Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 12:29 Bæði Rússland og Úkraína vilja eigna sér losun frá dísilknúnum skriðdrekkum Rússa á Krímskaga. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og gerðu slíkt það sama við fjögur héruð Úkraínu í kjölfar málamyndaatkvæðagreiðslu í byrjun þessa mánaðar. Afgerandi meirihluti ríkja heims fordæmdi ólöglega innlimun héraðanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Washington Post segir að í aðdraganda loftslagsráðstefnu SÞ í Egyptalandi í næsta mánuði geri bæði Úkraína og Rússland tilkall til losunar í innlimuðu héruðunum. Bæði ríki telji það nauðsynlegt til að styrkja mál sitt. Alex Riabtsjín, aðstoðarorkumálaráðherra Úkraínu, segir málið ekki snúast um loftslagið heldur um landsvæði. „Rússar reyna að nota allar leiðir til þess að veita ólöglegri innlimun sinni lögmæti,“ segir hann. Rússar létu losun frá Krímskaga fyrst fylgja með skýrslu sinni til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar árið 2016. Fulltrúar Úkraínu komu því til leiðar að neðanmálsgrein fylgir gögnum um losun Rússa þar sem vísað er til þriggja ályktana Sameinuðu þjóðanna sem styðja tilkall Úkraínu til Krímskaga. Þeim tókst þó ekki að fá stofnuna til að hafna losunarskýrslum Rússa sem tóku Krímskaga með í reikninginn. Úkraínumenn hafa allan tímann haldið áfram að að leggja mat á losun frá Krímskaga sem hefur leitt til tvítalningar losunar þaðan. Losunartölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir héruðum og því er sagt erfitt að bera saman bókhald ríkjanna tveggja. Líklegt er talið að loftslagsráðstefnan fresti því að taka á ágreiningnum. Washington Post hefur eftir Marianne Karlsen, formanni innleiðingarnefndar loftslagssamningsins, vísar til þess að engin lausn á átökunum í Úkraínu sé í sjónmáli og bæði ríki hafi sætt sig við frestinn. Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og gerðu slíkt það sama við fjögur héruð Úkraínu í kjölfar málamyndaatkvæðagreiðslu í byrjun þessa mánaðar. Afgerandi meirihluti ríkja heims fordæmdi ólöglega innlimun héraðanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Washington Post segir að í aðdraganda loftslagsráðstefnu SÞ í Egyptalandi í næsta mánuði geri bæði Úkraína og Rússland tilkall til losunar í innlimuðu héruðunum. Bæði ríki telji það nauðsynlegt til að styrkja mál sitt. Alex Riabtsjín, aðstoðarorkumálaráðherra Úkraínu, segir málið ekki snúast um loftslagið heldur um landsvæði. „Rússar reyna að nota allar leiðir til þess að veita ólöglegri innlimun sinni lögmæti,“ segir hann. Rússar létu losun frá Krímskaga fyrst fylgja með skýrslu sinni til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar árið 2016. Fulltrúar Úkraínu komu því til leiðar að neðanmálsgrein fylgir gögnum um losun Rússa þar sem vísað er til þriggja ályktana Sameinuðu þjóðanna sem styðja tilkall Úkraínu til Krímskaga. Þeim tókst þó ekki að fá stofnuna til að hafna losunarskýrslum Rússa sem tóku Krímskaga með í reikninginn. Úkraínumenn hafa allan tímann haldið áfram að að leggja mat á losun frá Krímskaga sem hefur leitt til tvítalningar losunar þaðan. Losunartölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir héruðum og því er sagt erfitt að bera saman bókhald ríkjanna tveggja. Líklegt er talið að loftslagsráðstefnan fresti því að taka á ágreiningnum. Washington Post hefur eftir Marianne Karlsen, formanni innleiðingarnefndar loftslagssamningsins, vísar til þess að engin lausn á átökunum í Úkraínu sé í sjónmáli og bæði ríki hafi sætt sig við frestinn.
Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11
Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22