Dæmdir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 09:10 Árásin átti sér stað á Selfossi. Vísir/Arnar Tveir karlmenn voru í lok janúar dæmdir í fangelsi og til að greiða miskabætur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember árið 2020. Mennirnir tveir réðust þá að þriðja manni og börðu. Árásin átti sér stað í bílskúr á Selfossi 8. nóvember árið 2020. Þá voru árásarmennirnir og fórnarlambið í samkvæmi í bílskúr. Fórnarlambið var þá laminn í hausinn með flösku, tekinn hálstaki og dreginn inn í herbergi inn af skúrnum. Þar var hann laminn í höfuðið með hamri og missti við það meðvitund. Vitni sögðu fyrir dómi að fórnarlambið hafi stuttu fyrir árásina verið að rífast við annan árásarmannanna í síma. Skömmu eftir að símtalinu lauk hafi tveir grímuklæddir menn ruðst inn og ráðist á fórnarlambið. Í skýrslutöku kvaðst annar árásarmannanna ekki muna vel eftir atvikum en mundi þó að til átaka hefði komið milli hans og brotaþola. Hinn árásarmaðurinn játaði að hafa ráðist á manninn en mundi ekki eftir því að hafa beitt hamri við árásina. Mennirnir breyttu afstöðu sinni við upphaf aðalmeðferðar í október á síðasta ári. Þá viðurkenndi annar árásarmannanna að hafa veist að fórnarlambinu, slegið hann í nokkur skipti í höfuð og líkama með krepptum hnefa og einu sinni slegið hann með glerflösku. Hann neitaði hins vegar að hafa sparkað í fórnarlambið og að hafa slegið hann með hamri. Hinn árásarmaðurinn játaði að hafa tekið fórnarlambið hálstaki sem og hafa slegið hann í líkama og höfuð með krepptum hnefa. Hann neitaði hins vegar að hafa slegið fórnarlambið með glerflösku eða hamri eða hafa sparkað í líkama fórnarlambsins. Báðir mennirnir samþykktu bótakröfur fórnarlambsins. Annar mannanna hafði tvisvar verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og minniháttar líkamsárás. Var honum því dæmdur hegningarauki. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hinn árásarmaðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Sameiginlega greiða þeir fórnarlambinu 450 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Árborg Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Árásin átti sér stað í bílskúr á Selfossi 8. nóvember árið 2020. Þá voru árásarmennirnir og fórnarlambið í samkvæmi í bílskúr. Fórnarlambið var þá laminn í hausinn með flösku, tekinn hálstaki og dreginn inn í herbergi inn af skúrnum. Þar var hann laminn í höfuðið með hamri og missti við það meðvitund. Vitni sögðu fyrir dómi að fórnarlambið hafi stuttu fyrir árásina verið að rífast við annan árásarmannanna í síma. Skömmu eftir að símtalinu lauk hafi tveir grímuklæddir menn ruðst inn og ráðist á fórnarlambið. Í skýrslutöku kvaðst annar árásarmannanna ekki muna vel eftir atvikum en mundi þó að til átaka hefði komið milli hans og brotaþola. Hinn árásarmaðurinn játaði að hafa ráðist á manninn en mundi ekki eftir því að hafa beitt hamri við árásina. Mennirnir breyttu afstöðu sinni við upphaf aðalmeðferðar í október á síðasta ári. Þá viðurkenndi annar árásarmannanna að hafa veist að fórnarlambinu, slegið hann í nokkur skipti í höfuð og líkama með krepptum hnefa og einu sinni slegið hann með glerflösku. Hann neitaði hins vegar að hafa sparkað í fórnarlambið og að hafa slegið hann með hamri. Hinn árásarmaðurinn játaði að hafa tekið fórnarlambið hálstaki sem og hafa slegið hann í líkama og höfuð með krepptum hnefa. Hann neitaði hins vegar að hafa slegið fórnarlambið með glerflösku eða hamri eða hafa sparkað í líkama fórnarlambsins. Báðir mennirnir samþykktu bótakröfur fórnarlambsins. Annar mannanna hafði tvisvar verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og minniháttar líkamsárás. Var honum því dæmdur hegningarauki. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hinn árásarmaðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Sameiginlega greiða þeir fórnarlambinu 450 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Árborg Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira