Gert að greiða samfanga miskabætur eftir árás með trékefli Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2023 12:26 Árásin var gerð að kvöldi föstudagsins 18. desember 2020, í eldhúsi í fangelsinu að Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fangann Þorláki Fannari Albertssyni til að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur eftir árás með trékefli inni á Litla-Hrauni á Eyrarbakka í desember 2020. Þorlákur Fannar afplánar nú sjö og hálfs árs dóm vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar. Var hann þá meðal annars dæmdur fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í íbúð á Langsholtsvegi í Reykjavík sumarið 2020. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu nú, ef frá er telin greiðsla miskabóta, auk sakar- og málskostnaðar. Í ákærunni nú kemur fram að Þorlákur Fannar hafi ráðist á samfanga sinn með því að slá trékefli í höfuð þannig að hann hafi fallið í gólf. Hann hafi svo haldið árásinni áfram með því að slá hann ítrekað í höfuð og líkama og að lokum sparkað í höfuð hans. Fórnarlamb árásarinnar hlaut bæði mar og blæðingu undir húð aftan við hægra eyra og glóðarauga. Fórnarlambið fór fram á að Þorlákur Fannar myndi greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Þá var gerð krafa um að viðurkennd yrði skaðabótaskylda vegna líkamstjóns. Þorlákur Fannar viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem rakin var í ákæru. Hann mótmælti þó bótakröfunni sem hann sagði vera of háa. Samkvæmt sakarvottorði hefur Þorlákur Fannar tólf sinnum áður sætt refsingu. Brotið sem hann var dæmdur fyrir nú var framið áður en Landsréttur dæmdi hann í sjö og hálfs árs fangelsi. „Er það mat dómsins að brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hefði ekki leitt til þyngri refsingar en ákærða var gert að sæta í áðurgreindum dómi. Verður ákærða því ekki gerð sérstök refsing í máli þessu,“ segir í dómi. Hæfilegt var talið að maðurinn myndi greiða fórnarlambi árásarinnar 300 þúsund krónur í miskabætur. Varðandi skaðabótaskylduna þá taldi dómari að ekkert lægi fyrir um að brotþolinn hafi orðið fyrir líkamstjóni umfram það sem lýst var í ákæru og að krafan væri verulega vanreifuð. Var því ekki komist hjá því að vísa kröfunni frá dómi. Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. nóvember 2021 14:40 Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Þorlákur Fannar afplánar nú sjö og hálfs árs dóm vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar. Var hann þá meðal annars dæmdur fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í íbúð á Langsholtsvegi í Reykjavík sumarið 2020. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu nú, ef frá er telin greiðsla miskabóta, auk sakar- og málskostnaðar. Í ákærunni nú kemur fram að Þorlákur Fannar hafi ráðist á samfanga sinn með því að slá trékefli í höfuð þannig að hann hafi fallið í gólf. Hann hafi svo haldið árásinni áfram með því að slá hann ítrekað í höfuð og líkama og að lokum sparkað í höfuð hans. Fórnarlamb árásarinnar hlaut bæði mar og blæðingu undir húð aftan við hægra eyra og glóðarauga. Fórnarlambið fór fram á að Þorlákur Fannar myndi greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Þá var gerð krafa um að viðurkennd yrði skaðabótaskylda vegna líkamstjóns. Þorlákur Fannar viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem rakin var í ákæru. Hann mótmælti þó bótakröfunni sem hann sagði vera of háa. Samkvæmt sakarvottorði hefur Þorlákur Fannar tólf sinnum áður sætt refsingu. Brotið sem hann var dæmdur fyrir nú var framið áður en Landsréttur dæmdi hann í sjö og hálfs árs fangelsi. „Er það mat dómsins að brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hefði ekki leitt til þyngri refsingar en ákærða var gert að sæta í áðurgreindum dómi. Verður ákærða því ekki gerð sérstök refsing í máli þessu,“ segir í dómi. Hæfilegt var talið að maðurinn myndi greiða fórnarlambi árásarinnar 300 þúsund krónur í miskabætur. Varðandi skaðabótaskylduna þá taldi dómari að ekkert lægi fyrir um að brotþolinn hafi orðið fyrir líkamstjóni umfram það sem lýst var í ákæru og að krafan væri verulega vanreifuð. Var því ekki komist hjá því að vísa kröfunni frá dómi.
Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. nóvember 2021 14:40 Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. nóvember 2021 14:40
Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02