Meiri gæði, öryggi og ánægja í ferðamannalandinu Íslandi Gréta María Grétarsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 08:01 Þessa dagana mætir okkur í matvöruverslunum brosandi fólk og býður Neyðarkallinn til sölu, eða raunar Neyðarkonuna þetta árið. Ég hvet auðvitað öll til að styðja við öflugt starf björgunarsveitanna okkar um allt land, með því að kaupa neyðarfólkið eða með öðrum hætti. Starf þeirra er ómetanlegt og landið væri einfaldlega ekki eins öruggt og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Best væri að við þyrftum engar björgunarsveitir Það væri samt auðvitað best ef við þyrftum aldrei á björgunarsveitunum að halda. Nú þegar ferðaþjónustan er að komast í eðlilegt horf heyrum við aftur af ógöngum, slysum og stundum harmleikjum sem verða þegar fólk ferðast um okkar fallega en viðsjárverða land. Þetta eru sem betur fer auðvitað algjörar undantekningar en engu að síður verður að gefa þeim gaum og huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir sem allra flest slys og óhöpp á ferðalögum. Í ljósi þess að ferðamennskan er nú komin á fullan snúning á ný er brýnt að eiga samtal, sem að einhverju leyti er hafið, um öryggismál og það hvernig hægt er að samræma aðgangsmál á vinsælum stöðum, hvernig hægt er að nýta reynslu á einum stað á fleiri stöðum og hvenær almenn upplýsingagjöf og reglur þurfa að koma til. Þarna þurfa allir að koma að og ferðaþjónustan sjálf í heild sinni er auðvitað engin undantekning þar á. Framtíðin liggur í gæðunum En þetta á sömuleiðis við um ýmislegt fleira sem snertir ferðaþjónustuna. Þegar hjólin eru farin að snúast á nýjan leik er mikilvægt að við setjum aftur af stað það samtal sem átti sér stað í uppsveiflu ferðamennskunnar fyrir heimsfaraldur, um það hvernig ferðaþjónustan getur þroskast og fest sig betur í sessi sem sú burðaratvinnugrein sem hún er orðin. Framtíð Íslands sem ferðamannalands verðum við að byggja á því frábæra orðspori sem Ísland hefur sem fallegt, óheflað en aðgengilegt og öruggt land. Við eigum líka að byggja á þeirri frábæru reynslu í uppbyggingu ferðaþjónustu sem orðið hefur til síðustu áratugi og gæta þess að hnökrarnir sem upp hafa komið í ferðamanna-„sprengjunni“ undanfarinn áratug verði vaxtarverkir en ekki viðvarandi ástand. Lykillinn að því að Ísland verði til langframa eftirsóttur gæða-áfangastaður liggur í því að byggja upp orðspor landsins sem einstakan stað til að sækja heim. Fyrst og fremst þá auðvitað vegna náttúru sem á nánast engan sinn líka, en ekki síður vegna gestrisni og gæða í þeirri þjónustu sem boðið er upp á. Fagmennska, öryggi og aðgengi eiga að vera til fyrirmyndar þegar fólk sækir okkur heim, þannig tryggjum við að gestir okkar fari ánægðir heim með lífsreynslu í farteskinu sem þeir gleyma aldrei. Það verður alltaf okkar besta auglýsing. Betra ferðamannaland fyrir ferðamenn, starfsfólk og heimafólk Framundan er mikilvæg vinna, samtal allra aðila sem koma að ferðaþjónustunni; fyrirtækjanna, opinberra aðila og heimamanna um land allt um það hvernig við getum byggt upp ferðaþjónustuna þannig að öll njóti góðs af. Þannig getum við byggt upp heilsárs-ferðaþjónustu með vel þjálfuðu og reyndu fagfólki og á sama tíma getum við boðið fólki að njóta alls þess sem landið hefur að bjóða á öruggan hátt, án þess að ganga á náttúruna eða lífsgæði heimafólks. Við hjá Arctic Adventures erum ofboðslega glöð að geta aftur sinnt því sem við gerum best og höfum mesta ánægju af; að leiðsegja ævintýra- og fróðleiksþyrstu fólki um okkar frábæra land. En um leið hlökkum við til þess að taka þátt í að gera ferðamannalandið Ísland enn betra fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana mætir okkur í matvöruverslunum brosandi fólk og býður Neyðarkallinn til sölu, eða raunar Neyðarkonuna þetta árið. Ég hvet auðvitað öll til að styðja við öflugt starf björgunarsveitanna okkar um allt land, með því að kaupa neyðarfólkið eða með öðrum hætti. Starf þeirra er ómetanlegt og landið væri einfaldlega ekki eins öruggt og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Best væri að við þyrftum engar björgunarsveitir Það væri samt auðvitað best ef við þyrftum aldrei á björgunarsveitunum að halda. Nú þegar ferðaþjónustan er að komast í eðlilegt horf heyrum við aftur af ógöngum, slysum og stundum harmleikjum sem verða þegar fólk ferðast um okkar fallega en viðsjárverða land. Þetta eru sem betur fer auðvitað algjörar undantekningar en engu að síður verður að gefa þeim gaum og huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir sem allra flest slys og óhöpp á ferðalögum. Í ljósi þess að ferðamennskan er nú komin á fullan snúning á ný er brýnt að eiga samtal, sem að einhverju leyti er hafið, um öryggismál og það hvernig hægt er að samræma aðgangsmál á vinsælum stöðum, hvernig hægt er að nýta reynslu á einum stað á fleiri stöðum og hvenær almenn upplýsingagjöf og reglur þurfa að koma til. Þarna þurfa allir að koma að og ferðaþjónustan sjálf í heild sinni er auðvitað engin undantekning þar á. Framtíðin liggur í gæðunum En þetta á sömuleiðis við um ýmislegt fleira sem snertir ferðaþjónustuna. Þegar hjólin eru farin að snúast á nýjan leik er mikilvægt að við setjum aftur af stað það samtal sem átti sér stað í uppsveiflu ferðamennskunnar fyrir heimsfaraldur, um það hvernig ferðaþjónustan getur þroskast og fest sig betur í sessi sem sú burðaratvinnugrein sem hún er orðin. Framtíð Íslands sem ferðamannalands verðum við að byggja á því frábæra orðspori sem Ísland hefur sem fallegt, óheflað en aðgengilegt og öruggt land. Við eigum líka að byggja á þeirri frábæru reynslu í uppbyggingu ferðaþjónustu sem orðið hefur til síðustu áratugi og gæta þess að hnökrarnir sem upp hafa komið í ferðamanna-„sprengjunni“ undanfarinn áratug verði vaxtarverkir en ekki viðvarandi ástand. Lykillinn að því að Ísland verði til langframa eftirsóttur gæða-áfangastaður liggur í því að byggja upp orðspor landsins sem einstakan stað til að sækja heim. Fyrst og fremst þá auðvitað vegna náttúru sem á nánast engan sinn líka, en ekki síður vegna gestrisni og gæða í þeirri þjónustu sem boðið er upp á. Fagmennska, öryggi og aðgengi eiga að vera til fyrirmyndar þegar fólk sækir okkur heim, þannig tryggjum við að gestir okkar fari ánægðir heim með lífsreynslu í farteskinu sem þeir gleyma aldrei. Það verður alltaf okkar besta auglýsing. Betra ferðamannaland fyrir ferðamenn, starfsfólk og heimafólk Framundan er mikilvæg vinna, samtal allra aðila sem koma að ferðaþjónustunni; fyrirtækjanna, opinberra aðila og heimamanna um land allt um það hvernig við getum byggt upp ferðaþjónustuna þannig að öll njóti góðs af. Þannig getum við byggt upp heilsárs-ferðaþjónustu með vel þjálfuðu og reyndu fagfólki og á sama tíma getum við boðið fólki að njóta alls þess sem landið hefur að bjóða á öruggan hátt, án þess að ganga á náttúruna eða lífsgæði heimafólks. Við hjá Arctic Adventures erum ofboðslega glöð að geta aftur sinnt því sem við gerum best og höfum mesta ánægju af; að leiðsegja ævintýra- og fróðleiksþyrstu fólki um okkar frábæra land. En um leið hlökkum við til þess að taka þátt í að gera ferðamannalandið Ísland enn betra fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun