Átján mánuðir fyrir að flytja inn fjórtán þúsund töflur Árni Sæberg skrifar 3. október 2022 19:42 Maðurinn flutti efnin inn dulbúin sem lögleg lyf. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að flytja inn fjórtán þúsund töflur sem innihéldu virka efnið fúbrómazólam. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 13.986 stykkjum af töflum sem innihéldu flúbrómazólam, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti fíkniefnin inn í ferðatösku sem hann hafði meðferðis sem farþegi með flugi frá Manchester á Englandi. Flúbrómazólam er skylt flokki lyfja sem kallast benzódíazepín sem hafa meðal annars róandi og kvíðastillandi verkun. Efnið er ekki á lyfjamarkaði og hefur lítið verið rannsakað. Það telst þó til ávana-og fíkniefna sem eru óheimil á íslensku forráðasvæði. Kom ekki að skipulagningu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi hvorki komið að fjármögnun né skipulagningu brotsins. Hann var því það sem er í daglegu tali kallað burðardýr. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til skýlausrar játningar hans, þess að hann hafi verið samvinnufús við rannsókn málsins og að hann hefði ekki hlotið refsingu hér á landi áður, til mildunar. Til þyngingar leit dómurinn hins vegar til umfangs og alvarleika brotsins hvað varðar magn og sérstaklega til þess að efnið var flutt inn í formi taflna í umbúðum sem ranglega báru þess merki að um löglegt lyf væri að ræða. Dómurinn taldi refsingu mannsins hæfilega ákveðna átján mánuði í fangelsi. Með vísan til alvarleika brotsins taldi dómurinn ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingu hans en til frádráttar komi óslitið gæsluvarðhald hans í 82 daga. Þá var honum gert að greiða þóknun tveggja skipaðra verjanda sinna, alls 2,5 milljónir króna,útlagðan kostnað og aksturkostnað annars verjandans upp á tæplega 300 þúsund krónur og annan sakarkostnað upp á um 180 þúsund krónur. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 13.986 stykkjum af töflum sem innihéldu flúbrómazólam, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti fíkniefnin inn í ferðatösku sem hann hafði meðferðis sem farþegi með flugi frá Manchester á Englandi. Flúbrómazólam er skylt flokki lyfja sem kallast benzódíazepín sem hafa meðal annars róandi og kvíðastillandi verkun. Efnið er ekki á lyfjamarkaði og hefur lítið verið rannsakað. Það telst þó til ávana-og fíkniefna sem eru óheimil á íslensku forráðasvæði. Kom ekki að skipulagningu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi hvorki komið að fjármögnun né skipulagningu brotsins. Hann var því það sem er í daglegu tali kallað burðardýr. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til skýlausrar játningar hans, þess að hann hafi verið samvinnufús við rannsókn málsins og að hann hefði ekki hlotið refsingu hér á landi áður, til mildunar. Til þyngingar leit dómurinn hins vegar til umfangs og alvarleika brotsins hvað varðar magn og sérstaklega til þess að efnið var flutt inn í formi taflna í umbúðum sem ranglega báru þess merki að um löglegt lyf væri að ræða. Dómurinn taldi refsingu mannsins hæfilega ákveðna átján mánuði í fangelsi. Með vísan til alvarleika brotsins taldi dómurinn ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingu hans en til frádráttar komi óslitið gæsluvarðhald hans í 82 daga. Þá var honum gert að greiða þóknun tveggja skipaðra verjanda sinna, alls 2,5 milljónir króna,útlagðan kostnað og aksturkostnað annars verjandans upp á tæplega 300 þúsund krónur og annan sakarkostnað upp á um 180 þúsund krónur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira