Átján mánuðir fyrir að flytja inn fjórtán þúsund töflur Árni Sæberg skrifar 3. október 2022 19:42 Maðurinn flutti efnin inn dulbúin sem lögleg lyf. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að flytja inn fjórtán þúsund töflur sem innihéldu virka efnið fúbrómazólam. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 13.986 stykkjum af töflum sem innihéldu flúbrómazólam, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti fíkniefnin inn í ferðatösku sem hann hafði meðferðis sem farþegi með flugi frá Manchester á Englandi. Flúbrómazólam er skylt flokki lyfja sem kallast benzódíazepín sem hafa meðal annars róandi og kvíðastillandi verkun. Efnið er ekki á lyfjamarkaði og hefur lítið verið rannsakað. Það telst þó til ávana-og fíkniefna sem eru óheimil á íslensku forráðasvæði. Kom ekki að skipulagningu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi hvorki komið að fjármögnun né skipulagningu brotsins. Hann var því það sem er í daglegu tali kallað burðardýr. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til skýlausrar játningar hans, þess að hann hafi verið samvinnufús við rannsókn málsins og að hann hefði ekki hlotið refsingu hér á landi áður, til mildunar. Til þyngingar leit dómurinn hins vegar til umfangs og alvarleika brotsins hvað varðar magn og sérstaklega til þess að efnið var flutt inn í formi taflna í umbúðum sem ranglega báru þess merki að um löglegt lyf væri að ræða. Dómurinn taldi refsingu mannsins hæfilega ákveðna átján mánuði í fangelsi. Með vísan til alvarleika brotsins taldi dómurinn ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingu hans en til frádráttar komi óslitið gæsluvarðhald hans í 82 daga. Þá var honum gert að greiða þóknun tveggja skipaðra verjanda sinna, alls 2,5 milljónir króna,útlagðan kostnað og aksturkostnað annars verjandans upp á tæplega 300 þúsund krónur og annan sakarkostnað upp á um 180 þúsund krónur. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 13.986 stykkjum af töflum sem innihéldu flúbrómazólam, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti fíkniefnin inn í ferðatösku sem hann hafði meðferðis sem farþegi með flugi frá Manchester á Englandi. Flúbrómazólam er skylt flokki lyfja sem kallast benzódíazepín sem hafa meðal annars róandi og kvíðastillandi verkun. Efnið er ekki á lyfjamarkaði og hefur lítið verið rannsakað. Það telst þó til ávana-og fíkniefna sem eru óheimil á íslensku forráðasvæði. Kom ekki að skipulagningu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi hvorki komið að fjármögnun né skipulagningu brotsins. Hann var því það sem er í daglegu tali kallað burðardýr. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til skýlausrar játningar hans, þess að hann hafi verið samvinnufús við rannsókn málsins og að hann hefði ekki hlotið refsingu hér á landi áður, til mildunar. Til þyngingar leit dómurinn hins vegar til umfangs og alvarleika brotsins hvað varðar magn og sérstaklega til þess að efnið var flutt inn í formi taflna í umbúðum sem ranglega báru þess merki að um löglegt lyf væri að ræða. Dómurinn taldi refsingu mannsins hæfilega ákveðna átján mánuði í fangelsi. Með vísan til alvarleika brotsins taldi dómurinn ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingu hans en til frádráttar komi óslitið gæsluvarðhald hans í 82 daga. Þá var honum gert að greiða þóknun tveggja skipaðra verjanda sinna, alls 2,5 milljónir króna,útlagðan kostnað og aksturkostnað annars verjandans upp á tæplega 300 þúsund krónur og annan sakarkostnað upp á um 180 þúsund krónur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira