Rússum ekki boðið í nýtt bandalag sem á að stilla saman strengi Evrópuríkja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2022 15:13 Katrín Jakobsdóttir, fyrir miðju til vinstri, á fundinum í dag. Hér ræðir hún við Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu. Sean Gallup/Getty Images Leiðtogar ríkja Evrópska stjórnmálabandalagsins, sem á ensku nefnist European Political Community, funda í fyrsta skipti í sögu hins nýja bandalags í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur þátt í fundinum fyrir hönd Íslands. Um er að ræða ný samtök þar sem öll ríki Evrópu, utan Rússlands og Hvíta-Rússlands eru meðlimir. Ríkjunum tveimur var ekki boðið að vera með vegna innrásar Rússa í Úkraínu og stuðnings Hvít-rússneskra yfirvalda við aðgerðir Rússa. „Það sem við munum sjá hér er að Evrópu stendur sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu,“er haft eftir Katrínu á vef Washington Post í dag. Fundurinn er haldinn í Prag-kastala í Prag, höfuðborg Tékklands. Runnið undan rifjum Frakklandsforseta Í umfjöllun Post segir að bandalagið sé runnið undan rifjum Emmanuel Macron, forseta Frakklands, með stuðningi kanslara Þýskalands, Olaf Scholz. Vonir standa til að hið nýja bandalag geti stillt saman strengi Evrópuríkja á krefjandi tímum þar sem stríð, verðbólga og orkukreppa draga úr lífsgæðum Evrópubúa. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti gefur Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu þumalinn.Alastair Grant - Pool/Getty Images Farið er nánar í saumana á hinu nýja bandalagi í umfjöllun á vef New York Times þar sem segir að Macron sjái fyrir sér að bandalagið muni auðvelda Evrópu sem heild að beita áhrifum sínum. Óvíst sé hins vegar hvort að leiðtogar annarra Evrópuríkja deili þeirri sýn. Í bandalaginu má finna 27 ríki Evrópusambandsins, auk ríkja á borð við Úkraínu og Moldavíu sem bæði sækjast eftir inngöngu í ESB. Bandaríkjunum, sem verið hefur mikilvægur bandamaður vestrænna Evrópuríkja undanfarna áratugi, var ekki boðið á fundinn. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sækir fundinn, en Bretland yfirgaf sem kunnugt er Evrópusambandið árið 2020. Þar á bæ er enn leitað eftir því hvaða leið sé best að fara varðandi samskipti við önnur Evrópulönd eftir að Brexit gekk í garð. Til marks um áhuga breskra yfirvalda á hinu nýja sambandi hafa Bretar boðist til að hýsa næsta fund bandalagsins, sem Macron vill að verði haldinn innan hálfs árs. Þátttaka olíuríkja utan ESB merki um það eigi að gera meira en að taka ljósmyndir Hið nýja bandalag er mun óformlegra en Evrópusambandið og sem fyrr segir frekar ætlað til að stilla saman strengi Evrópuríkja en annað. Frönsk yfirvöld eru sögð líta á fundinn í Prag sem mikilvægt tækifæri til að ræða samvinnu á sviði orkumála og til að finna lausnir við því hvernig draga megi úr þörf á því að rússneskt gas hiti upp evrópsk heimili. Hópmynd af leiðtogum ríkjanna sem mynda hið nýja bandalag. Myndataka er hins vegar ekki helsta markmið bandalagsins.Sean Gallup/Getty Images Til marks um það er Norðmönnum og Aserum, olíuríkum ríkjum, boðið á fundinn. Ónafngreindur heimildamaður New York Times innan franska stjórnkerfisins segir að þátttaka þessara tveggja ríkja sé til marks um að fundurinn sé meira en bara tækifæri til að taka ljósmyndir. Utanríkismál Frakkland Tékkland Orkumál Bensín og olía Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Bretland Noregur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Um er að ræða ný samtök þar sem öll ríki Evrópu, utan Rússlands og Hvíta-Rússlands eru meðlimir. Ríkjunum tveimur var ekki boðið að vera með vegna innrásar Rússa í Úkraínu og stuðnings Hvít-rússneskra yfirvalda við aðgerðir Rússa. „Það sem við munum sjá hér er að Evrópu stendur sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu,“er haft eftir Katrínu á vef Washington Post í dag. Fundurinn er haldinn í Prag-kastala í Prag, höfuðborg Tékklands. Runnið undan rifjum Frakklandsforseta Í umfjöllun Post segir að bandalagið sé runnið undan rifjum Emmanuel Macron, forseta Frakklands, með stuðningi kanslara Þýskalands, Olaf Scholz. Vonir standa til að hið nýja bandalag geti stillt saman strengi Evrópuríkja á krefjandi tímum þar sem stríð, verðbólga og orkukreppa draga úr lífsgæðum Evrópubúa. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti gefur Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu þumalinn.Alastair Grant - Pool/Getty Images Farið er nánar í saumana á hinu nýja bandalagi í umfjöllun á vef New York Times þar sem segir að Macron sjái fyrir sér að bandalagið muni auðvelda Evrópu sem heild að beita áhrifum sínum. Óvíst sé hins vegar hvort að leiðtogar annarra Evrópuríkja deili þeirri sýn. Í bandalaginu má finna 27 ríki Evrópusambandsins, auk ríkja á borð við Úkraínu og Moldavíu sem bæði sækjast eftir inngöngu í ESB. Bandaríkjunum, sem verið hefur mikilvægur bandamaður vestrænna Evrópuríkja undanfarna áratugi, var ekki boðið á fundinn. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sækir fundinn, en Bretland yfirgaf sem kunnugt er Evrópusambandið árið 2020. Þar á bæ er enn leitað eftir því hvaða leið sé best að fara varðandi samskipti við önnur Evrópulönd eftir að Brexit gekk í garð. Til marks um áhuga breskra yfirvalda á hinu nýja sambandi hafa Bretar boðist til að hýsa næsta fund bandalagsins, sem Macron vill að verði haldinn innan hálfs árs. Þátttaka olíuríkja utan ESB merki um það eigi að gera meira en að taka ljósmyndir Hið nýja bandalag er mun óformlegra en Evrópusambandið og sem fyrr segir frekar ætlað til að stilla saman strengi Evrópuríkja en annað. Frönsk yfirvöld eru sögð líta á fundinn í Prag sem mikilvægt tækifæri til að ræða samvinnu á sviði orkumála og til að finna lausnir við því hvernig draga megi úr þörf á því að rússneskt gas hiti upp evrópsk heimili. Hópmynd af leiðtogum ríkjanna sem mynda hið nýja bandalag. Myndataka er hins vegar ekki helsta markmið bandalagsins.Sean Gallup/Getty Images Til marks um það er Norðmönnum og Aserum, olíuríkum ríkjum, boðið á fundinn. Ónafngreindur heimildamaður New York Times innan franska stjórnkerfisins segir að þátttaka þessara tveggja ríkja sé til marks um að fundurinn sé meira en bara tækifæri til að taka ljósmyndir.
Utanríkismál Frakkland Tékkland Orkumál Bensín og olía Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Bretland Noregur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent