Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2022 13:59 Áætlað er að framkvæmdum ljúki í desember. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. Að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar er verkefnið að byrja í framkvæmd en til stendur að því ljúki í byrjun desember. Frumathugun fór af stað í lok síðasta árs og í febrúar var hafist handa við hönnun og áætlanagerð sem síðan lauk í maí. Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. Smáhúsin verða á grasflötinni við Engjaveg. Vísir/Vilhelm Íbúar hafa orðið varir við framkvæmdir á svæðinu en einn íbúi vekur athygli á málinu á hverfasíðu Langholtshverfis á Facebook. Er það gagnrýnt að aldrei hafi verið kynning á verkefninu frá Reykjavíkurborg líkt og íbúar hafi óskað eftir. Þá hafi svæðið geta nýst fyrir uppbyggingu skóla og leikskólastarfs í hverfinu. Íbúum gefist kostur að koma athugasemdum á framfæri „Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart að þarna rísi hús,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, en hún segir það hafa staðið til árum saman að koma smáhýsum fyrir í Laugardalnum. Þá segir hún að samráð hafi verið haft við íbúa. „Þetta var auglýst eins og aðrar breytingar og fólki gefið kostur á að koma á framfæri athugasemdum og þeim var svarað,“ segir Heiða. Síðast voru umrædd hús í umræðunni í október í fyrra þegar þáverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn áformum meirihlutans og sögðu að Laugardalurinn ætti að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum. Heiða segist skilja að skiptar skoðanir séu á húsunum en ítrekar að hlustað hafi verið á allar raddir og sjónarmið áður en ákvörðunin var tekin. Til stendur að koma fleiri smáhúsum fyrir víðs vegar í Reykjavík og hafa nokkur þegar risið. „Við ætlum að koma öllum þessum húsum fyrir og vonumst til þess að Reykvíkingar séu tilbúnir til að standa með okkur í þessu verkefni, að allir eigi húsnæði,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar er verkefnið að byrja í framkvæmd en til stendur að því ljúki í byrjun desember. Frumathugun fór af stað í lok síðasta árs og í febrúar var hafist handa við hönnun og áætlanagerð sem síðan lauk í maí. Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. Smáhúsin verða á grasflötinni við Engjaveg. Vísir/Vilhelm Íbúar hafa orðið varir við framkvæmdir á svæðinu en einn íbúi vekur athygli á málinu á hverfasíðu Langholtshverfis á Facebook. Er það gagnrýnt að aldrei hafi verið kynning á verkefninu frá Reykjavíkurborg líkt og íbúar hafi óskað eftir. Þá hafi svæðið geta nýst fyrir uppbyggingu skóla og leikskólastarfs í hverfinu. Íbúum gefist kostur að koma athugasemdum á framfæri „Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart að þarna rísi hús,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, en hún segir það hafa staðið til árum saman að koma smáhýsum fyrir í Laugardalnum. Þá segir hún að samráð hafi verið haft við íbúa. „Þetta var auglýst eins og aðrar breytingar og fólki gefið kostur á að koma á framfæri athugasemdum og þeim var svarað,“ segir Heiða. Síðast voru umrædd hús í umræðunni í október í fyrra þegar þáverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn áformum meirihlutans og sögðu að Laugardalurinn ætti að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum. Heiða segist skilja að skiptar skoðanir séu á húsunum en ítrekar að hlustað hafi verið á allar raddir og sjónarmið áður en ákvörðunin var tekin. Til stendur að koma fleiri smáhúsum fyrir víðs vegar í Reykjavík og hafa nokkur þegar risið. „Við ætlum að koma öllum þessum húsum fyrir og vonumst til þess að Reykvíkingar séu tilbúnir til að standa með okkur í þessu verkefni, að allir eigi húsnæði,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira