Fyrir hverja eru Betri samgöngur? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. október 2022 07:01 Í liðinni viku funduðum við þingmenn á höfuðborgarsvæðinu með Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á dagskrá voru m.a. samgöngumál, enda ofarlega í hugum íbúa svæðisins sem sitja fastir í umferð alla daga. Við fengum kynningu frá Betri samgöngum og skiptumst svo á skoðunum um verkefnin framundan. Í kynningunni var að finna þekkta mynd af bílaröð frá austri til vesturs að morgni dags. Mynd sem við íbúar austurhlutans þekkjum vel af eigin raun. Það er eitt brýnasta verkefnið á svæðinu að leysa þetta taktleysi í umferðarflæðinu. Lausnirnar þurfa því að taka mið af þörfum þeirra sem eiga að nýta sér þær; þeirra sem sitja fastir í umferðarteppunni sem þarf að leysa úr. Ég vakti því athygli á því, enn og aftur, að sveitarfélögin, einkum Reykjavíkurborg, þyrftu að temja sér nýjan hugsunarhátt. Af hverju eru þessir íbúar fastir, hver í sinni bifreið, á hverjum degi? Á þeim nánast samfelldu 25 árum sem vinstristjórn hefur verið í Reykjavík hefur nærþjónusta nánast horfið úr úthverfum borgarinnar. Foreldrar leikskólabarna þurfa að sækja þjónustu langt utan hverfis, jafnvel sveitarfélagsins, og opnunartími á leikskólum hefur verið styttur. Frístundaheimili borgarinnar þjónusta aðeins hluta af þeim börnum sem þurfa á því að halda. Og flestir sækja áfram vinnu í vesturhluta borgarinnar, það hefur lítið breyst. Við sem búum í austurhluta Reykjavíkurborgar veljum flest eða neyðumst til að ferðast aðallega um á bíl. Við keyrum þvert á enda borgarinnar til og frá vinnu og sækjum flest alla þjónustu utan hverfisins okkar. Börnin okkar fá ekki leikskóla- og frístundapláss í sínu hverfi fyrr en seint um síðir og það púsluspil bætist við ferðatímann til og frá vinnu. Af þessu litast afstaða okkar til ferðamáta, þ.m.t. til háleitra hugmynda um Betri samgöngur. Það er ágætt að sveitarfélögin hafi náð saman um umbætur í samgöngumálum. En það er algjör grundvallarforsenda fyrir breytingunum sem boðaðar eru að þær séu hugsaðar út frá hag notenda. Að íbúum svæðisins sem sitja fastir í þessari umferð sé raunverulega gert kleift að losna undan farginu. Þar er ábyrgð Reykjavíkurborgar mikil. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Umferð Reykjavík Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku funduðum við þingmenn á höfuðborgarsvæðinu með Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á dagskrá voru m.a. samgöngumál, enda ofarlega í hugum íbúa svæðisins sem sitja fastir í umferð alla daga. Við fengum kynningu frá Betri samgöngum og skiptumst svo á skoðunum um verkefnin framundan. Í kynningunni var að finna þekkta mynd af bílaröð frá austri til vesturs að morgni dags. Mynd sem við íbúar austurhlutans þekkjum vel af eigin raun. Það er eitt brýnasta verkefnið á svæðinu að leysa þetta taktleysi í umferðarflæðinu. Lausnirnar þurfa því að taka mið af þörfum þeirra sem eiga að nýta sér þær; þeirra sem sitja fastir í umferðarteppunni sem þarf að leysa úr. Ég vakti því athygli á því, enn og aftur, að sveitarfélögin, einkum Reykjavíkurborg, þyrftu að temja sér nýjan hugsunarhátt. Af hverju eru þessir íbúar fastir, hver í sinni bifreið, á hverjum degi? Á þeim nánast samfelldu 25 árum sem vinstristjórn hefur verið í Reykjavík hefur nærþjónusta nánast horfið úr úthverfum borgarinnar. Foreldrar leikskólabarna þurfa að sækja þjónustu langt utan hverfis, jafnvel sveitarfélagsins, og opnunartími á leikskólum hefur verið styttur. Frístundaheimili borgarinnar þjónusta aðeins hluta af þeim börnum sem þurfa á því að halda. Og flestir sækja áfram vinnu í vesturhluta borgarinnar, það hefur lítið breyst. Við sem búum í austurhluta Reykjavíkurborgar veljum flest eða neyðumst til að ferðast aðallega um á bíl. Við keyrum þvert á enda borgarinnar til og frá vinnu og sækjum flest alla þjónustu utan hverfisins okkar. Börnin okkar fá ekki leikskóla- og frístundapláss í sínu hverfi fyrr en seint um síðir og það púsluspil bætist við ferðatímann til og frá vinnu. Af þessu litast afstaða okkar til ferðamáta, þ.m.t. til háleitra hugmynda um Betri samgöngur. Það er ágætt að sveitarfélögin hafi náð saman um umbætur í samgöngumálum. En það er algjör grundvallarforsenda fyrir breytingunum sem boðaðar eru að þær séu hugsaðar út frá hag notenda. Að íbúum svæðisins sem sitja fastir í þessari umferð sé raunverulega gert kleift að losna undan farginu. Þar er ábyrgð Reykjavíkurborgar mikil. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun