Átján mánuðir fyrir að flytja inn fjórtán þúsund töflur Árni Sæberg skrifar 3. október 2022 19:42 Maðurinn flutti efnin inn dulbúin sem lögleg lyf. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að flytja inn fjórtán þúsund töflur sem innihéldu virka efnið fúbrómazólam. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 13.986 stykkjum af töflum sem innihéldu flúbrómazólam, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti fíkniefnin inn í ferðatösku sem hann hafði meðferðis sem farþegi með flugi frá Manchester á Englandi. Flúbrómazólam er skylt flokki lyfja sem kallast benzódíazepín sem hafa meðal annars róandi og kvíðastillandi verkun. Efnið er ekki á lyfjamarkaði og hefur lítið verið rannsakað. Það telst þó til ávana-og fíkniefna sem eru óheimil á íslensku forráðasvæði. Kom ekki að skipulagningu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi hvorki komið að fjármögnun né skipulagningu brotsins. Hann var því það sem er í daglegu tali kallað burðardýr. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til skýlausrar játningar hans, þess að hann hafi verið samvinnufús við rannsókn málsins og að hann hefði ekki hlotið refsingu hér á landi áður, til mildunar. Til þyngingar leit dómurinn hins vegar til umfangs og alvarleika brotsins hvað varðar magn og sérstaklega til þess að efnið var flutt inn í formi taflna í umbúðum sem ranglega báru þess merki að um löglegt lyf væri að ræða. Dómurinn taldi refsingu mannsins hæfilega ákveðna átján mánuði í fangelsi. Með vísan til alvarleika brotsins taldi dómurinn ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingu hans en til frádráttar komi óslitið gæsluvarðhald hans í 82 daga. Þá var honum gert að greiða þóknun tveggja skipaðra verjanda sinna, alls 2,5 milljónir króna,útlagðan kostnað og aksturkostnað annars verjandans upp á tæplega 300 þúsund krónur og annan sakarkostnað upp á um 180 þúsund krónur. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 13.986 stykkjum af töflum sem innihéldu flúbrómazólam, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti fíkniefnin inn í ferðatösku sem hann hafði meðferðis sem farþegi með flugi frá Manchester á Englandi. Flúbrómazólam er skylt flokki lyfja sem kallast benzódíazepín sem hafa meðal annars róandi og kvíðastillandi verkun. Efnið er ekki á lyfjamarkaði og hefur lítið verið rannsakað. Það telst þó til ávana-og fíkniefna sem eru óheimil á íslensku forráðasvæði. Kom ekki að skipulagningu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi hvorki komið að fjármögnun né skipulagningu brotsins. Hann var því það sem er í daglegu tali kallað burðardýr. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til skýlausrar játningar hans, þess að hann hafi verið samvinnufús við rannsókn málsins og að hann hefði ekki hlotið refsingu hér á landi áður, til mildunar. Til þyngingar leit dómurinn hins vegar til umfangs og alvarleika brotsins hvað varðar magn og sérstaklega til þess að efnið var flutt inn í formi taflna í umbúðum sem ranglega báru þess merki að um löglegt lyf væri að ræða. Dómurinn taldi refsingu mannsins hæfilega ákveðna átján mánuði í fangelsi. Með vísan til alvarleika brotsins taldi dómurinn ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingu hans en til frádráttar komi óslitið gæsluvarðhald hans í 82 daga. Þá var honum gert að greiða þóknun tveggja skipaðra verjanda sinna, alls 2,5 milljónir króna,útlagðan kostnað og aksturkostnað annars verjandans upp á tæplega 300 þúsund krónur og annan sakarkostnað upp á um 180 þúsund krónur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira