Skoða að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2023 10:01 Tölvuteikning af því hvernig brúin gæti litið út. Mögulega væri hún enn neðar. Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. Hallgrímur Kristinsson er hluti af hópnum sem skoðar þetta nú, ásamt Guðna og Kristrúnu Guðbergsbörnum sem eiga landið. Í samtali við fréttastofu segir Hallgrímur að fólki sem fer austan megin við Gullfoss fari fjölgandi enda sé útsýnið þar umtalsvert betra. Brúin myndi ekki skemma núverandi upplifun fyrir ferðamönnum. „Mikið að sjá, meðal annars stórglæsilegt stuðlaberg og betra útsýni. Það sem við höfum verið að leggja til, ræða við sveitarfélögin og Umhverfisstofnun um er að leggja hengibrú yfir Hvítárgljúfur. Svolítið fyrir neðan fossinn til að opna umferð. Myndum setja stíg og tvo útsýnispalla sem falla vel inn í landslagið. Brúnin þarna í dag er stórhættuleg og umferðinni fer bara aukandi. Það eru engin klósett, engin aðstaða og við teljum að með þessu séum við að leysa framtíðarvandamál,“ segir Hallgrímur. Kanadískt fyrirtæki sem hefur reynslu af því að setja upp slíkar brýr vinnur að verkefninu ásamt hópnum. Hallgrímur Kristinsson leiðir hópinn. Þrír möguleikar í boði Hann vill meina að þrír möguleikar séu í stöðunni. Fyrsti sé að banna fólki að fara austan megin, annar að byggja upp aðstöðu hinum megin sem er óhjákvæmilegt með aukinni umferð eða þá að gera líkt og hópurinn vill gera, tengja svæðin saman. Sett yrði hengibrú yfir Hvítárgljúfur fyrir neðan fossinn. Með því er hægt að veita aðgang að betri útsýnisstöðum og hjálpar við að byggja upp aðstöðu með lágmarks inngripi. Þá er framkvæmdin algjörlega afturkræf og hægt er að fjarlægja brúnna seinna ef hún hentar svæðinu ekki lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Hallgrímur tók af stuðlaberginu í Hvítárgljúfri. Klippa: Stuðlaberg við Hvítárgljúfur „Svona hengibrýr eru orðnar mjög vinsælar og algengar á mörgum svæðum eins og Kanada, Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. Þar er fólk algjörlega til í að borga fyrir að fara yfir hengibrýr og fá þá útsýni sem það myndi annars ekki fá. Og geta þá nálgast staði sem annars þyrfti að byggja upp með frekari hætti,“ segir Hallgrímur. Brúin yfir Hvítárgljúfur gæti verið lík Capilano-brúnni í Kanada.Getty/Education Times Einungis á viðræðustigi Sem stendur er framkvæmdin einungis á viðræðustigi hjá sveitarfélögunum á svæðinu og Umhverfisstofnun. Hallgrímur segir að þeir aðilar sem rætt hefur við þyki þetta áhugaverð nálgun. Yrði brúin að veruleika myndi hún ekki hafa nein áhrif á núverandi upplifun. Hún myndi ekki sjást frá helstu útsýnisstöðum svæðisins. „Svo dreifir þetta betur ferðamönnum á svæðinu. Það er takmarkað aðgengi að svæðinu á veturna þar sem að gönguleiðir niður að fossinum og gljúfrinu eru meira og minna lokaðar út af úða og ísingu. Þetta myndi veita stórkostlega sýn, bæði um gljúfrið og yfir fossinn. Og yfir magnað stuðlaberg sem þarna er að finna,“ segir Hallgrímur. Hrunamannahreppur Samgöngur Umhverfismál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hallgrímur Kristinsson er hluti af hópnum sem skoðar þetta nú, ásamt Guðna og Kristrúnu Guðbergsbörnum sem eiga landið. Í samtali við fréttastofu segir Hallgrímur að fólki sem fer austan megin við Gullfoss fari fjölgandi enda sé útsýnið þar umtalsvert betra. Brúin myndi ekki skemma núverandi upplifun fyrir ferðamönnum. „Mikið að sjá, meðal annars stórglæsilegt stuðlaberg og betra útsýni. Það sem við höfum verið að leggja til, ræða við sveitarfélögin og Umhverfisstofnun um er að leggja hengibrú yfir Hvítárgljúfur. Svolítið fyrir neðan fossinn til að opna umferð. Myndum setja stíg og tvo útsýnispalla sem falla vel inn í landslagið. Brúnin þarna í dag er stórhættuleg og umferðinni fer bara aukandi. Það eru engin klósett, engin aðstaða og við teljum að með þessu séum við að leysa framtíðarvandamál,“ segir Hallgrímur. Kanadískt fyrirtæki sem hefur reynslu af því að setja upp slíkar brýr vinnur að verkefninu ásamt hópnum. Hallgrímur Kristinsson leiðir hópinn. Þrír möguleikar í boði Hann vill meina að þrír möguleikar séu í stöðunni. Fyrsti sé að banna fólki að fara austan megin, annar að byggja upp aðstöðu hinum megin sem er óhjákvæmilegt með aukinni umferð eða þá að gera líkt og hópurinn vill gera, tengja svæðin saman. Sett yrði hengibrú yfir Hvítárgljúfur fyrir neðan fossinn. Með því er hægt að veita aðgang að betri útsýnisstöðum og hjálpar við að byggja upp aðstöðu með lágmarks inngripi. Þá er framkvæmdin algjörlega afturkræf og hægt er að fjarlægja brúnna seinna ef hún hentar svæðinu ekki lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Hallgrímur tók af stuðlaberginu í Hvítárgljúfri. Klippa: Stuðlaberg við Hvítárgljúfur „Svona hengibrýr eru orðnar mjög vinsælar og algengar á mörgum svæðum eins og Kanada, Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. Þar er fólk algjörlega til í að borga fyrir að fara yfir hengibrýr og fá þá útsýni sem það myndi annars ekki fá. Og geta þá nálgast staði sem annars þyrfti að byggja upp með frekari hætti,“ segir Hallgrímur. Brúin yfir Hvítárgljúfur gæti verið lík Capilano-brúnni í Kanada.Getty/Education Times Einungis á viðræðustigi Sem stendur er framkvæmdin einungis á viðræðustigi hjá sveitarfélögunum á svæðinu og Umhverfisstofnun. Hallgrímur segir að þeir aðilar sem rætt hefur við þyki þetta áhugaverð nálgun. Yrði brúin að veruleika myndi hún ekki hafa nein áhrif á núverandi upplifun. Hún myndi ekki sjást frá helstu útsýnisstöðum svæðisins. „Svo dreifir þetta betur ferðamönnum á svæðinu. Það er takmarkað aðgengi að svæðinu á veturna þar sem að gönguleiðir niður að fossinum og gljúfrinu eru meira og minna lokaðar út af úða og ísingu. Þetta myndi veita stórkostlega sýn, bæði um gljúfrið og yfir fossinn. Og yfir magnað stuðlaberg sem þarna er að finna,“ segir Hallgrímur.
Hrunamannahreppur Samgöngur Umhverfismál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira