Dæmdur fyrir þjófnaði á Selfossi og svik á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 11:01 Öll brot mannsins sem hann var ákærður fyrir voru framin í október 2020. Maðurinn á langan sakaferil að baki. Vísir/Magnús Hlynur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í níutíu daga fangelsi, meðal annars fyrir að hafa látið konu millifæra upphæð inn á reikning vegna kaupa á reiðhjóli. Maðurinn hafði auglýst hjólið – fulldempað TREK-fjallahjól – á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu, en afhenti hjólið aldrei. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi svikið konuna með því að láta hana leggja 15 þúsund krónur inn á reikning hans í tveimur færslum í október 2020. Hann hafi hins vegar aldrei afhent hjólið eða átt það til. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á gistiheimilinu Gesthúsi á Selfossi og stolið þar meðal annars farsíma, fartölvu, lesbretti, Rolex-úrum, bakpokum, skóm, peysu, inniskóm, sólgleraugum, leðurveski og sígarettum. Áætlað verðmæti þýfisins var að lágmarki tvær milljónir króna, en auk þess stal maðurinn átta þúsund krónum í reiðufé. Hann var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á hesthúsi á Selfossi og stolið þaðan tveimur úlpum og hátalara og stolið veltisög af sólpalli annars húss á Selfossi. Öll brotin voru framin í október 2020 og játaði maðurinn skýlaust að hafa gerst sekur um þau brot sem rakin voru í ákæru. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi átján sinnum áður verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af níu sinnum vegna auðgunarbrota. Hann hefur margoft verið dæmdur til fangelsisvistar vegna brota hér á landi, en einnig í Austurríki, Danmörku og Svíþjóð. Dómari taldi hæfileg refsing nú vera níutíu daga fangelsi en ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda refsinguna. Manninum var jafnframt gert að greiða um 600 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Árborg Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi svikið konuna með því að láta hana leggja 15 þúsund krónur inn á reikning hans í tveimur færslum í október 2020. Hann hafi hins vegar aldrei afhent hjólið eða átt það til. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á gistiheimilinu Gesthúsi á Selfossi og stolið þar meðal annars farsíma, fartölvu, lesbretti, Rolex-úrum, bakpokum, skóm, peysu, inniskóm, sólgleraugum, leðurveski og sígarettum. Áætlað verðmæti þýfisins var að lágmarki tvær milljónir króna, en auk þess stal maðurinn átta þúsund krónum í reiðufé. Hann var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á hesthúsi á Selfossi og stolið þaðan tveimur úlpum og hátalara og stolið veltisög af sólpalli annars húss á Selfossi. Öll brotin voru framin í október 2020 og játaði maðurinn skýlaust að hafa gerst sekur um þau brot sem rakin voru í ákæru. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi átján sinnum áður verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af níu sinnum vegna auðgunarbrota. Hann hefur margoft verið dæmdur til fangelsisvistar vegna brota hér á landi, en einnig í Austurríki, Danmörku og Svíþjóð. Dómari taldi hæfileg refsing nú vera níutíu daga fangelsi en ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda refsinguna. Manninum var jafnframt gert að greiða um 600 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Árborg Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira