Dofri bjargar borginni Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson skrifa 20. desember 2022 09:00 Nýverið ákváðu hinar opinberu stofnanir Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun að gera upp gufuborinn Dofra fyrir 36 milljónir. Gufuborinn er frá árinu 1957 en hann boraði síðustu holuna 1991. Borinn á að vera til sýnis í Elliðaárstöð sem Orkuveita Reykjavíkur hyggst gera upp fyrir 800 milljónir að auki. Líklega er jarðbor sem safngripur einhver undarlegasta hugmynd á þessu sviði. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir: ,,Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar.” Að borgarstjórn setji taprekstur fyrir sig er auðvitað nýlunda enda hefur tap verið rauður þráður í öllum rekstri borgarinnar. En niðurstaðan er sem sagt sú að það að láta virkjun framleiða rafmagn er tap en að eyða 800 milljónum í safn er þá væntanlega hagnaðardrifin starfsemi. Því miður var hins vegar ekkert ,,spjallað og fundað” með fólkinu sem nýtir sér heitt vatn til húshitunar og því engar nýjar borholur á teikniborðinu til að mæta vaxandi þörf. Sömuleiðis var ekkert fundað og spjallað um hvort fólk vildi fóta sig á hálum gangstéttum borgarinnar. Raunar verður að taka tillit til þess að borgarfulltrúar hafa verið uppteknir við að funda um kaup á ljósleiðara, væntanlega í framhaldi af spjalli og fundum með fólkinu sem notar fjarskipti sér til ,,lífsbótar”. Stjórnendum Orkuveitunnar er sjálfsagt ekki kunnugt um að borgarsjóður er rekinn með mesta halla frá upphafi mælinga. Vegna lélegs árangurs í fjármálalæsi hefur þetta dótturfélag Reykjavíkurborgar ákveðið að kaupa fjarskiptakerfi fyrir 3 milljarða með lánsfé. Á meðan dótturfélag borgarinnar eyðir um efni fram gengur snjómokstur hægt. Ekki skal þó örvænta um það efni því stýrihópur um endurskoðun vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum. Hann átti reyndar að skila tillögum að breytingum fyrir 2. nóvember sl. en vegna anna við umfjöllun um skýrslu með greiningu með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar fyrir bílastæðasjóð tókst ekki að ljúka verkinu áður en fyrsti snjórinn féll nú í vetur. Á sama tíma hafa svo verið lagðar fram tillögur í borgarstjórn um að spara skuli 100 milljónir í mötuneytiskostnaði í leikskólum með því að elda hafragrautinn miðlægt og keyra út. Einnig á að stytta opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 15 mínútur. Unglingarnir geta þá kannski skellt sér í dalinn og skoðað gufuborinn Dofra. Ef þeir komast leiðar sinnar. Höfundar búa í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nýverið ákváðu hinar opinberu stofnanir Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun að gera upp gufuborinn Dofra fyrir 36 milljónir. Gufuborinn er frá árinu 1957 en hann boraði síðustu holuna 1991. Borinn á að vera til sýnis í Elliðaárstöð sem Orkuveita Reykjavíkur hyggst gera upp fyrir 800 milljónir að auki. Líklega er jarðbor sem safngripur einhver undarlegasta hugmynd á þessu sviði. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir: ,,Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar.” Að borgarstjórn setji taprekstur fyrir sig er auðvitað nýlunda enda hefur tap verið rauður þráður í öllum rekstri borgarinnar. En niðurstaðan er sem sagt sú að það að láta virkjun framleiða rafmagn er tap en að eyða 800 milljónum í safn er þá væntanlega hagnaðardrifin starfsemi. Því miður var hins vegar ekkert ,,spjallað og fundað” með fólkinu sem nýtir sér heitt vatn til húshitunar og því engar nýjar borholur á teikniborðinu til að mæta vaxandi þörf. Sömuleiðis var ekkert fundað og spjallað um hvort fólk vildi fóta sig á hálum gangstéttum borgarinnar. Raunar verður að taka tillit til þess að borgarfulltrúar hafa verið uppteknir við að funda um kaup á ljósleiðara, væntanlega í framhaldi af spjalli og fundum með fólkinu sem notar fjarskipti sér til ,,lífsbótar”. Stjórnendum Orkuveitunnar er sjálfsagt ekki kunnugt um að borgarsjóður er rekinn með mesta halla frá upphafi mælinga. Vegna lélegs árangurs í fjármálalæsi hefur þetta dótturfélag Reykjavíkurborgar ákveðið að kaupa fjarskiptakerfi fyrir 3 milljarða með lánsfé. Á meðan dótturfélag borgarinnar eyðir um efni fram gengur snjómokstur hægt. Ekki skal þó örvænta um það efni því stýrihópur um endurskoðun vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum. Hann átti reyndar að skila tillögum að breytingum fyrir 2. nóvember sl. en vegna anna við umfjöllun um skýrslu með greiningu með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar fyrir bílastæðasjóð tókst ekki að ljúka verkinu áður en fyrsti snjórinn féll nú í vetur. Á sama tíma hafa svo verið lagðar fram tillögur í borgarstjórn um að spara skuli 100 milljónir í mötuneytiskostnaði í leikskólum með því að elda hafragrautinn miðlægt og keyra út. Einnig á að stytta opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 15 mínútur. Unglingarnir geta þá kannski skellt sér í dalinn og skoðað gufuborinn Dofra. Ef þeir komast leiðar sinnar. Höfundar búa í Reykjavík.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun