Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila Snorri Másson skrifar 23. október 2022 20:59 Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við. Þegar maður sér Strætó á ferð um Reykjavík eru um helmingslíkur á að vagninn sé ekki í eigu borgarinnar - og að vagnstjórinn starfi hjá einkafyrirtæki. Af rúmlega 150 vögnum í þjónustu Strætó er um helmingur í eigu einkafyrirtækja eins og Hópbíla hf. eða Kynnisferða. Strætisvagnar á vegum byggðasamlagsins og einkaaðila.stöð 2 Hugmyndir eru uppi um aukna útvistun, sem myndi auka hlutfall þeirra vagna sem eru í eigu og rekstri einkafyrirtækja fyrir Strætó. Þessar hugmyndir koma til dæmis frá sjálfum stjórnarformanni Strætó, Magnúsi Erni Guðmundssyni, sem segir blasa við að bjóða í auknum mæli út rekstur Strætó. Útvistun sé augljóslega skynsamlegri kostur en að félagið annist aksturinn sjálft. Á svipuðum nótum talar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, sem segir að hagræðing felist í að úthýsa rekstrinum. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segist aldrei hafa séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann hóf störf.Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir að honum lítist ljómandi vel á þessar hugmyndir. „Þetta er umræða sem hefur átt sér stað mjög lengi inni í Strætó og á meðal pólitíkusa í sveitarfélaginu. Vonandi fer að koma einhver endanleg ákvörðun í þetta þannig að hægt sé að vinna í rétta átt,“ segir Jóhannes. Mynduð þið vilja bjóða allan reksturinn út? „Já, í lokin sjáum við fyrir okkur að allur reksturinn sé boðinn út,“ segir Jóhannes, sem segir þó ekki nákvæmt að kalla það einkavæðingu. „Nei, ég myndi ekki segja það. Þetta er bara að bjóða út á samkeppnismarkaði. Samkeppni um verðin. Þannig teljum við okkur geta fengið hagstæðari verð.“ Skipulag og rekstur kerfisins væri enn alfarið í höndum Strætó bs. þótt einkafyrirtæki ættu vagnana og réðu bílstjórana. Strætó á ekki sjö dagana sæla. Nýtt app hefur farið brösulega af stað, Næturstrætó var lagður af við lítinn fögnuð notenda, óánægju hefur gætt með þjónustuna almennt og rekstrarerfiðleikarnir hafa aldrei verið meiri. Jóhannes kveðst sjálfur ekki hafa séð það svartara en bendir á að aukin útboð séu ekki lausn á bráðavandanum sem steðji að núna. „Að bjóða út er ekki kannski lausn sem reddar okkur núna en eins og ég sagði áðan hefur í útboðunum komið lægri verð en við höfum getað gert þetta sjálf. Þannig að til framtíðar getur þetta þýtt lægri kostnað fyrir Strætó,“ segir Jóhannes. Strætó Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði. 11. október 2022 16:46 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Þegar maður sér Strætó á ferð um Reykjavík eru um helmingslíkur á að vagninn sé ekki í eigu borgarinnar - og að vagnstjórinn starfi hjá einkafyrirtæki. Af rúmlega 150 vögnum í þjónustu Strætó er um helmingur í eigu einkafyrirtækja eins og Hópbíla hf. eða Kynnisferða. Strætisvagnar á vegum byggðasamlagsins og einkaaðila.stöð 2 Hugmyndir eru uppi um aukna útvistun, sem myndi auka hlutfall þeirra vagna sem eru í eigu og rekstri einkafyrirtækja fyrir Strætó. Þessar hugmyndir koma til dæmis frá sjálfum stjórnarformanni Strætó, Magnúsi Erni Guðmundssyni, sem segir blasa við að bjóða í auknum mæli út rekstur Strætó. Útvistun sé augljóslega skynsamlegri kostur en að félagið annist aksturinn sjálft. Á svipuðum nótum talar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, sem segir að hagræðing felist í að úthýsa rekstrinum. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segist aldrei hafa séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann hóf störf.Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir að honum lítist ljómandi vel á þessar hugmyndir. „Þetta er umræða sem hefur átt sér stað mjög lengi inni í Strætó og á meðal pólitíkusa í sveitarfélaginu. Vonandi fer að koma einhver endanleg ákvörðun í þetta þannig að hægt sé að vinna í rétta átt,“ segir Jóhannes. Mynduð þið vilja bjóða allan reksturinn út? „Já, í lokin sjáum við fyrir okkur að allur reksturinn sé boðinn út,“ segir Jóhannes, sem segir þó ekki nákvæmt að kalla það einkavæðingu. „Nei, ég myndi ekki segja það. Þetta er bara að bjóða út á samkeppnismarkaði. Samkeppni um verðin. Þannig teljum við okkur geta fengið hagstæðari verð.“ Skipulag og rekstur kerfisins væri enn alfarið í höndum Strætó bs. þótt einkafyrirtæki ættu vagnana og réðu bílstjórana. Strætó á ekki sjö dagana sæla. Nýtt app hefur farið brösulega af stað, Næturstrætó var lagður af við lítinn fögnuð notenda, óánægju hefur gætt með þjónustuna almennt og rekstrarerfiðleikarnir hafa aldrei verið meiri. Jóhannes kveðst sjálfur ekki hafa séð það svartara en bendir á að aukin útboð séu ekki lausn á bráðavandanum sem steðji að núna. „Að bjóða út er ekki kannski lausn sem reddar okkur núna en eins og ég sagði áðan hefur í útboðunum komið lægri verð en við höfum getað gert þetta sjálf. Þannig að til framtíðar getur þetta þýtt lægri kostnað fyrir Strætó,“ segir Jóhannes.
Strætó Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði. 11. október 2022 16:46 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33
Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði. 11. október 2022 16:46