Svifryki slegið í augu Reykvíkinga Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 13. janúar 2023 08:00 Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur. Ástæða loftmenguninnar núna er sú að allur sá útblástur sem er venjulega vegna bruna jarðefnaeldsneyta í bensín og díselbílunum, skipanna í höfninni o.s.frv. hefur ekki fokið í burtu heldur legið yfir borginni í logninu. Þetta ætti borgarstjóri að vita, nema honum hafi láðst að kynna sér málið og lét það ekkert stoppa sig nú frekar en fyrri daginn. Staðreyndin er sú að uppskriftin af svifryki er mismunandi eftir veðri og umferð. Til dæmis má vænta hærra hlufalls vegryks og jarðvegs á þurrum dögum, en að sót vegna bruna jarðefnaeldsneyta og salt sé meira áberandi þegar úrkoma er eða snjór á jörðu. Ef við tökum nagladekkinn sérstaklega út fyrir sviga að þá mældist til dæmis engin verulegur munur á malbiksryki á nagladekkjatímabilinu fyrir 15. apríl og eftir í mælingum Eflu frá 2015. Þetta segir okkur að það er erfitt að tilgreina hversu mikið af malbiksryki í svifrykinu megi rekja til nagladekkjana eingöngu. Því er ekki gefið að dekkjaskiptin ein og sér hafi haldbær áhrif á loftmengun í Reykjavík, þótt nagladekkin slíti sannarlega meira malbiki en venjuleg dekk, því framlag nagladekkjanna til loftmenguninnar er svo mörgu háð t.d. veðri, gæðum dekkjanna og gerð malbiksins. Aðra sögu er að segja um sótið sem er stór uppspretta svifryks. Þannig ef markmiðið er að koma varanlegu höggi á loftmengun í borginni þarf fyrst og fremst að styðja við rafvæðingu bílaflotans. Hin áhrifaríkasta leiðin til að draga strax úr loftmengun er einfaldlega að þrífa göturnar oft og rykbinda, það er vel staðfest, og þar sem orkuskiptin gerast ekki á einni nóttu ættum við að setja fullan þunga í þrifin. Hvers vegna tönnlast borgarstjóri þá á nagladekkjunum? Mögulega er það vegna þess að á meðan umræðan snýst um nagladekk snýst hún ekki um það að meirihlutinn í borgarstjórn hefur fengið algjöra falleinkunn í götuþrifum og rykbindingu. Þarna fannst þeim mikilvægt að spara en tókst þó að koma borgarsjóði í 400 milljarða króna skuld og viti menn nú kallar borgarstjóri eftir fleiri gjaldtökum á Reykvíkinga, berandi nagladekkin fyrir sig. Þannig hefur Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar starfað síðast liðinn 15 ár. Eyða um efni fram og finna sér svo grýlu til að réttlæta auka gjaldtöku í nafni einhverra óljósra framfaravona, en það eina sem gerist er að við borgum öll meira fyrir minna. Öfugmælin eru algjör. Í stað þess að efla götuþrifin og rykbindingu ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að byrja árið á því að fækka hvötum þess að skipta yfir á rafmagnsbíl og hefja aftur gjaldtöku á rafbílastæðum sem áður voru gjaldfrjáls. Svona vinnubrögð eru ágætis leið til að uppskera brostnar væntingar í baráttunni við loftmengun. Við gætum verið að beina tíma starfsfólks og skattfé í mun kröftugri aðgerðir en þess í stað er svifrykinu bara slegið í augu Reykvíkinga svo borgarstjóri geti fjölgað gjaldstofnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Umhverfismál Umferð Loftgæði Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur. Ástæða loftmenguninnar núna er sú að allur sá útblástur sem er venjulega vegna bruna jarðefnaeldsneyta í bensín og díselbílunum, skipanna í höfninni o.s.frv. hefur ekki fokið í burtu heldur legið yfir borginni í logninu. Þetta ætti borgarstjóri að vita, nema honum hafi láðst að kynna sér málið og lét það ekkert stoppa sig nú frekar en fyrri daginn. Staðreyndin er sú að uppskriftin af svifryki er mismunandi eftir veðri og umferð. Til dæmis má vænta hærra hlufalls vegryks og jarðvegs á þurrum dögum, en að sót vegna bruna jarðefnaeldsneyta og salt sé meira áberandi þegar úrkoma er eða snjór á jörðu. Ef við tökum nagladekkinn sérstaklega út fyrir sviga að þá mældist til dæmis engin verulegur munur á malbiksryki á nagladekkjatímabilinu fyrir 15. apríl og eftir í mælingum Eflu frá 2015. Þetta segir okkur að það er erfitt að tilgreina hversu mikið af malbiksryki í svifrykinu megi rekja til nagladekkjana eingöngu. Því er ekki gefið að dekkjaskiptin ein og sér hafi haldbær áhrif á loftmengun í Reykjavík, þótt nagladekkin slíti sannarlega meira malbiki en venjuleg dekk, því framlag nagladekkjanna til loftmenguninnar er svo mörgu háð t.d. veðri, gæðum dekkjanna og gerð malbiksins. Aðra sögu er að segja um sótið sem er stór uppspretta svifryks. Þannig ef markmiðið er að koma varanlegu höggi á loftmengun í borginni þarf fyrst og fremst að styðja við rafvæðingu bílaflotans. Hin áhrifaríkasta leiðin til að draga strax úr loftmengun er einfaldlega að þrífa göturnar oft og rykbinda, það er vel staðfest, og þar sem orkuskiptin gerast ekki á einni nóttu ættum við að setja fullan þunga í þrifin. Hvers vegna tönnlast borgarstjóri þá á nagladekkjunum? Mögulega er það vegna þess að á meðan umræðan snýst um nagladekk snýst hún ekki um það að meirihlutinn í borgarstjórn hefur fengið algjöra falleinkunn í götuþrifum og rykbindingu. Þarna fannst þeim mikilvægt að spara en tókst þó að koma borgarsjóði í 400 milljarða króna skuld og viti menn nú kallar borgarstjóri eftir fleiri gjaldtökum á Reykvíkinga, berandi nagladekkin fyrir sig. Þannig hefur Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar starfað síðast liðinn 15 ár. Eyða um efni fram og finna sér svo grýlu til að réttlæta auka gjaldtöku í nafni einhverra óljósra framfaravona, en það eina sem gerist er að við borgum öll meira fyrir minna. Öfugmælin eru algjör. Í stað þess að efla götuþrifin og rykbindingu ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að byrja árið á því að fækka hvötum þess að skipta yfir á rafmagnsbíl og hefja aftur gjaldtöku á rafbílastæðum sem áður voru gjaldfrjáls. Svona vinnubrögð eru ágætis leið til að uppskera brostnar væntingar í baráttunni við loftmengun. Við gætum verið að beina tíma starfsfólks og skattfé í mun kröftugri aðgerðir en þess í stað er svifrykinu bara slegið í augu Reykvíkinga svo borgarstjóri geti fjölgað gjaldstofnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar