Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 12:29 Bæði Rússland og Úkraína vilja eigna sér losun frá dísilknúnum skriðdrekkum Rússa á Krímskaga. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og gerðu slíkt það sama við fjögur héruð Úkraínu í kjölfar málamyndaatkvæðagreiðslu í byrjun þessa mánaðar. Afgerandi meirihluti ríkja heims fordæmdi ólöglega innlimun héraðanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Washington Post segir að í aðdraganda loftslagsráðstefnu SÞ í Egyptalandi í næsta mánuði geri bæði Úkraína og Rússland tilkall til losunar í innlimuðu héruðunum. Bæði ríki telji það nauðsynlegt til að styrkja mál sitt. Alex Riabtsjín, aðstoðarorkumálaráðherra Úkraínu, segir málið ekki snúast um loftslagið heldur um landsvæði. „Rússar reyna að nota allar leiðir til þess að veita ólöglegri innlimun sinni lögmæti,“ segir hann. Rússar létu losun frá Krímskaga fyrst fylgja með skýrslu sinni til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar árið 2016. Fulltrúar Úkraínu komu því til leiðar að neðanmálsgrein fylgir gögnum um losun Rússa þar sem vísað er til þriggja ályktana Sameinuðu þjóðanna sem styðja tilkall Úkraínu til Krímskaga. Þeim tókst þó ekki að fá stofnuna til að hafna losunarskýrslum Rússa sem tóku Krímskaga með í reikninginn. Úkraínumenn hafa allan tímann haldið áfram að að leggja mat á losun frá Krímskaga sem hefur leitt til tvítalningar losunar þaðan. Losunartölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir héruðum og því er sagt erfitt að bera saman bókhald ríkjanna tveggja. Líklegt er talið að loftslagsráðstefnan fresti því að taka á ágreiningnum. Washington Post hefur eftir Marianne Karlsen, formanni innleiðingarnefndar loftslagssamningsins, vísar til þess að engin lausn á átökunum í Úkraínu sé í sjónmáli og bæði ríki hafi sætt sig við frestinn. Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og gerðu slíkt það sama við fjögur héruð Úkraínu í kjölfar málamyndaatkvæðagreiðslu í byrjun þessa mánaðar. Afgerandi meirihluti ríkja heims fordæmdi ólöglega innlimun héraðanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Washington Post segir að í aðdraganda loftslagsráðstefnu SÞ í Egyptalandi í næsta mánuði geri bæði Úkraína og Rússland tilkall til losunar í innlimuðu héruðunum. Bæði ríki telji það nauðsynlegt til að styrkja mál sitt. Alex Riabtsjín, aðstoðarorkumálaráðherra Úkraínu, segir málið ekki snúast um loftslagið heldur um landsvæði. „Rússar reyna að nota allar leiðir til þess að veita ólöglegri innlimun sinni lögmæti,“ segir hann. Rússar létu losun frá Krímskaga fyrst fylgja með skýrslu sinni til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar árið 2016. Fulltrúar Úkraínu komu því til leiðar að neðanmálsgrein fylgir gögnum um losun Rússa þar sem vísað er til þriggja ályktana Sameinuðu þjóðanna sem styðja tilkall Úkraínu til Krímskaga. Þeim tókst þó ekki að fá stofnuna til að hafna losunarskýrslum Rússa sem tóku Krímskaga með í reikninginn. Úkraínumenn hafa allan tímann haldið áfram að að leggja mat á losun frá Krímskaga sem hefur leitt til tvítalningar losunar þaðan. Losunartölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir héruðum og því er sagt erfitt að bera saman bókhald ríkjanna tveggja. Líklegt er talið að loftslagsráðstefnan fresti því að taka á ágreiningnum. Washington Post hefur eftir Marianne Karlsen, formanni innleiðingarnefndar loftslagssamningsins, vísar til þess að engin lausn á átökunum í Úkraínu sé í sjónmáli og bæði ríki hafi sætt sig við frestinn.
Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11
Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22