Stjórnlaus ferðaiðnaður Þór Saari skrifar 5. janúar 2023 09:58 Frekja, yfirgangur og það sem virðist hrein heimska, er það sem einkennir ferðaiðnaðinn hér á landi og Samtök ferðaiðnaðarins, með Jóhannes Þór og Bjarnheiði í broddi fylkingar, koma orðið fram af stakri fyrirlitningu við sjálfboðaliða björgunarsveita, starfsmenn Vegagerðarinnar, íslenska náttúru, umhverfi og menningu, og í raun allan íslenskan almenning. Það er í raun alveg með ólíkindum að þessu fólki hafi dottið það í hug að stjórnlaus vetrarferðamennska á Íslandi væri góð hugmynd, en sú fráleita niðurstaða var keyrð áfram af hreinum draumórum, græðgi, og af Íslandsstofu sem er skrýtin stofnun, stofnsett af ráðherra og í raun í eigu ríkissjóðs. Um Íslandsstofu gilda hvorki stjórnsýslulög, upplýsingalög, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, samkeppnislög né lög um opinber innkaup og starfsemin er því leyndó og líka hverjir eru á þeim spena. Þessi stefna hefur kostað fjölda mannslífa og enn fleiri alvarleg slys á fólki. Vitaskuld á að loka vegum miklu meira og oftar en gert er, einmitt vegna þessarar gengdarlausu græðgi sem drífur ferðaiðnaðinn áfram og gerir það að verkum að legíó af erlendum ferðamönnum sem kunna ekki að keyra, teppa vegina og gera það að verkum að sjálfboðaliðar björgunarsveitanna fá ekki að halda jól með fjölskyldum sínum. Þessi stjórnlausi ferðaiðnaður er orðin alger plága fyrir alla landsmenn, þó örfáir græði kannski drjúgt á fyrirbærinu. Mest allur hagnaðurinn fer líklega úr landi og inn á reikninga í skattaskjólum, alla vega er ekki mikið um hagnað hér innanlands, líka endurgreiddur virðisaukaskattur, en sem kunnugt er, þá er ferðaiðnaðurinn að nánast öllu leiti á sérstöku VSK þrepi og mismunurinn á inn- og útskatti er hvorki meira né minna en þrettán prósentustig, sem eru umtalsverðar upphæðir og gefur ágætis tekjur meðan verið er að greiða upp kostnað við uppbyggingu og hluta rekstrar. Þessi iðnaðarferðamennska hefur svo gert miðborg Reykjavíkur að menningarlegri eyðimörk fyrir Íslendinga, hvort sem um er að ræða góðviðrisdaga á sumrin eða jóla- og áramótastemningu. Miðborg Reykjavíkur er bara ekki lengur sá menningarlegi og félagslegi samkomustaður sem miðborg höfuðborgar ríkis á að vera, heldur risastór matarsjoppuhöll með endalausum röðum af lundabúðum, gistihúsum og skyndibitastöðum, mönnuðum með erlendu starfsfólki sem fær lúsarlaun. Að heyra íslensku er undantekning. „Klúr sjoppuvædd Selfie/Instagram menning“ eins og einn sagði. Íbúar þéttbýlisstaða landsbyggðarinnar hafa heldur ekki farið varhluta af og eru einnig orðnir aukatriði í sínu samfélagi, beðnir um að halda sig fjarri miðbæjum staðanna þegar skemmtiferðaskip eru í höfn. Þessu þarf að breyta svo um munar og það er margt sem þarf að gera til að koma ferðaiðnaðinum í viðskiptaumhverfi sem er í góðu samkomulagi við almenning í landinu. Þar er mikilvægast að fækka ferðamönnum umtalsvert svo okkar viðkvæma náttúra og umhverfi verði ekki fyrir enn meira tjóni. Fjöldatakmarkanir á helstu ferðamannastöðum eru einnig mjög mikilvægar og greiðsla umhverfis- og náttúruverndargjalds fyrir hverja gistinótt per mann og fyrir hvern landgöngudag fyrir skemmtiferðaskipin, þarf einnig að verða að veruleika. Auk þess þarf að taka á gríðarlegri CO2 losun ferðaiðnaðarins með kvöðum um rafmagnsbíla eingöngu á bílaleigum (auk bílprófs ökumanna að sjálfsögðu) og takmörkunum á akstri þeirra á hálendisvegum. Kvaðir þurfa að vera um lengri dvöl á áfangastað, hérlendis sem erlendis, til að fækka flugferðum og stöðva þessar skammtíma þriggja daga hringakstursferðir erlendra ferðamanna sem kom alla leið frá Kína til að keyra hringinn, og "Bröns-til-Berlínar-" og fótboltaleikjaferðirnar. Hamfarhlýnun er grafalvarlegt mál sem snertir okkur öll, en hvað gera Íslendingar. Jú þeir fjölga flugfélögum. Hversu sturlað er það? Það er fyrir löngu orðið tímabært að stjórnvöld landsins taki á þessari óværu sem ferðaiðnaðurinn er og komi þessum geira atvinnulífsins í fastmótað og skilvirkt horf, horf sem er í sátt við landsmenn, náttúru og umhverfi, og sem gerir það að verkum að við sem búum hér séum ekki aukaatriði í eigin landi. Höfundur er hagfræðingur og unnandi íslenskrar náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þór Saari Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Frekja, yfirgangur og það sem virðist hrein heimska, er það sem einkennir ferðaiðnaðinn hér á landi og Samtök ferðaiðnaðarins, með Jóhannes Þór og Bjarnheiði í broddi fylkingar, koma orðið fram af stakri fyrirlitningu við sjálfboðaliða björgunarsveita, starfsmenn Vegagerðarinnar, íslenska náttúru, umhverfi og menningu, og í raun allan íslenskan almenning. Það er í raun alveg með ólíkindum að þessu fólki hafi dottið það í hug að stjórnlaus vetrarferðamennska á Íslandi væri góð hugmynd, en sú fráleita niðurstaða var keyrð áfram af hreinum draumórum, græðgi, og af Íslandsstofu sem er skrýtin stofnun, stofnsett af ráðherra og í raun í eigu ríkissjóðs. Um Íslandsstofu gilda hvorki stjórnsýslulög, upplýsingalög, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, samkeppnislög né lög um opinber innkaup og starfsemin er því leyndó og líka hverjir eru á þeim spena. Þessi stefna hefur kostað fjölda mannslífa og enn fleiri alvarleg slys á fólki. Vitaskuld á að loka vegum miklu meira og oftar en gert er, einmitt vegna þessarar gengdarlausu græðgi sem drífur ferðaiðnaðinn áfram og gerir það að verkum að legíó af erlendum ferðamönnum sem kunna ekki að keyra, teppa vegina og gera það að verkum að sjálfboðaliðar björgunarsveitanna fá ekki að halda jól með fjölskyldum sínum. Þessi stjórnlausi ferðaiðnaður er orðin alger plága fyrir alla landsmenn, þó örfáir græði kannski drjúgt á fyrirbærinu. Mest allur hagnaðurinn fer líklega úr landi og inn á reikninga í skattaskjólum, alla vega er ekki mikið um hagnað hér innanlands, líka endurgreiddur virðisaukaskattur, en sem kunnugt er, þá er ferðaiðnaðurinn að nánast öllu leiti á sérstöku VSK þrepi og mismunurinn á inn- og útskatti er hvorki meira né minna en þrettán prósentustig, sem eru umtalsverðar upphæðir og gefur ágætis tekjur meðan verið er að greiða upp kostnað við uppbyggingu og hluta rekstrar. Þessi iðnaðarferðamennska hefur svo gert miðborg Reykjavíkur að menningarlegri eyðimörk fyrir Íslendinga, hvort sem um er að ræða góðviðrisdaga á sumrin eða jóla- og áramótastemningu. Miðborg Reykjavíkur er bara ekki lengur sá menningarlegi og félagslegi samkomustaður sem miðborg höfuðborgar ríkis á að vera, heldur risastór matarsjoppuhöll með endalausum röðum af lundabúðum, gistihúsum og skyndibitastöðum, mönnuðum með erlendu starfsfólki sem fær lúsarlaun. Að heyra íslensku er undantekning. „Klúr sjoppuvædd Selfie/Instagram menning“ eins og einn sagði. Íbúar þéttbýlisstaða landsbyggðarinnar hafa heldur ekki farið varhluta af og eru einnig orðnir aukatriði í sínu samfélagi, beðnir um að halda sig fjarri miðbæjum staðanna þegar skemmtiferðaskip eru í höfn. Þessu þarf að breyta svo um munar og það er margt sem þarf að gera til að koma ferðaiðnaðinum í viðskiptaumhverfi sem er í góðu samkomulagi við almenning í landinu. Þar er mikilvægast að fækka ferðamönnum umtalsvert svo okkar viðkvæma náttúra og umhverfi verði ekki fyrir enn meira tjóni. Fjöldatakmarkanir á helstu ferðamannastöðum eru einnig mjög mikilvægar og greiðsla umhverfis- og náttúruverndargjalds fyrir hverja gistinótt per mann og fyrir hvern landgöngudag fyrir skemmtiferðaskipin, þarf einnig að verða að veruleika. Auk þess þarf að taka á gríðarlegri CO2 losun ferðaiðnaðarins með kvöðum um rafmagnsbíla eingöngu á bílaleigum (auk bílprófs ökumanna að sjálfsögðu) og takmörkunum á akstri þeirra á hálendisvegum. Kvaðir þurfa að vera um lengri dvöl á áfangastað, hérlendis sem erlendis, til að fækka flugferðum og stöðva þessar skammtíma þriggja daga hringakstursferðir erlendra ferðamanna sem kom alla leið frá Kína til að keyra hringinn, og "Bröns-til-Berlínar-" og fótboltaleikjaferðirnar. Hamfarhlýnun er grafalvarlegt mál sem snertir okkur öll, en hvað gera Íslendingar. Jú þeir fjölga flugfélögum. Hversu sturlað er það? Það er fyrir löngu orðið tímabært að stjórnvöld landsins taki á þessari óværu sem ferðaiðnaðurinn er og komi þessum geira atvinnulífsins í fastmótað og skilvirkt horf, horf sem er í sátt við landsmenn, náttúru og umhverfi, og sem gerir það að verkum að við sem búum hér séum ekki aukaatriði í eigin landi. Höfundur er hagfræðingur og unnandi íslenskrar náttúru.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar