langa hríð við góðan árangur. 21. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Um endurskoðun samgöngusáttmálans Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið. 25. febrúar 2023 15:31
Betri almenningssamgöngur núna! Umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins fór fram í borgarstjórn dagsins. Samgöngusáttmálinn var samþykktur í september 2019 og markmið hans var að stuðla að „greiðum skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu“. Borgarlína er hluti af sáttmálanum. 25. febrúar 2023 13:32
Kyrrstaðan niðurstaðan? Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. 25. febrúar 2023 09:30
Samgöngusáttmáli á gatnamótum Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. 24. febrúar 2023 13:00
Hvers vegna þessi magnaði samgöngusáttmáli? Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn. 23. febrúar 2023 08:00
Samgöngusáttmáli í uppnámi? Forsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru bættar samgöngur, hvort sem eru almenningssamgöngur, ferðir einkabílsins eða hjólandi umferð. Forsendur fyrir bættum samgöngum er strætó í sérrými, betri stofnvegir fyrir einkabílinn og bættar hjóla- og gönguleiðir. Jafnframt skipta bættar ljósastýringar miklu máli. 21. febrúar 2023 09:31
Sáttmáli slítur barnsskónum Í ár eru fjögur ár síðan ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára. Það var mikilvægt skref fyrir þessa aðila til að setja fram sameiginlega langtímasýn og fjármagna nauðsynlega fjárfestingu í samgönguinnviðum. Slíkt fyrirkomulag hefur verið við haft í Noregi og Svíþjóð um langa hríð við góðan árangur. 21. febrúar 2023 08:01